Fara í efni

Umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá, þjóðlenda, Suðurhluti Eyvindarárdals, ásamt Skagafelli, Tungudal og Svínadal.

Málsnúmer 202412074

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 136. fundur - 16.12.2024

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur umsókn frá forsætisráðuneytinu um stofnun þjóðlendu sbr. úrskurð óbyggðanefndar í máli nr. 2/2022. Um er að ræða Suðurhluta Eyvindarárdals, ásamt Skagafelli, Tungudal og Svínadal.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða.

Áheyrnarfulltrúi M-lista (HKH) leggur fram eftirfarandi bókun:
Undirritaður telur mikilvægt að aðgangur vegna búfjárbeitar verði óhindraður á umræddu svæði eins og verið hefur og vegur til Mjóafjarðar hafi sinn sess til framtíðar. Hugmyndir um styttingu akstursleiða milli sveitarfélaga t.d. undir Eskifjarðarheiði verður að vera án takmarkana m.t.t. betra aðgengis að sjúkrahúsinu í Neskaupstað og fyrir íbúa í Fjarðabyggð að hafa óheftan aðgang að Egilsstaðaflugvelli til að nýta alla þá þjónustu sem búið er að finna stað á suðvesturhorni landsins. Stytting leiða hefur auk heldur jákvæð áhrif á kolefnaspor Íslands.

Gestir

  • Sigríður Kristjánsdóttir
Getum við bætt efni þessarar síðu?
Valmynd