Fara í efni

Umsókn um frávik frá skipulagsskilmálum, Hamrar 10

Málsnúmer 202411145

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 134. fundur - 25.11.2024

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur erindi frá lóðarhafa við Hamra 10 (L210933) þar sem óskað er eftir heimild til að víkja frá skipulagsskilmálum.
Fyrirhugað er að reisa á lóðinni 244m2 einbýlishús en óskað er eftir heimild til að bygging gangi út fyrir byggingarreit til norð-austurs um 1m og til suðvesturs um 4m. Nýtingarhlutfall verður 0,218 en skilmálar deiliskipulags kveða á um að lágmarksnýtingarhlutfall sé 0,375.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð getur ekki fallist á fyrirliggjandi beiðni með vísan til þess að frávik frá skipulagsskilmálum eru umtalsverð hvað varðar byggingarreit og nýtingarhlutfall.
Ráðið hvetur lóðarhafa til þess að vinna áfram að hönnun fyrirhugaðrar byggingar með skilmála deiliskipulags að leiðarljósi ellegar athuga hvort fyrirhuguð byggingaráform gætu betur fallið að skipulagsskilmálum lausra lóða við Bláargerði.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Sigríður Kristjánsdóttir

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 136. fundur - 16.12.2024

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur uppfært erindi frá lóðarhafa við Hamra 10 (L210933) á Egilsstöðum þar sem hann óskar eftir því að skipta um lóð og færa sig yfir á Hamra 12 (L210939). Jafnframt er óskað eftir heimild til að víkja frá skipulagsskilmálum lóðarinnar en fyrirhugað er að reisa á lóðinni 244m2 einbýlishús sem standa mun út fyrir byggingarreit til suðvesturs, frá 4,4m niður í 2,2m.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og felur verkefnastjóra skipulagsmála að ganga frá úthlutun lóðar að Hömrum 12 og skilum á lóð að Hömrum 10.
Ráðið samþykkir jafnframt beiðni um heimild til frávika frá skipulagsskilmálum, með vísan til 3. mgr. 43. skipulagslaga nr. 123/2010 að víkja frá kröfum 1. og 2. mgr. sömu greinar um breytingu á deiliskipulagi og grenndarkynningu. Er það gert með vísan til þess að um svo óveruleg frávik sé að ræða í þessu tilviki að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni skuggavarp eða innsýn.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Sigríður Kristjánsdóttir
Getum við bætt efni þessarar síðu?
Valmynd