Fara í efni

Deiliskipulagsbreyting, Unalækur á Völlum, vegtenging

Málsnúmer 202412073

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 136. fundur - 16.12.2024

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur erindi frá landeiganda að Unalæk þar sem óskað er eftir heimild til breytinga á núverandi deiliskipulagi sem tók gildi 29. október sl.
Breytingin felst í því að bæta aftur inn vegtengingu við Skriðsdals- og Breiðdalsveg sem felld var út í síðustu breytingu. Jafnframt er óskað eftir því að afstaða sé tekin til þess hvort umrædd breyting geti fallið undir að vera óveruleg skv. 43. gr. skipulagslaga.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að óska eftir umsögn frá Vegagerðinni vegna umræddrar vegtengingar og bendir jafnframt á að önnur vegtenging, 250m norðar,sem liggur inn á Unalæk/lóð 4 er ekki samkvæmt skipulagi eða unnin í samráði við Vegagerðina.

Málið verður tekið fyrir að nýju þegar umsögnin liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Sigríður Kristjánsdóttir

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 143. fundur - 10.03.2025

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Tekið er fyrir að nýju erindi frá landeiganda að Unalæk þar sem óskað er eftir heimild til breytinga á vegtengingu í gildandi deiliskipulagi frístunda- og íbúðarsvæðis við Unalæk.
Málið var áður á dagskrá ráðsins 16. desember þar sem afgreiðslu máls var frestað þar til umsögn Vegagerðar lægi fyrir. Hún barst sveitarfélaginu loks þann 27. febrúar sl. og liggur fyrir ráðinu að taka erindi málsaðila til afgreiðslu.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að heimila landeiganda að láta vinna óverulega breytingu á deiliskipulagi svæðisins þar sem umræddri vegtengingu að íbúðarsvæði er bætt inn. Málið verður tekið fyrir að nýju þegar skipulagstillaga liggur fyrir, ásamt staðfestingu á því að óheimil vegtenging að Unalæk /lóð 4 hafi verið fjarlægð.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Sigríður Kristjánsdóttir - mæting: 09:40
Getum við bætt efni þessarar síðu?
Valmynd