Fara í efni

Erindi vegna Egilsstaðaflugvallar

Málsnúmer 202412045

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 136. fundur - 16.12.2024

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur erindi frá Isavia innanlandsflugvöllum þar sem óskað er eftir heimild til að láta vinna breytingu á gildandi deiliskipulagi Egilsstaðaflugvallar vegna áforma um nýja akbraut samhliða flugbraut nyrst á vellinum.
Jafnframt er óskað eftir afstöðu til þess hvort umrædd áform séu í samræmi við Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs 2008-2028.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð telur að fyrirhugaðar framkvæmdir við nýja akbraut og flughlað á Egilsstaðaflugvelli kalli á óverulega breytingu á gildandi Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 og felur skipulagsfulltrúa að láta vinna hana á kostnað framkvæmdaraðila.
Jafnframt heimilar ráðið málsaðila að láta vinna breytingu á gildandi deiliskipulagi Egilsstaðaflugvallar vegna fyrirhugaðra áforma.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Sigríður Kristjánsdóttir
Getum við bætt efni þessarar síðu?
Valmynd