Fara í efni

Fundargerðir svæðisráðs austursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs

Málsnúmer 202312232

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 104. fundur - 08.01.2024

Lögð er fram til kynningar fundargerð frá 123. fundi svæðisráðs austursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs.

Byggðaráð Múlaþings - 104. fundur - 23.01.2024

Fyrir liggur bókun frá 115. fundi svæðisráðs austursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs þar sem óskað er eftir því að Múlaþing fjalli um mögulega uppbyggingu gestastofu á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela atvinnu- og menningarmálastjóra að láta leggja mat á kosti þess að ráðist verði í mögulega uppbyggingu gestastofu fyrir Vatnajökulsþjóðgarð á Egilstöðum. Málið verður tekið til umfjöllunar í byggðaráði er niðurstaða úr þeirri vinnu liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 118. fundur - 27.05.2024

Lagðar eru fram til kynningar fundargerðir frá 124. og 125. fundum svæðisráðs austursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs.

Byggðaráð Múlaþings - 120. fundur - 18.06.2024

Fyrir liggur minnisblað frá verkefnisstjóra upplýsinga- og kynningarmála og atvinnu- og menningarmálastjóra varðandi mögulega uppbyggingu gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi tillögu verkefnisstjóra upplýsinga- og kynningarmála og atvinnu- og menningarmálastjóra um að gera gestastofunni í Fljótsdal hærra undir höfði með því m.a. að gerð verði ný kynningarskilti og að starfsfólk á stöðum þar sem veittar eru upplýsingar nú þegar fái frekari fræðslu en að ekki verði ráðist í breyta upplýsingamiðstöð við tjaldsvæðið í gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs. Atvinnu- og menningarmálastjóra falið að sjá til þess að unnið verði áfram í samræmi við fyrirliggjandi tillögur.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 120. fundur - 24.06.2024

Lögð er fram til kynningar fundargerð frá 126. fundi svæðisráðs austursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs.
Getum við bætt efni þessarar síðu?