Fara í efni

Innviðagjald skemmtiferðaskipa

Málsnúmer 202412013

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 136. fundur - 16.12.2024

Hafnastjóri og verkefnastjóri hafna sitja fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur erindi frá BSM Cruise Services, dagsett 29. nóvember 2024, þar sem fyrirhuguðum áformum um innheimtu innviðagjalds af skemmtiferðaskipum er mótmælt.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð gerir athugasemd við hve skammur aðlögunartími er veittur vegna gjaldtökunnar.
Málinu er vísað til umfjöllunar í sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Eiður Ragnarsson
  • Björn Ingimarsson

Sveitarstjórn Múlaþings - 54. fundur - 15.01.2025

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 16.12.2024, varðandi áform um innheimtu innviðagjalds af skemmtiferðaskipum.

Til máls tóku: Ásrún Mjöll Stefánsdóttir, Þröstur Jónsson og Ívar Karl Hafliðason.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings tekur undir með umhverfis- og framkvæmdaráði og gerir athugasemdir við það hve skammur aðalögunartími er veittur vegna innheimtu fyrirhugaðs innviðagjalds af skemmtiferðaskipum. Sveitarstjórn hvetur stjórnvöld til að taka þessa ákvörðun til endurskoðunar og felur sveitarstjóra að koma athugasemdum sveitarstjórnar á framfæri við þar til bær stjórnvöld.

Samþykkt með sjö atkvæðum, þrír sátu hjá (ÞJ,HHÁ,JHÞ) og einn á móti (ÁMS).
Getum við bætt efni þessarar síðu?
Valmynd