Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

29. fundur 24. ágúst 2021 kl. 08:30 - 10:40 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Gauti Jóhannesson varaformaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Vilhjálmur Jónsson aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Jódís Skúladóttir áheyrnarfulltrúi
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fundaritari

1.Fjármál 2021

Málsnúmer 202101001Vakta málsnúmer

Fjármálstjóri fór yfir og kynnti mál er varðar fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

Lagt fram til kynningar.

2.Fjárhagsáætlun Múlaþings 2022 - 2025

Málsnúmer 202105150Vakta málsnúmer

Fyrir lá minnisblað frá sviðstjóra hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem reifaðar eru helstu forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2022-2025

Lagt fram til kynningar.

3.Prókúruumboð

Málsnúmer 202108069Vakta málsnúmer

Fyrir lá tillaga um að veita Guðlaugi Sæbjörnssyni, fjármálastjóra og Óðni Gunnari Óðinssyni, skrifstofustjóra prókúruumboð fyrir hönd Múlaþings.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til 4.mgr. 55.gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 4.mgr. 50.gr. samþykktar um stjórn Múlaþings leggur byggðaráð Múlaþings til að sveitarstjórn heimili sveitarstjóra að veita eftirtöldum starfsmönnum Múlaþings prókúruumboð:

Guðlaugi Sæbjörnssyni, fjármálastóra, kt. 130660-5179
Óðni Gunnari Óðinssyni, skrifstofustjóra, kt. 021158-3569

Umboðið nær til að undirrita skjöl varðandi kaup og sölu fasteigna sveitarfélagsins, lántökur og ábyrgðir svo og önnur skjöl sem fela í sér skuldbindingar eða ráðstafanir sem samþykki byggðaráðs og/eða sveitarstjórnar þarf til.

Samþykkt samhljóða.

4.Byggingarnefnd menningarhúss

Málsnúmer 202012176Vakta málsnúmer

Fyrir lágu fundargerðir byggingarnefndar menningarhúss á Egilsstöðum dagsettar 20.5. 2021, 1.7. 2021 og 12.8. 2021.

Lagt fram til kynningar

5.Fundargerðir stjórnar Ársala 2021

Málsnúmer 202102141Vakta málsnúmer

Fyrir lá fundargerð stjórnar Ársala bs., dags. 13.08.2021.

Lögð fram til kynningar

6.Lóðamál Fellabæ

Málsnúmer 202108049Vakta málsnúmer

Fyrir lá fyrirspurn frá Valþóri Druzin Halldórssyni varðandi það hvort mögulega sé til staðar áhugi hjá sveitarfélaginu til kaupa á lóðum í eigu fjölskyldunnar sem staðsettar eru í Fellabæ.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Byggðaráð Múlaþings felur sveitarstjóra til að ganga til viðræðna við umrædda lóðareigendur varðandi möguleg kaup sveitarfélagsins á allt að fjórum lóðum fjölskyldunnar í Fellabæ.

Samþykkt samhljóða.

7.Almannavarnarnefnd í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi - fundargerðir 2021

Málsnúmer 202101106Vakta málsnúmer

Fyrir lá fundargerð Almannavarnarnefndar Austurlands, dags. 16.08.2021.

Lögð fram til kynningar.

8.Gamla ríkið á Seyðisfirði

Málsnúmer 202010547Vakta málsnúmer

Fyrir lá erindi vinnuhóps um Gamla ríkið á Seyðisfirði þar sem óskað er eftir því að vinnuhópurinn verði lagður niður og leystur undan þeirri ábyrgð sem hópnum var falið að annast.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings leggur til við sveitarstjórn Múlaþings að orðið verði við ósk vinnuhóps um Gamla ríkið, um að vinnuhópurinn verði lagður niður en áfram verði unnið að verkefninu samhliða annarri uppbyggingu á svæðinu.

Samþykkt samhljóða

9.Samstarfsvettvangur Múlaþings og lögreglunnar á Austuralandi

Málsnúmer 202106102Vakta málsnúmer

Inn á fundinn komu lögreglustjóri Austurlands ásamt yfirlögregluþjóni til viðræðna varðandi samstarf lögreglu og sveitarfélaga á svæðinu.

Lagt fram til kynningar.

10.The International Awards for Liveable Communities 2021

Málsnúmer 202108021Vakta málsnúmer

Fyrir lá kynning á verkefni er snýr að þátttöku í verkefni varðandi alþjóðlega viðurkenningu lifandi samfélaga 2021.

Lagt fram til kynningar.

11.Vegna Alþingiskosninga 2021

Málsnúmer 202108046Vakta málsnúmer

Fyrir lágu upplýsingar frá dómsmálaráðuneytinu varðandi greiðslur ríkissjóðs til sveitarfélaga á kostnaði sem til fellur vegna kosninga til Alþingis.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela skrifstofustjóra Múlaþings að hafa umsjón með því að haldið verði utan um kostnað vegna fyrirhugaðra kosninga og að dómsmálaráðuneytinu verði sendur rafrænn reikningur vegna þessa.

Samþykkt samhljóða.

12.Endurbygging prentverkstæðis Tækniminjasafns Austurlands, húsnæðismál

Málsnúmer 202106105Vakta málsnúmer

Fyrir lá umsögn framkvæmda- og umhverfismálastjóra Múlaþings við erindi frá forstöðumönnum Tækniminjasafns Austurlands, LungA skólans, Skaftfells og samstarfsaðilum varðandi endurbyggingar prentverkstæðis á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings tekur undir þær áherslur er fram koma í fyrirliggjandi umsögn varðandi það að ekki verði orðið við erindinu vegna fyrirliggjandi uppsafnaðrar viðhaldsþarfar fasteigna er hýsa starfsemi stofnana sveitarfélagsins. Byggðaráð tekur einnig undir með framkvæmda- og umhverfismálastjóra Múlaþings og fagnar frumkvæði hópsins og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra Múlaþings að hefja viðræður við Prentverkstæðisfélag Seyðisfjarðar um útfærslur og hugmyndavinnu er mögulega leiði til þess að halda megi starfsemi prentverkstæðis áfram á Seyðisfirði um ókomna tíð.

Samþykkt samhljóða

13.Tækniminjasafn Austurlands, fjármál

Málsnúmer 202012074Vakta málsnúmer

Fyrir lá erindi frá forstöðumanni Tækniminjasafnsins varðandi Vélsmiðjuna og Wathne-húsið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjóra falið að boða stjórn og forstöðumann Tækniminjasafnsins á fund byggðaráðs þar sem fyrirliggjandi hugmyndir verði ræddar m.a.

Samþykkt samhljóða

14.Erindi vegna listasafns fyrir alþjóðlega myndlist - Vogaland 5 Djúpavogi

Málsnúmer 202012050Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri fór yfir stöðu málsins og uppfærð drög að samkomulagi á milli aðila.

Lagt fram til kynningar.

15.Fjárheld girðing Skriðuvík-Bakkagerði

Málsnúmer 202108038Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun heimastjórnar Borgarfjarðar, dags. 17.08.2021, þar sem því er beint til byggðaráðs að þrýst verði á Vegagerðina um úrbætur er lúta að því að komið verði á samfelldri fjárheldri girðingu ofan vegar allt frá Skriðuvík að Bakkagerði. Jafnframt verði skoðað hvernig og hvort draga megi úr umferðahraða á umræddum kafla.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggaðaráð Múlaþings tekur undir þær áherslur er fram koma í bókun heimastjórnar Borgarfjarðar varðandi, annars vegar, girðingu meðfram Borgarfjarðarvegi og, hins vegar, tímabundna færslu á hraðatakmörkunarskilti. Sveitarstjóra falið í samráði við formann heimastjórnar að koma afgreiðslum byggðaráðs og heimastjórnar Borgarfjarðar á framfæri við Vegagerðina.

Samþykkt samhljóða


Fundi slitið - kl. 10:40.

Getum við bætt efni þessarar síðu?