Fara í efni

Uppsetning hraðhleðslustöðvar á Djúpavogi

Málsnúmer 202412020

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 136. fundur - 16.12.2024

Fulltrúi sveitarstjóra á Djúpavogi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur umsókn frá Teslu Motors Iceland ehf. um svæði til uppsetningar á hraðhleðslustöð á Djúpavogi.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð leggur til að Teslu Motors Iceland ehf. verði boðið svæði til leigu undir 4-6 hraðhleðslustöðvar við Slökkvistöðina á Djúpavogi. Ráðið vísar málinu til umsagnar hjá heimastjórn Djúpavogs og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að láta útfæra svæðið með tilliti til tenginga og notkunar.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Eiður Ragnarsson

Heimastjórn Djúpavogs - 56. fundur - 09.01.2025

Erindi frá Tesla Motor Iceland ehf um mögulega staðsetningu á hraðhleðslustöð á Djúpavogi, vísað til heimastjórnar frá Umhverfis- og framkvæmdaráði.
Að mati heimastjórnar er best að staðsetja hleðslustöð Tesla við bílaplanið í Blánni (við slökkvistöð) og telur nauðsynlegt að samhliða úthlutun lóðar undir þá starfsemi verði lagður vegur að sunnaverðu að tjaldsvæði og göngustíugur að miðbæ Djúpavogs, jafnframt er nauðsynlegt er að gera heildarskipulag fyrir svæðið.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?
Valmynd