Fara í efni

Skýrsla fulltrúa sveitarstjóra á Seyðisfirði

Málsnúmer 202301014

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 30. fundur - 05.01.2023

Fyrir liggur skýrsla fráfarandi fulltrúa Seyðisfjarðar, frá Aðalheiði Borgþórsdóttur, sem gerði grein fyrir þeim verkefnum sem eru í vinnslu. Aðalheiður tók þátt í fundinum á Teams.

Heimastjórn þakkar Aðalheiði greinargóða yfirferð, fyrir farsælt samstarf og óskar henni góðs gengis í áframhaldandi störfum hjá Múlaþingi.

Gestir

  • Aðalheiður Borgþórsdóttir - mæting: 14:00

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 31. fundur - 02.02.2023

Sundhöllin: Vinna gengur samkvæmt áætlun, búið að hreinsa og mála sundlaugina og vinna í búningsklefunum. Stefnt er að opnun í næstu viku.

Seyðisfjarðarhöfn: Uppbygging í gangi m.a. unnið að því að laga Angróbryggju, að klára sjóvörn við Sæból og lenging Strandarbakka er í farveginum. Einnig stefnt að því að gera grjótvörn við Vestdalseyri og lagfæra grjótvörn við bræðsluna á næsta ári. 116 skipakomur eru bókaðar árið 2023, 40 fyrir árið 2024 og 20 fyrir 2025. Raftenging skipa er í vinnslu en unnið er að því að koma fyrir spennistöð á Strandabakka. Smærri skemmtiferðaskip og Norræna gætu tengst við búnaðinn. Tiltekt er í gangi á höfninni og hefur verið gert gangskör í að hreinsa til á gámasvæðinu.

Félagsheimilið Herðubreið: Fyrir liggur að fara í endurbætur utanhúss, verkið hefur verið boðið út, þá í annað sinn en það bauð enginn í verkið þegar það var boðið út á síðasta ári.

Félagsheimilið Herðubreið. Auglýst hefur verið eftir rekstraraðilum. Skv. skilgreiningu á útboðsgögnum skal rekstraraðili standa fyrir fjölbreyttu menningarstarfi, félagsstarfi, salarleigu og rekstri bíóhúss í húsinu. Tilboði skal skilað eigi síðar en 6. mars 2023.

Gamla ríkið á Seyðisfirði: Fyrir dyrum stendur að fara í það byggja upp grunn að húsinu, utar og neðar í lóðinni. Þá verður húsið fært yfir á nýja grunninn og endurbyggt eins og samningur milli sveitarfélagsins, ríkisins og Minjaverndar gerir ráð fyrir og samkomulag hefur náðst um.

Fundur með Vegagerðinni: Fulltrúi úr heimastjórn Seyðisfjarðar mun sitja fund með fulltrúum sveitarfélagsins og Vegagerðarinnar 9. febrúar nk.

Fundur með innviðarráðherra: Er væntanlegur á Austurland um miðjan febrúar og mun a.m.k. einn fulltrúi úr heimastjórn sitja á þeim fundi.

Viðvera sveitarstjóra: Björn Ingimarsson sveitarstjóri verður til viðtals þriðjudaginn 7. febrúar frá kl. 11-13 á bæjarskrifstofunni á Seyðisfirði og geta íbúar pantað viðtalstíma hjá fulltrúa sveitarstjóra.

Nýlega var úthlutað menningarstyrkjum Múlaþings 2023. Verkefni sem tengjast Seyðisfirði sem hlutu styrk eru:

Apolline Alice Penelope Barra - Fiskisúpa - Ljósmyndasósa 2023. Röð viðburða sem ætlað er að bjóða ljósmyndurum og myndlistarmönnum að kynna verk sín, spjalla við samfélagið á ýmsum stöðum á Austurlandi. “Við erum að búa til huggulega stund í kringum heita máltíð með listamönnum?. Úthlutun: 400.000 kr.

Bláa Kirkjan sumartónleikar 2023. Um er að ræða tónleikaröð sem fer fram í Seyðisfjarðarkirkju á miðvikudagskvöldum frá lokum júní og fram í ágúst. Lögð er áhersla á að bjóða upp á fjölbreytta tónleika. Tónleikaröðin er mikilvægur menningarviðburður fyrir heimamenn sem og þá fjölmörgu gesti sem sækja Seyðisfjörð heim á sumrin. Úthlutun: 400.000 kr.

Jessica Giséle Auer - Heiðin/ The Heath. Er margmiðlunarverkefni um Fjarðarheiði. Innblásturinn er hugmyndin um jarðgöng og rannsakar Jessica sögu Vegs 93 og safnar minningum og sögum fólks um ferðalög yfir Fjarðarheiði. Afrakstur verkefnisins verður ljósmyndasýning og heimildamynd. 300.000 kr.

Julia Martin - Hafnargarður Almenningsgarður eftir 10 ár. Hafnargarður er samfélagsrekinn almenningsgarður við ferjuhöfnina á Seyðisfirði. Það var frumkvæði að því árið 2012 af hópi heimamanna sem hefur þróað lóðina að undanförnum 10 árum með stuðningu frá samfélaginu og Seyðisfjarðarbæ. Styrkurinn felst í að endurhanna og gróðursetja hluta garðsins, styrkja félagslega, vistfræðilega og menntagrunn hans og styðja við framtíðarnotkun. Úthlutun: 350.000 kr.

Litten Nyström - Litir Austurlands. Mun vinna svæðisbundna liti í litarefni; einstök og takmörkuð blæbrigði í takt við staðbundna liti steina, steinefna, okrar og leir. Litir sem geta ferðast langt í burtu- og orðið grunnur að listaverkum sem unnin eru á staðnum eða annars staðar. Þannig koma litir svæðisins á heimskortið og fáanlegir fyrir listamenn, handverksmenn, börn og litaunnendur sem þekkja uppruna litarins. Úthlutun: 250.000 kr.

LungA-skólinn ses.- Seyðisfjörður Ceramic Studio. Fyrirhugað keramikstúdíó Seyðisfjarðar verður eina tiltæka keramikstofan sem opin er almenningi á Seyðsifirði. Í Netaverksmiðjunni getur keramikstofan boðið öllum áhugasömum aðstöðu til einstaklingsnotkunar, fræðslunámskeið og keramiksmiðjur. Vinnustofan mun samanstanda af kasthjóli, ofni, gljáasvæði, þurrkhillum og vinnusvæði fyrir skúlptúr. Úthlutun: 400.000 kr.

Ólafía Herborg Jóhannsdóttir Stakkahlíðar og Loðmfirðingasaga. Bókin er samantekt um Loðmundarfjörð og lífið í firðinum með aðaláherslu á Stakkahlíð og fólkið sem bjó þar sem og ættina í heild. Mun bókin verða að stórum hluta byggð á bréfum tengdum Stakkahlíðarættinni sem eru varðveitt í Héraðsskjalasafninu á Egilsstöðum. Einnig útfrá ýmsum gögnum sem ég hef safnað í gegnum árin. Nú er allur fjörðurinn í eyði og allt fellur í gleymsku sem er mjög miður. Ætlunin er að bókin komi út í byrjun ársins 2023. Úthlutun: 250.000 kr.

Ra Tack - Residency for LGBTQIA artists and activists at Heima Collective. Heima Collective vill vekja athygli á mikilvægi hinsegin samfélags á Austurlandi með dvalar- og fræðsludagskrá fyrir listamenn og aðgerðarsinna úr LGBTQIA samfélaginu. Gestavinnustofan miðar að því að veita hinsegin listamönnum og aðgerðasinnum víðsvegar að úr heiminum lista- og menningartækifæri með því að skiptast á og deila listrænni þekkingu, sýningum, gjörningum og vinnustofum fyrir hinsegin ungmenni. Úthlutun: 400.000 kr.

Skaftfell - Culture Map of East Iceland. Verkefnið er að búa til kort af helstu menningarstöðum á Austurlandi sem hægt er að heimsækja. Þetta myndi fela í sér menningar- og myndlistasöfn og -setur; tónlist og tónleikastaðir; söguleg og fornleifasöfn og staðir; opinber skúlptúr; og heimili listamanna/rithöfunda. Kortið yrði tvíhliða, með númeruðum landfræðilegum stöðum, lýsingum í einni setningu og vefföngum á bakhlið. Úthlutun: 400.000 kr.

Skaftfell - Skaftfell Art Center - The First Ten Years Í tilefni af því að 25 ár eru liðin frá stofnun þess leitast Skaftfell við að gefa út sögu um mótunarár stofnunarinnar. Sagan hefur verið vel rannsökuð og skrifuð af Tinnu Guðmundsdóttur, fyrrverandi Skaftfellsstjóra. Verkefninu er ætlað að vera netrit sem er öllum aðgengilegt og í 200 eintaka takmörkuðu upplagi. Úthlutun: 150.000 kr.

Tækniminjasafn - Austurlands Söguhjólið. Söguhjólið snýst hring eftir hring! Inni í Vélsmiðju Jóhanns Hanssonar stendur forvitnilegur skápur með mörgum hólfum, risastórri hringlaga skífu sem snýst hring eftir hring með áföstum ártölum. Fræðandi leikur fyrir börn og fullorðna sem fjallar um Búðareyrina á Seyðisfirði og sögu umbreytinga. Skemmtun, fræðsla og áhersla lögð á mismunandi útfærslur af skynjun. Úthlutun: 250.000 kr.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 32. fundur - 08.03.2023

Fulltrúi sveitarstjóra fór yfir málin.

Lagt fram til kynningar.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 33. fundur - 05.04.2023

Fulltrúi sveitarstjóra fór yfir verkefni og stöðu mála.

Lagt fram til kynningar.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 34. fundur - 04.05.2023

Öryggismál. Ábending frá íbúa um truflandi áhrif skilta í bænum. Fleiri staðir á Seyðisfirði sem eru með hættuleg blindhorn. Starfsmaður ætlar að vinna málið með umhverfissviði.

Húsnæði á fótboltavellinum:
Íbúðakjarni við Lækjargötu: Hrafnshóll er verktaki í þessu verkefni fyrir Brák hses. Framkvæmdastjóri Hrafnshóla biðst velvirðingar á hvernig ástandið er á byggingasvæðinu en segir að það muni sjást mikill munur á verkstað á næstunni, eiga von á mannskap sem fer í að klára plötuna. Húseiningar fyrir húsið standa á hafnarbakkanum á Seyðisfirði. Framkvæmdir fara í gang á næstu tveimur vikum og byrjað verður að reisa húsið í beinu framhaldi af plötusteypu.
Íbúðir við Vallargötu: Ef allt gengur eftir skipulagi verða íbúðirnar tilbúnar í byrjun júlí. Þær verða auglýstar til leigu á heimasíðunni þegar þær eru klárar.

Regnbogagatan: var máluð á sumardaginn fyrsta. Mjög góð mæting í góðu veðri og gleðin var við völd

Plokkdagurinn var haldinn 30. apríl í kjörnum Múlaþings með mismunandi hætti. Fólk gat komið við í áhaldahúsinu til að ná í plastpoka og nýttu sumir sér það. Veðrið var gott um helgina og sáust pokar við götur og botnlanga þannig að fólk tók til hendinni og plokkaði í kringum sig sem er mjög gleðilegt og er þeim þakkað innilega fyrir það.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 35. fundur - 08.06.2023

Fulltrúi sveitarstjóra fór yfir ýmis mál.

Lagt fram til kynningar.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 36. fundur - 06.07.2023

Farið yfir stöðu mála.

Lagt fram til kynningar.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 37. fundur - 09.08.2023

Ofanflóðasjóður hefur staðfest viðbótarfjármagn til verksins þannig að það er orðið tryggt að verkið getur haldið áfram.

Skemmtiferðaskip
-Frá 3. apríl til 8. ágúst hafa komið 69.299 farþegar ásamt 32.117 áhafnarmeðlimum
-Vegagerðin brást við athugasemdum okkar og settu upp hraðamerkingar og gönguskilti upp að Gufufossi (og niður að honum).
-Heimastjórn veltir fyrir sér hvort sveitarfélagið þurfi að setja sér stefnu um móttöku skemmtiferðaskipa. Skoða þyrfti m.a. hver þolmörk eru í móttöku skemmtiferðaskipafarþega.

Lunga
-Nýir stjórnendur í ár, hátíðin gekk vel og var minni en vanalega og m.a. áhersla lögð á öryggi gesta á tónleikunum.
-Stefnt á stöðufund eftir sumarfrí

Regnbogagatan verður máluð fyrir Hýra halarófu sem haldin verður laugardaginn 12. ágúst nk. Vakin hefur verið athygli á því að gatan er illa farin í kring og mun framkvæmda- og umhverfismálastjóri mun skoða málið.

Útihreystitækin eru í pöntun og koma í lok ágúst. Unnið er að því að finna hentuga staðsetningu.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 38. fundur - 07.09.2023

Römpum upp Ísland. Settir hafa verið upp um 20 rampar í Múlaþingi, alls 46 á Austurlandi. Rampur 800 var vígður á Egilsstöðum 31. ágúst sl. við hátíðlega athöfn.

Fundur með Íslenska gámafélaginu, á Seyðisfirði 21. ágúst sl. Um 15 manns mættu á fundinn, hlýddu á greinargóða kynningu starfsmanna ÍGF og voru umræður góðar í kjölfarið. Útdeiling á fjórðu tunnunni eru hafnar og verða deilt á Seyðisfirði 7.-11. september.

Kynningarganga um varnargarðana. Boðið var til kynningargöngu 30. ágúst sl. þar sem farið var í gönguferð undir styrkri fararstjórn starfsmanna Héraðsverks og Múlaþings. Vel var mætt í gönguna og fengu gestir gott veður og góða yfirferð á helstu þáttum verksins, sem áætlað er að ljúki árið 2027.

Göngustígur upp Búðarárfoss. Verkið gengur vel og er á áætlun.

Hvatasjóður. Á árlegum sumarfundi ríkisstjórnarinnar á Egilsstöðum 31. ágúst sl. var samþykkt að framlengja verkefni um uppbyggingu atvinnulífs á Seyðisfirði sem hrundið var af stað í kjölfar skriðufallanna. Verður verkefnið stutt um 25 milljónir króna sem bætast við þær 215 milljónir sem þegar hafa verið veittar í byggðastyrk.

Flutningur húsa. Á sama fundi var samþykkt að veita viðbótarstyrk vegna flutnings menningarsögulegra húsa á Seyðisfirði af hættusvæðum. Verður verkefnið styrkt um alls 200 milljónir króna á árunum 2024-25 en fjárhæðin bætist við þær 190 milljónir sem þegar hafa verið veittar til verkefnisins.

Útihreystitækin. Tækin eru lögð af stað og skv. plani gætu þau komið til okkar í lok þessarar viku. Lagt er til að tækin verði sett í lundinn við strandblaksvöllinn eða í næsta nágrenni.

Nýtt afgreiðslukerfi. Skipt hefur verið um afgreiðslukerfi í íþróttamiðstöðum og sundlaugum Múlaþings. Hefur þessi breyting ekki áhrif á reglulega notendur miðstöðvanna að öðru leyti en því að nú verða öll kort í veski í símanum. Kerfið er nýtt bæði fyrir notendur og starfsfólk og því viðbúið að alls konar vesen geti komið upp á meðan verið er að læra en starfsfólk leggur sig fram um að aðstoða öll sem óska.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 39. fundur - 11.10.2023

Menningarstyrkir: Nýlega fór fram seinni úthlutun á menningarstyrkjum í Múlaþingi fyrir 2023. Verkefni á svæðinu sem hlutu styrk eru eftirfarandi: Monika Frycova, Live events in summer 2023 in KIOSK 108, Ráðhildur Ingadóttir, Innra eðli vatns, námskeið fyrir börn og fullorðna með það að markmiði að þróa og dýpka skilning á flæði vatns.

Samfélagsverkefni: Búið að setja upp útihreystitækin í lundinum við Gamla skóla/strandblaksvöllinn. Fólk hvatt til að koma við og prófa. Einnig hefur verið lagður göngustígur þvert yfir lundinn.


Hinsegin fræðsla á vegum Samtakanna 78 verður á Seyðisfirði miðvikudaginn 11. október kl. 20:00 í Herðubreið. Hvet foreldra/forráðafólk, ömmur og afa og aðra aðstandendur barna og ungmenna að mæta á þennan fræðsluviðburð. Markmið fræðslunnar er að stuðla að skilningi, draga úr fordómum og efla jákvæð samskipti.

Malbikunarframkvæmdir hafa gengið vel og m.a. er búið að malbika Vallargötu, Hlíðarveg og upp Suðurgötuna.

Íbúafundur sem fresta þurfti í október verður haldinn í byrjun nóvember. Nánari tímasetning auglýst þegar nær dregur.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 40. fundur - 09.11.2023

Íbúafundur 6. nóvember: Vel var mætt á íbúafund heimastjórnar og farið yfir helstu málefni sem brenna á íbúum. Bergvin Sveinsson fór yfir vinnu starfshóps grunnskólans, hvað búið er að gera og hvað er framundan. Heimastjórn ásamt starfsmanni munu fara yfir punktana sem teknir voru á fundinum og koma þeim í réttan farveg.

Barnvænt sveitarfélag í Hörpu 2. nóvember. Verkefnastjóri Barnvænna sveitarfélaga sótti vinnustofu UNICEF í Björtuloftum í Hörpu sem var mjög gagnleg, það var gott að hitta annað umsjónarfólk, bera saman bækur og fá hvatningu við áframhald verkefnisins. Vinnustofan innihélt erindi og hópavinnu.
-Sama dag fjölmenntu bæjar- og sveitarstjórar sem vinna að innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, með þátttöku í Barnvæn sveitarfélög á ráðstefnu UNICEF og mennta- og barnamálaráðuneytisins um verkefnið. Viðburðurinn var vel heppnaður en markmið hans var m.a. að fagna þeim ávinningi sem náðst hefur um allt land, þétta raðir stjórnenda sveitarfélaganna sem taka þátt og ræða mikilvægt hlutverk Barnvænna sveitarfélaga í innleiðingu nýrra laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna. Meira hægt að lesa um fundinn hér: Stjórnendur 18 sveitarfélaga komu saman til að fagna árangri Barnvænna sveitarfélaga (unicef.is)
- Um kvöldið var komið að ungmennum en þrír fulltrúar frá ungmennaráði Múlaþings sóttu ráðstefnu UNICEF um umhverfis- og loftslagsmál. Þar fengu þau fyrirlestur og síðan tók við hópavinna.

Lýsingar í íþróttahúsinu. Búið að laga ljósastaura fyrir utan húsið. Lýsingin inni í íþróttasal í vinnslu.

Herðubreið. Innanhússframkvæmdir vegna brunavarna eru hafnar og verður þeim haldið áfram í minni verkhlutum þar sem verkið var of stórt fyrir verktakann.
Klæðning utanhúss hefur verið boðið út í tvígang, ekkert tilboð barst í fyrra skiptið en tvö tilboð bárust í vor sem ekki var hægt að semja um. Beðið er eftir tillögum að klæðningu. Stefnan er að koma þessu í útboð fljótlega eftir áramót og vonandi framkvæmdir næsta sumar.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 41. fundur - 07.12.2023

Hús til sölu: Múlaþing óskar eftir tilboðum í eignirnar Hafnargötu 42B og Sólbakka að Hafnargötu 44b. Tilboðum skal skila á netfangið utbod@mulathing.is fyrir 5. janúar 2024. Hægt er að fá að skoða eignirnar og skal hafa samband við bæjarskrifstofuna með óskir um slíkt.

Úthlutun úr uppbyggingasjóði: Nýlega var úthlutað úr Uppbyggingasjóði Austurlands fyrir árið 2024. Samtals var úthlutað tæpum 65 milljónum til 67 verkefna. Meðal þeirra sem hlutu styrk og tengjast Seyðisfirði eru:

Lunga. Lunga 25 ára (Hvirfill) 3.000.000 kr.
Listahátíðin List í Ljósi. 2.000.000 kr.
Ströndin Atelier ehf. Ljósmyndadagar á Seyðisfirði 2024 1.000.000 kr.
Skaftfell. Heiðin 900.000 kr.
Teresa Maria Rivarola. Spiderweb and heritage. 700.000 kr
Apolline Barra. Fiskisúpa- Ljósmyndasósa. 600.000 kr.
Bláa Kirkjan. Sumartónleikaröð Bláu kirkjunnar 2024. 600.000 kr.
H.E. Trésmíðavinnustofa ehf. Framleiðsla línolíumálningar. 600.000 kr.
Tækniminjasafn Austurlands. Kvennasaga samfélaga- sýning. 600.000 kr.
Tækniminjasafn Austurlands. Uppvinnsla og hringrás- fræðsluverkefni 500.000 kr.
Jafet Bjarkar Björnsson. Klifurparadísin Austurland. 600.000 kr.
Eastfords Adventures ehf. The Tour bus 500.000 kr.
Eastfjords Adventures ehf. Marketing 400.000 kr.
Monika Frycova. Listahátíð í Reykjavík 2024/Venues in KIOSK 108. 500.000 kr.
Jón Sigfinnsson. Vættir Íslands- Tölvuleikur. 500.000 kr.

Styrkþegum er óskað innilega til hamingju og það sést að gróskumikið starf er hér á Seyðisfirði sem og Austurlandi öllu. Hægt er að sjá fullan lista styrkþega á heimasíðu Austurbruar www.austurbru.is.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 42. fundur - 11.01.2024

Sala húsa: Viðbrögð við auglýsingu vegna sölu á Hafnargötu 42b og Hafnargötu 44b voru nokkuð góðar. Opnað var fyrir tilboðin 5.janar síðastliðinn og bárust alls 7 tilboð. þrjú tilboð bárust í Hafnargötu 42b og fjögur í Hafnargötu 44b. Tilboðin verða svo tekin fyrir á byggðaráðsfundi 23.janúar næstkomandi.

Menningarstyrkir Múlaþings: Fagráð vinnur um þessar mundir úr umsóknum sem bárust, en alls bárust 35 umsóknir.

Viðhorfskönnun varðandi móttöku skemmtiferðaskipa í Múlaþingi: Á tímabilinu nóvember og desember 2023 fór fram viðhorfskönnun í öllum kjörnum Múlaþings er varðar möttöku á skemmtiferðaskipum. Viðhorfskönnunin var gerð af fyrirtækinu Prósent ehf og mun niðurstaðan verða kynnt fljótlega.

Íbúafundur: Stefnt er að því að halda íbúafund í lok janúar eða byrjun febrúar þar sem farið verður yfir stöðu mála. Farið var yfir efnistök sem fyrirhuguð eru á komandi íbúafundi.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 43. fundur - 08.02.2024

Styrkir til íþrótta- og tómstundastarfs: Búið er að opna fyrir styrkumsóknir íþrótta-og tómstundastarfa, er fresturinn til og með 15.mars 2024. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Múlaþings.

Höfnin: Framundan eru framkvæmdir m.a. í að bæta aðgengi á höfninni. Merkja á t.d. rútubílastæði, setja upp skilti og breyta Ferjuleiru í einstefnugötu.

Sala húsa: Stefnt er að því að setja Hafnargötu 40b á sölu í næstu viku. Auglýsing varðandi söluna mun birtast í Dagskránni og á heimasíðu Múlaþings í næstu viku.

Tjaldsvæðið: Samþykkt hefur verið að endurnýja samning (til eins árs) við Landamerki sem hafa séð um rekstur tjaldsvæðisins með ágætum síðustu 3 ár.


List í ljósi: Sólarhátíðin List í Ljósi fagnar nú koma sólarinnar í níunda skiptið núna um helgina. Mikil eftirvænting og gleði er í bænum vegna þessarar hátíðar sem Seyðifirðingar er mjög stoltir af. Er fólk kvatt til að slökkva öll ljós og þá sérstaklega útiljós og jólaljós hjá sér á meðan á hátíðinni stendur.

Nýlega fór fram fyrri úthlutun á menningarstyrkjum Múlaþings 2024. Verkefni sem tengjast Seyðisfirði og fengu styrk eru eftirfarandi:
Ra Tack
Residency for LGBTQIA artists and activists at Heima.

Bláa kirkjan sumartónleikar
Sumartónleikaröð Bláu kirkjunnar 2024

Skaftfell
Miðsumarhátíð á Seyðisfirði

Sigríður Matthíasdóttir
Stutt heimildamynd um ævi og störf seyðfirsku mæðgnanna og kvenréttindafrömuðanna Sigríðar
Þorsteinsdóttur og Ingibjargar Skaptadóttur

Tækniminjasafn Austurlands
Hæðarlínusandkassi

Ráðhildur Sigrún Ingadóttir
Flæði

Tækniminjasafn Austurlands
Hljóðleiðsögn um sýninguna „Búðareyri - saga umbreytinga“

Jón Sigfinnsson
Vættir Íslands

Juan Jose Ivaldi Zaldivar
Panoramic photography of Austurland

Lasse Hogenhof Christensen
Seydisfjordur Community Radio -- sounds from the margin

Ströndin Atelier ehf.
Rúnta photography workshop

Björt Sigfinnsdóttir
Þróun lista- og menningartengdra minjagripa fyrir Seyðisfjörð/ Austurland

Apolline Alice Penelope Barra
Fiskisúpa - Ljósmyndasósa 2024

Apolline Alice Penelopoe Barra
The CONTAINER

Skaftfell
Prentvélar, flutningur á prentvélum til Seyðisfjarðar

Gaman er að sjá hve gróskumikið starf er hér á Seyðisfirði og er styrkþegum óskað innilega til hamingju.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 44. fundur - 07.03.2024

Íbúfandur 6.mars: Mjög vel var mætt á íbúafund heimastjórnar þar sem farið var yfir helstu verkefni sem standa yfir og eða eru að fara í framkvæmd. Þeir sem fluttu erindi voru eftirtaldir:

Björn Ingimarsson Sveitastjóri sem fór yfir málefni hafnarinnar: Stefnumörkun, hámarkfjölda ferðamanna sem koma með skemmtiferðaskipum. Langtenging skipa, EPI - umhverfiseftirlitskerfi, áform um viðbyggingu við Ferjuhúsið, gönguleið að Gufufossi, samninginn við ríkið um flutning húsa, stöðu mála um vinnu um framtíðarfyrirkomulag hitaveitu á Seyðisfirði og stöðu mála varðandi vinnu samráðshóps um framtíðaruppbyggingu á Seyðisfirði.

Aðalheiður Borgþórsdóttir Atvinnu- og menningarmálastjóri talaði almennt um ferðaþjónustu og fór yfir viðhorfskönnun sem framkvæmd var í nóvember -des 2023 er varðaði komu skemmtiferðaskipa.

Hugrún Hjálmarsdóttir umhverfis- og framkvæmdarstjóri fór yfir helstu framkvæmdir í bænum. Fór hún meðal annars yfir:
Ofanflóðavarnir undir Bjólfi, talað er um að ofanflóðaverkefnin undir Bjólfi klárist 2027.
Stækkun á húsbílastæði: Vinna í gangi.
Neðri Botnar: Stefnt á að koma verkhönnun af stað sem fyrst.
Gatnagerð og gangstéttar: í sumar verður farið í gangstéttagerð á Gilsbakka, Lækjargötu og Garðarsveg að Lækjagötu.
Herðubreið: Hönnun að klárast á klæðningu og verður útboð núna í mars.
Gamla ríkið: Hönnun á lokametrunum, útboð í mars á fyrsta þrepi sem er að byggja kjallarann og færa húsið
Skóli: Frumhönnun að klárast og stefnt að framkvæmdir hefjist 2025.


Magnús Hreinn Jónsson fagstjóri ofanflóðamála fór yfir skýrslu "Mat á þörf fyrir varnarvirki og viðbúnað vegna ofanflóðahættu á atvinnusvæðum á íslandi". Fram kom m.a. að á Seyðifirði sé atvinnustarfsemi á C svæði umfangsmest á öllu landinu.

Ástæða er til að fagna því að búið er að semja um framkvæmd verskins Baugur Bjólfs sem hefst í sumar.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 46. fundur - 02.05.2024

Fulltrúi sveitarstjóra fór yfir ýmis verkefni og stöðu mála.

Gamla ríkið: Gamla ríkið er farið í útboð og frestur til að skila inn tilboðum er til föstudagsins 14. maí kl.11.

Klæðning Herðubreiðar: Útboð vegna klæðningar á Herðubreið er á síðustu metrunum og er vænst þess að hægt verði að setja út auglýsingu í næstu viku.

Samfélagsverkefni: Verið er að panta vatnspóst/drykkjastöð sem fer upp á leiksvæði bæjarins við fyrsta tækifæri. Hvað varðar skiptingu á undirlagi á leikvellinum, þá er það enn í vinnslu.

Stafdalur: Núna 4. maí er Akstursfélagið Start að halda bikarmót í SnoCrossi í Stafdal. Keppendur verða um 40 -50 og keyrður er barnaflokkur, kvennaflokkur, óvanir og vanir. Áhugasamir hvattir til að mæta.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 48. fundur - 05.09.2024

Fulltrúi sveitarstjóra fór yfir ýmis verkefni og stöðum mála

Gamla Ríkið: Breyting hefur verið gerð á verkefninu um Gamla ríkið. Minjavernd og Ríkissjóður hafa samþykkt að sveitarfélagið auglýsi eftir áhugasömum aðila við endurgerð hússins, með þeim forsendum sem liggja fyrir í samstarfsamningi. Sveitarfélagið mun fylgjast með og passa upp á framkvæmd og framvindu hússins. Með verkefninu mun fylgja það fjármagn sem fengist hefur til endurbyggingar. Auglýsing fer í loftið von bráðar.

Herðubreið: Boðin var út framkvæmd við Herðubreið júní þar sem verkþættir voru gluggaskipti, einangrun og klæðning á ytra byrði hússins. Tilboð barst frá Eðalmenn ehf sem var tekið og er áætluð verklok júlí 2025. Áætlað hafði verið að byrja um mánaðamótin ágúst sept. Einhver seinkun hefur orðið á, en stefnt er á að hægt verði að byrja verkið á næstu tveimur vikum.

Baugur Bjólfs: Mjög vel hefur gengið með verkefnið Baugur Bjólfs. Búið er að steypa báða undirstöðuveggi undir Bauginn og fylla að og ganga frá landslagi í kringum þann syðri. Í vikunnu er stefnt að því að fylla í nyðri og ganga frá landslagi í kringum hann. Einnig er verið að vinna við að betrumbæta aðkomuveg. Pása verður á verkinu í haust þar til snjóa leysir næsta vor. Verklok eru áætluð næsta haust.

Malbikun: Á næsta þriðjudag (10.sept) er fyrirhugað að malbika Gilsbakkann, á hafnarsvæðinu við Strandabakka sem og í kringum Hafnarvogina.

Hafnargata 42B og Hafnargata 44B:
Búið er að endurauglýsa og óska eftir tilboðum í Hafnargötu 42B og Hafnargötu 44.B (Sólbakka) Húsin eru auglýst nú til flutnings á nýjar íbúðarhúsalóðir við Oddagötu. Tilboðum skal skila inn fyrir kl.14:00 þann 25.sept nk.

Íþróttahús,Sundhöll: Íþróttahúsið hefur fengið þó nokkra skveringu í sumar. Búið er að pússa upp og lakka gólf í íþróttasal, mála innanhúss sem og að utan. Hvað varðar Sundhöllina þá hefur Daði Sigfússon forstöðumaður íþróttahússins tekið að sér tímabundið forstöðu Sundhallarinnar og er því yfir báðum stofnunum sem stendur.






Heimastjórn Seyðisfjarðar - 50. fundur - 07.11.2024

Fulltrúi sveitarstjóra fór yfir ýmis verkefni og stöðu mála.

Höfnin: Ráðist hefur verið í hin ýmsu verkefni á vegum hafnarinnar í sumar og margt spennandi framundan. Má þar nefna m.a. að búið er að malbika um 1000m2 á vegum hafnarinnar- Verið er að klára að steypa stéttina við ferjuhúsið - Tollrými í ferjuhúsinu tekið vel í gegn í vor - Grjótvörnum við Bræðsluna og Vestalseyri lokið - Búið er að taka Angróskemmuna í gegn og er verið að klára hellulögn þar fyrir utan. Það sem er á dagskrá á næstunni er m.a. að tengja saman Angró-bryggjuna og Bæjarbryggjuna og vonað er að það styttist í að byrjað verði á hönnun vegna lengingar Strandarbakka. Enn er verið að vinna í landtengingu fyrir Norrænu.

Sala á húsum: Hafnargata 42B og Hafnargata 44B voru auglýstar til sölu og flutnings í lok ágúst. Tvö tilboð bárust í Hafnargötu 42B og var hæsta tilboði tekið, en ekkert tilboð barst í Hafnargötu 44B.

Menningarstyrkir: Nýlega fór fram seinni úthlutun á menningastyrkjum Múlaþings 2024. Til úthlutunar voru tæpar 2.milljónir og námu hæstu styrkirnir 250.000kr. Menningarstyrkir sem tengdust Seyðisfirði og fengu úthlutun voru:
Arndís Ýr Hansdóttir - Flat Earth Film Festival 2024 150.000 kr
Monika Frycova - Listahátíð í Reykjavík á Seyðisfirði/KIOSK 108 200.000kr
Skaftfell - Celebrating Geirahús 200.000kr.
Skaftfell - Prentsmiðja 200.000kr.
Skjaldborg - hátíð íslenskra heimildamynda -Skjaldbakan á Seyðisfirði 200.000kr.
Getum við bætt efni þessarar síðu?