Fara í efni

Heimastjórn Seyðisfjarðar

42. fundur 11. janúar 2024 kl. 08:30 - 11:25 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir varaformaður
  • Jón Halldór Guðmundsson aðalmaður
  • Margrét Guðjónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Inga Þorvaldsdóttir
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi sveitarstjóra

1.Ósk um umsögn, matsáætlun, Ofanflóðavarnir á Seyðisfirði, Neðri-Botnar

Málsnúmer 202312086Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur umsagnabeiðni frá Skipulagsstofnun,dagsett 6.desember 2023,um matsáætlun vegna ofanflóðavarna við Neðri-Botna í Strandatindi á Seyðisfirði. Athugasemdafrestur er til 15.janúar 2024. Inn á fundinn undir þessum lið kom Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála Múlaþings í gegnum fjarfundabúnað.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn Seyðisfjarðar samþykkir fyrirliggjandi drög að umsögn með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum og felur skipulagsfulltrúa að skila henni inn í skipulagsgátt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Sóley Valdimarsdóttir - mæting: 08:30

2.Aðalskipulag Múlaþings 2025-2045

Málsnúmer 202208083Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur skipulags-og matslýsing Aðalskipulags Múlaþings 2025-2045. Inn á fundinn undir þessum lið kom Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála Múlaþings í gegnum fjarfundabúnað.


Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn gerir ekki athugasemdir við skipulags- og matslýsingu Aðalskipulags Múlaþings 2025-2045.
Gert er ráð fyrir að skipulags- og matslýsing verði kynnt á íbúafundi sem haldinn verður á Teams þann 18.janúar næstkomandi. Heimastjórn Seyðisfjarðar hvetur íbúa til að kynna sér efni lýsingarinnar og bendir á, að ummsagnir og ábendingar þurfa að berast eigi síðar en 31.janúar

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Áherslumál heimastjórna

Málsnúmer 202401002Vakta málsnúmer

Inn á fundinn undir þessum lið kom Hugrún Hjálmarsdóttir í gegnum fjarfundabúnað og fór yfir minnisblað og stöðu áherslumála heimastjórnar Seyðisfjarðar.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Hugrún Hjálmarsdóttir - mæting: 09:00

4.Snjómokstur á Seyðisfirði

Málsnúmer 202301015Vakta málsnúmer

Á fundinum undir þessum lið mættu Hugrún Hjálmarsdóttir, framkvæmda-og umhverfismálastjóri í gegnum fjarfundabúnað og Sveinn Ágúst Þórsson, verkstjóri Þjónustumiðstöðvar á Seyðisfirði, til að ræða snjómokstur á Seyðisfirði. Farið var yfir stöðu mála, snjómoksturskort, forgang og fleira. Til umræðu var erindi frá Sigurði Jónssyni dags.10.jan. um snjómokstur og vísar heimastjórn því erindi til framkvæmda- og umhverfismálastjóra til úrlausnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Kröfur ríkisins um þjóðlendur á Austfjörðum

Málsnúmer 202201165Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggja greinagerðir fjármála- og efnahagsráðherra f.h. íslenska ríkisins vegna krafna um þjóðlendur á Austfjörðum.

Lagt fram til kynningar.

6.Fundagerð,Samráðshópur um framtíðaruppbyggingu atvinnulífs á Seyðisfirði

Málsnúmer 202310203Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundagerð samráðshóps um framtíðaruppbyggingu atvinnulífs á Seyðisfirði, dags.14.12.2023.

Lagt fram til kynningar.

7.Skýrsla fulltrúa sveitarstjóra á Seyðisfirði

Málsnúmer 202301014Vakta málsnúmer

Sala húsa: Viðbrögð við auglýsingu vegna sölu á Hafnargötu 42b og Hafnargötu 44b voru nokkuð góðar. Opnað var fyrir tilboðin 5.janar síðastliðinn og bárust alls 7 tilboð. þrjú tilboð bárust í Hafnargötu 42b og fjögur í Hafnargötu 44b. Tilboðin verða svo tekin fyrir á byggðaráðsfundi 23.janúar næstkomandi.

Menningarstyrkir Múlaþings: Fagráð vinnur um þessar mundir úr umsóknum sem bárust, en alls bárust 35 umsóknir.

Viðhorfskönnun varðandi móttöku skemmtiferðaskipa í Múlaþingi: Á tímabilinu nóvember og desember 2023 fór fram viðhorfskönnun í öllum kjörnum Múlaþings er varðar möttöku á skemmtiferðaskipum. Viðhorfskönnunin var gerð af fyrirtækinu Prósent ehf og mun niðurstaðan verða kynnt fljótlega.

Íbúafundur: Stefnt er að því að halda íbúafund í lok janúar eða byrjun febrúar þar sem farið verður yfir stöðu mála. Farið var yfir efnistök sem fyrirhuguð eru á komandi íbúafundi.

Fundi slitið - kl. 11:25.

Getum við bætt efni þessarar síðu?