Fara í efni

Umferðaröryggisáætlun Múlaþings

Málsnúmer 202311243

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 101. fundur - 27.11.2023

Fyrir ráðinu liggur minnisblað starfsmanna um gerð umferðaröryggisáætlunar fyrir Múlaþings.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að óska eftir tilboðum í gerð áætlunarinnar.

Samþykkt samhljóða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 109. fundur - 26.02.2024

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri kynnir stöðu undirbúnings vegna gerðar Umferðaröryggisáætlunar Múlaþings.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela framkvæmda- og umhverfismálastjóra að ganga til samninga við ráðgjafa um gerð umferðaröryggisáætlunar í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað.

Samþykkt samhljóða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 136. fundur - 16.12.2024

Fyrir liggur tillaga að umferðaröryggisáætlun Múlaþings.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi áætlun og vísar henni til umsagnar hjá heimastjórnum sveitarfélagsins, fjölskylduráði, öldungaráði, ungmennaráði og samráðshópi um málefni fatlaðra.
Áætlunin verður tekin fyrir að nýju.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?