Fara í efni

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs

10. fundur 21. júní 2021 kl. 13:00 - 16:45 á skrifstofu sveitarfélagsins, Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Vilhjálmur Jónsson formaður
  • Dagmar Ýr Stefánsdóttir aðalmaður
  • Jóhann Gísli Jóhannsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að taka nýtt mál á dagskrá og var það samþykkti samhljóða. Málið er nr. 19.

1.Ársreikningur Múlaþings 2020

Málsnúmer 202104183Vakta málsnúmer

Á fundinn undir þessum lið mætti Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri Múlaþings sem fór yfir ársreikning síðasta árs.

2.Fjárhagsáætlun Múlaþings 2022 - 2025

Málsnúmer 202105150Vakta málsnúmer

Á fundinn undir þessum lið mætti Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri Múlaþings sem fór yfir vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2022 og þriggja ára áætlun.

3.Tillaga að friðlýsingu verndarsvæðis norðan Dyrfjalla og náttúruvættisins Stórurðar.

Málsnúmer 202010446Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar Greinargerð um framkomnar athugasemdir
um kynningu á tillögu að friðlýsingu verndarsvæðis norðan Dyrfjalla og náttúruvættisins Stórurðar.

4.Deiliskipulagsbreyting, Egilsstaðir, Lagarás 21-39

Málsnúmer 202101236Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á vegum Ársala bs. við Lagarás 21-39. Taka þarf afstöðu til málsmeðferðar. Málið var áður til afgreiðslu nefndarinnar þann 2. júní síðastliðinn og er tekið upp að nýju í samræmi við framkomnar upplýsingar.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 16.6. 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að gerð verði óveruleg breyting á deiliskipulagi norðvestursvæðis Egilsstaða í samræmi við fyrirliggjandi tillögu og að fram fari grenndarkynning á áformum umsækjanda í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynnt verði fyrir eigendum við Blómvang 1, Lagarás 19, 22, 24 og 26, Hörgsás 2 og 4, Selás 25 auk Sóknarnefndar Egilsstaðakirkju. Umsagnaraðilar verði Öldungaráð Múlaþings, Brunavarnir Austurlands, HEF veitur, HAUST og Minjastofnun Íslands. Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar að kynningartími verði styttur í samræmi við 3. mgr. 44. gr. laga nr. 123/2010. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar innkomnum athugasemdum til stjórnar Ársala bs. til umfjöllunar.

Áheyrnarfulltrúi Múlaþings leggur fram eftirfarandi bókun:
Á tímum skorts á húsnæði, er undarlegt að fara í að rífa húsnæði, sem gæti verið í notkun, til að rýma fyrir nýju á sama stað. Hér með er lagt til að allar hugmyndir um Lagarás 21-39 verði slegnar út af borðinu og farið í að vinna að byggingu á allt að sjö hæða fjölbýlishúsi með 25-30 íbúðum í mismunandi stærðum og fjölbreyttu notagildi. Slíkt fjölbýlishús mundi mæta þörf markaðarins um húsnæði og þörf eldri borgara, sem eru til í að minnka við sig.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Verndarsvæði í byggð

Málsnúmer 202011161Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Múlaþings fól umhverfis- og framkvæmdaráði á 12. fundi sínum að taka aftur fyrir skilmála í tillögu um verndarsvæði í byggð á Egilsstöðum með sérstakri áherslu á samráð við íbúa. Fyrir ráðinu liggja drög að skilmálum fyrir verndarsvæðið ásamt drögum að tímalínu næstu skrefa.

Eftirfarandi var bókað á fundi umverfis- og framkvæmdaráðs 26.5. 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fram lögð drög að tímalínu og skilmálum verði send til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til umsagnar. Að því loknu verði málið tekið aftur til umfjöllunar hjá umhverfis- og framkvæmdaráði. Ráðið felur skipulagsfulltrúa, í samráði við ráðgjafa, að leita eftir frekari upplýsingum frá íbúum varðandi húsakönnun og minjaskráningu td. með kynningu á heimasíðu Múlaþings.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs leggur áherslu á að verndarskilmálar verði ekki of hamalandi fyrir íbúa svæðisins. Einnig leggur heimastjórnin áherslu á að haft verði náið samráð við íbúa og þá sérstaklega innan umrædds verndarsvæðis.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Varanleg braut fyrir mótocross

Málsnúmer 202102098Vakta málsnúmer

Fyrir liggur beiðni um svæði fyrir akstursíþróttir frá akstursíþróttafélaginu Start, ásamt tillögu að deiliskipulagi svæðisins, sem er undir Skagafelli á Eyvindarárdal og í eigu ríkisins.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 17.2. 2021:
"Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur vel í hugmyndir félagsins og samþykkir að fela formanni ráðsins, ásamt því starfsfólki sveitarfélagsins sem um málið fjallar, að ræða málið nánar á áformuðum fundi með fulltrúum Start."

Einnig liggur fyrir tölvupóstur dagsettur 9.6. 2021, frá Ríkiseignum, þar sem lagt er til að gerður verði leigusamningur við Múlaþing um allan afréttinn vegna víðtækra hagsmuna sveitarélagsins, s.s. vatnsverndar, útivistar og íþrótta- og æskulýðsstarfs, ofl.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs tekur undir tillögur umhverfis- og framkvæmdaráðs en vísar málinu til umfjöllunar í byggðaráði með hliðsjón af samningsgerðinni og frágangi málsins við Ríkiseignir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Umsagnarbeiðni, Skriðdals- og Breiðdalsvegur

Málsnúmer 202105116Vakta málsnúmer

Fyrir liggja umsögn skipulagsfulltrúa vegna umsagnarbeiðni Skipulagsstofnunar í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 og 12. gr. reglugerðar nr. 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum. Málið varðar byggingu nýrrar brúar á Gilsá á Völlum á vegi 95.

Það er mat Heimastjórnar Fljótsdalshéraðs að nægilega sé gerð grein fyrir fyrirhugaðri framkvæmd í kynningarskýrslu og að framkvæmdin sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Íbúðarlóðir í Múlaþingi, heildarsýn og framtíðaruppbygging

Málsnúmer 202105281Vakta málsnúmer

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 2.6. 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir tillögum frá íbúum um svæði sem hægt væri að þétta byggð á Egilsstöðum og í Fellabæ. Hugmyndum skal skilað til framkvæmda- og umhverfismálastjóra Múlaþings fyrir 21. júní næstkomandi.

Umhverfis og framkvæmdaráð beinir því til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs að láta hefja vinnu við endurskoðun á deiliskipulagi í Votahvammi þar sem áhersla verður lögð á virkt samráð við íbúa og verktaka. Ráðið telur mikilvægt að horfa til þess að við gerð nýs skipulags verði horft til gildandi húsnæðisáætlunar Fljótsdalshéraðs en þar er talin þörf á húsnæði fyrir eldri borgara, byggingu minni og meðalstórra íbúða í minni fjölbýlishúsum til blands við byggingu félagslegs húsnæðis.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs um að hafin verði vinna við endurskoðun á deiliskipulagi í Votahvammi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Fundargerðir starfshóps um Úthéraðsverkefni

Málsnúmer 202106106Vakta málsnúmer

Fyrir liggja ýmis gögn vegna verkefnisins C9 Náttúruvernd og efling byggða og Úthéraðsverkefnis.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs vill að gefnu tilefni benda á að markmið verkefnisins er efling byggðar á Úthéraði. Heimastjórn leggur áherslu á að verkefnið verði kynnt fyrir íbúum svæðiðsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Umsókn um lóð, Egilsstaðir, Bláargerði 28, 30 og 32

Málsnúmer 202104005Vakta málsnúmer

Grenndarkynningu vegna óverulegra breytinga á deiliskipulagi er lokið án athugasemda.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 16.6. 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að gerð verði óveruleg breyting á deiliskipulagi suðursvæðis Egilsstaða í samræmi við fyrirliggjandi tillögu með vísan til 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Egs_Bláargerði 36-38

Málsnúmer 202102123Vakta málsnúmer

Grenndarkynningu vegna óverulegra breytinga á deiliskipulagi er lokið án athugasemda.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 16.6. 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að gerð verði óveruleg breyting á deiliskipulagi suðursvæðis Egilsstaða í samræmi við fyrirliggjandi tillögu með vísan til 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Grásteinn, deiliskipulag

Málsnúmer 201703008Vakta málsnúmer

Auglýsingaferli vegna deiliskipulags við Grástein er lokið. Athugasemd barst frá HEF Veitum. Taka þarf afstöðu til athugasemdar og hvort tillagan teljist samþykkt.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 16.6. 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu með þeim
breytingum sem fjallað er um í athugasemd HEF Veitna. Ráðið felur
skipulagsfulltrúa að láta gera viðeigandi breytingar á tillögunni og vísar henni til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Tjarnarlönd 19 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202105283Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn um byggingaráform vegna
bílskúrs við Tjarnarlönd 19. Ekkert deiliskipulag er í gildi og fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til grenndarkynningar.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 16.6. 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að áformin verði grenndarkynnt í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verði fyrir íbúum við Tjarnarlönd 16, 17, 18, 20, 21 og í Koltröð 19 og 21. Umsagnaraðilar verði Brunavarnir Austurlands, Minjastofnun Íslands, HEF veitur og HAUST.
Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar að kynningartími verði styttur í samræmi við 3. mgr. 44. gr. laga nr. 123/2010. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Undir þessu lið vakti Dagmar Ýr athygli á vanhæfí sínu. Það var borið upp til atkvæða að samþykkt samhljóða með handauppréttingu. Dagmar vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu málsins.

Ekki er þörf á að taka málið fyrir í heimastjórn Fljótsdalshéraðs líkt og kemur fram í bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 16. júní síðastliðnum. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að eldra byggingarleyfi frá árinu 2008 er enn í gildi og var framkvæmdin grenndarkynnt í aðdraganda útgáfu þess.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


14.Hleinar 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202105160Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn um byggingaráform við Hleina 1. Ráðið hafði áður samþykkt að fram færi grenndarkynning vegna áformanna og vísað málinu til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu. Heimastjórn vísaði málinu aftur til efnislegrar umfjöllunar hjá umhverfis- og framkvæmdaráði.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 16.6. 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð staðfestir fyrri bókun sína um grenndarkynningu enda er hún tekin í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynnt verði fyrir eigendum að Uppsölum, Randabergi og Versölum 4. Umsagnaraðilar verði Minjastofnun Íslands, HEF veitur, Brunavarnir á Austurlandi og HAUST.
Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalhéraðs til afgreiðslu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð hefur farið yfir athugasemdir frá Verkís og framkvæmdaaðila. Eftir þá yfirferð staðfesti umhverfis og framkvæmdaráð fyrri niðurstöðu. Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Umsókn um framkvæmdaleyfi, ljósleiðari í Hjaltastaðaþinghá og Hróarstungu

Málsnúmer 202105088Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn um framkvæmdaleyfi frá HEF veitum vegna lagningu ljósleiðara í Hróarstungu og Hjaltastaðaþinghá.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 16.6. 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn um framkvæmdaleyfi og telur hana ekki háða mati á umhverfisáhrifum, en leggur til að útgáfa þess verði skilyrt við að framkvæmdaraðili afli staðfests samþykkis landeigenda á hverjum stað fyrir framkvæmdinni. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu með tilliti til framkvæmdaleyfis og matsskyldu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir niðurstöðu umhverfis- og framkvæmdaráðs um að framkvæmdin sé ekki matsskyld enda gert ráð fyrir að ljósleiðari verði eingöngu plægður í jörð samanber umsókn framkvæmdaaðila.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.Umsókn um framkvæmdaleyfi, ljósleiðari í Skriðdal

Málsnúmer 202105134Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn um framkvæmdaleyfi frá HEF veitum vegna lagningu ljósleiðara í Skriðdal.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 16.6. 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn um
framkvæmdaleyfi og telur hana ekki háða mati á umhverfisáhrifum, en leggur til að útgáfa þess verði skilyrt við að framkvæmdaraðili afli staðfests samþykkis landeigenda á hverjum stað fyrir framkvæmdinni. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu með tilliti til framkvæmdaleyfis og matsskyldu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir niðurstöðu umhverfis- og framkvæmdaráðs um að framkvæmdin sé ekki matsskyld enda gert ráð fyrir að ljósleiðari verði eingöngu plægður í jörð samanber umsókn framkvæmdaaðila.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

17.Umsókn um framkvæmdaleyfi, Egilsstaðir, sniðræsi að Melshorni

Málsnúmer 202104061Vakta málsnúmer

Fyrir liggja niðurstöður grenndarkynningar í tengslum við framkvæmdaleyfisumsókn vegna lagningar sniðræsis að Melshorni. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands og Heilbrigðiseftirliti Austurlands auk athugasemdar frá íbúa.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 16.6. 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsókn um framkvæmdaleyfi og heimilar skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi á grundvelli aðalskipulags en skilyrða það við að vinnutími verði frá 8:00 til 19:00.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

18.Breyting á götuheiti, Fellabær, Einhleypingur

Málsnúmer 202104243Vakta málsnúmer

Á fundi heimastjórnar Fljótsdalshéraðs var ákveðið að auglýst yrði eftir tillögum frá íbúum um heiti götunnar sem liggur frá þjóðvegi 1, framhjá skrifstofu HEF, upp að Fellaskóla og nýjum leikskóla og að það götuheiti haldist komi til þess að lögð verði gata í norður frá skrifstofu HEF.

Umsóknarfrestur til að skila inn tillögum að heiti á götuna var til 18. júní og bárust tillögur frá þrettán aðilum.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir að gatan heiti Fellabrún. Komi til þess að ný gata verði lögð út frá henni beri hún sama nafn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

19.Umsókn til að halda torfærukeppni í Mýnesgrúsum 3. júlí 2021

Málsnúmer 202106086Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn frá Akstursíþróttaklúbbnum Start, dagsett 14.6. 2021 um að halda torfærukeppni í Mýnesgrúsum 3. júlí 2021.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir að veita umbeðið leyfi með þeim fyrirvara að allra nauðsynlegra leyfa og trygginga verði aflað.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 16:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?