Fara í efni

Heimastjórn Seyðisfjarðar

31. fundur 02. febrúar 2023 kl. 14:00 - 16:15 á skrifstofu sveitarfélagsins, Seyðisfirði
Nefndarmenn
  • Björg Eyþórsdóttir formaður
  • Jón Halldór Guðmundsson aðalmaður
  • Margrét Guðjónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Dagný Erla Ómarsdóttir fulltrúi sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Dagný Erla Ómarsdóttir fulltrúi sveitarstjóra
Björg Eyþórsdóttir tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.

1.Öldugata 14 Seyðisfirði

Málsnúmer 202209107Vakta málsnúmer

Farið var í heimsókn í Öldugötu 14 á Seyðisfirði þar sem Pari Stave, forstöðukona Skaftfells og Linus Lohmann tóku á móti heimastjórn og kynntu starfsemina og þeim hugmyndum er þau hjá Skaftfelli hafa varðandi framtíðarstarfsemi.

Heimastjórn þakkar Pari og Linus fyrir góða kynningu.

Gestir

  • Linus Lohmann - mæting: 14:00
  • Pari Stave - mæting: 14:00

2.Heimastjórn til viðtals

Málsnúmer 202209057Vakta málsnúmer

Heimastjórn leggur áherslu á virka upplýsingagjöf og gott samband við íbúa. Heimastjórn hyggst vera til viðtals fyrir íbúa Seyðisfjarðar og stefnt er að því að næsti spjallfundur verði haldinn fimmtudaginn 16. febrúar. Starfsmanni falið að fylgja málinu eftir og auglýsa fundinn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Hitaveita á Seyðisfirði

Málsnúmer 202110137Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðuna varðandi starfshóp um hitaveitu á Seyðisfirði. Fram kom að tafist hefur að kalla hópinn saman vegna óviðráðanlegra orsaka.

Heimastjórn telur mikilvægt að starfshópurinn komi saman sem fyrst í ljósi þess að skila á tillögum um lausn mála í mars.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Skýrsla fulltrúa sveitarstjóra á Seyðisfirði

Málsnúmer 202301014Vakta málsnúmer

Sundhöllin: Vinna gengur samkvæmt áætlun, búið að hreinsa og mála sundlaugina og vinna í búningsklefunum. Stefnt er að opnun í næstu viku.

Seyðisfjarðarhöfn: Uppbygging í gangi m.a. unnið að því að laga Angróbryggju, að klára sjóvörn við Sæból og lenging Strandarbakka er í farveginum. Einnig stefnt að því að gera grjótvörn við Vestdalseyri og lagfæra grjótvörn við bræðsluna á næsta ári. 116 skipakomur eru bókaðar árið 2023, 40 fyrir árið 2024 og 20 fyrir 2025. Raftenging skipa er í vinnslu en unnið er að því að koma fyrir spennistöð á Strandabakka. Smærri skemmtiferðaskip og Norræna gætu tengst við búnaðinn. Tiltekt er í gangi á höfninni og hefur verið gert gangskör í að hreinsa til á gámasvæðinu.

Félagsheimilið Herðubreið: Fyrir liggur að fara í endurbætur utanhúss, verkið hefur verið boðið út, þá í annað sinn en það bauð enginn í verkið þegar það var boðið út á síðasta ári.

Félagsheimilið Herðubreið. Auglýst hefur verið eftir rekstraraðilum. Skv. skilgreiningu á útboðsgögnum skal rekstraraðili standa fyrir fjölbreyttu menningarstarfi, félagsstarfi, salarleigu og rekstri bíóhúss í húsinu. Tilboði skal skilað eigi síðar en 6. mars 2023.

Gamla ríkið á Seyðisfirði: Fyrir dyrum stendur að fara í það byggja upp grunn að húsinu, utar og neðar í lóðinni. Þá verður húsið fært yfir á nýja grunninn og endurbyggt eins og samningur milli sveitarfélagsins, ríkisins og Minjaverndar gerir ráð fyrir og samkomulag hefur náðst um.

Fundur með Vegagerðinni: Fulltrúi úr heimastjórn Seyðisfjarðar mun sitja fund með fulltrúum sveitarfélagsins og Vegagerðarinnar 9. febrúar nk.

Fundur með innviðarráðherra: Er væntanlegur á Austurland um miðjan febrúar og mun a.m.k. einn fulltrúi úr heimastjórn sitja á þeim fundi.

Viðvera sveitarstjóra: Björn Ingimarsson sveitarstjóri verður til viðtals þriðjudaginn 7. febrúar frá kl. 11-13 á bæjarskrifstofunni á Seyðisfirði og geta íbúar pantað viðtalstíma hjá fulltrúa sveitarstjóra.

Nýlega var úthlutað menningarstyrkjum Múlaþings 2023. Verkefni sem tengjast Seyðisfirði sem hlutu styrk eru:

Apolline Alice Penelope Barra - Fiskisúpa - Ljósmyndasósa 2023. Röð viðburða sem ætlað er að bjóða ljósmyndurum og myndlistarmönnum að kynna verk sín, spjalla við samfélagið á ýmsum stöðum á Austurlandi. “Við erum að búa til huggulega stund í kringum heita máltíð með listamönnum?. Úthlutun: 400.000 kr.

Bláa Kirkjan sumartónleikar 2023. Um er að ræða tónleikaröð sem fer fram í Seyðisfjarðarkirkju á miðvikudagskvöldum frá lokum júní og fram í ágúst. Lögð er áhersla á að bjóða upp á fjölbreytta tónleika. Tónleikaröðin er mikilvægur menningarviðburður fyrir heimamenn sem og þá fjölmörgu gesti sem sækja Seyðisfjörð heim á sumrin. Úthlutun: 400.000 kr.

Jessica Giséle Auer - Heiðin/ The Heath. Er margmiðlunarverkefni um Fjarðarheiði. Innblásturinn er hugmyndin um jarðgöng og rannsakar Jessica sögu Vegs 93 og safnar minningum og sögum fólks um ferðalög yfir Fjarðarheiði. Afrakstur verkefnisins verður ljósmyndasýning og heimildamynd. 300.000 kr.

Julia Martin - Hafnargarður Almenningsgarður eftir 10 ár. Hafnargarður er samfélagsrekinn almenningsgarður við ferjuhöfnina á Seyðisfirði. Það var frumkvæði að því árið 2012 af hópi heimamanna sem hefur þróað lóðina að undanförnum 10 árum með stuðningu frá samfélaginu og Seyðisfjarðarbæ. Styrkurinn felst í að endurhanna og gróðursetja hluta garðsins, styrkja félagslega, vistfræðilega og menntagrunn hans og styðja við framtíðarnotkun. Úthlutun: 350.000 kr.

Litten Nyström - Litir Austurlands. Mun vinna svæðisbundna liti í litarefni; einstök og takmörkuð blæbrigði í takt við staðbundna liti steina, steinefna, okrar og leir. Litir sem geta ferðast langt í burtu- og orðið grunnur að listaverkum sem unnin eru á staðnum eða annars staðar. Þannig koma litir svæðisins á heimskortið og fáanlegir fyrir listamenn, handverksmenn, börn og litaunnendur sem þekkja uppruna litarins. Úthlutun: 250.000 kr.

LungA-skólinn ses.- Seyðisfjörður Ceramic Studio. Fyrirhugað keramikstúdíó Seyðisfjarðar verður eina tiltæka keramikstofan sem opin er almenningi á Seyðsifirði. Í Netaverksmiðjunni getur keramikstofan boðið öllum áhugasömum aðstöðu til einstaklingsnotkunar, fræðslunámskeið og keramiksmiðjur. Vinnustofan mun samanstanda af kasthjóli, ofni, gljáasvæði, þurrkhillum og vinnusvæði fyrir skúlptúr. Úthlutun: 400.000 kr.

Ólafía Herborg Jóhannsdóttir Stakkahlíðar og Loðmfirðingasaga. Bókin er samantekt um Loðmundarfjörð og lífið í firðinum með aðaláherslu á Stakkahlíð og fólkið sem bjó þar sem og ættina í heild. Mun bókin verða að stórum hluta byggð á bréfum tengdum Stakkahlíðarættinni sem eru varðveitt í Héraðsskjalasafninu á Egilsstöðum. Einnig útfrá ýmsum gögnum sem ég hef safnað í gegnum árin. Nú er allur fjörðurinn í eyði og allt fellur í gleymsku sem er mjög miður. Ætlunin er að bókin komi út í byrjun ársins 2023. Úthlutun: 250.000 kr.

Ra Tack - Residency for LGBTQIA artists and activists at Heima Collective. Heima Collective vill vekja athygli á mikilvægi hinsegin samfélags á Austurlandi með dvalar- og fræðsludagskrá fyrir listamenn og aðgerðarsinna úr LGBTQIA samfélaginu. Gestavinnustofan miðar að því að veita hinsegin listamönnum og aðgerðasinnum víðsvegar að úr heiminum lista- og menningartækifæri með því að skiptast á og deila listrænni þekkingu, sýningum, gjörningum og vinnustofum fyrir hinsegin ungmenni. Úthlutun: 400.000 kr.

Skaftfell - Culture Map of East Iceland. Verkefnið er að búa til kort af helstu menningarstöðum á Austurlandi sem hægt er að heimsækja. Þetta myndi fela í sér menningar- og myndlistasöfn og -setur; tónlist og tónleikastaðir; söguleg og fornleifasöfn og staðir; opinber skúlptúr; og heimili listamanna/rithöfunda. Kortið yrði tvíhliða, með númeruðum landfræðilegum stöðum, lýsingum í einni setningu og vefföngum á bakhlið. Úthlutun: 400.000 kr.

Skaftfell - Skaftfell Art Center - The First Ten Years Í tilefni af því að 25 ár eru liðin frá stofnun þess leitast Skaftfell við að gefa út sögu um mótunarár stofnunarinnar. Sagan hefur verið vel rannsökuð og skrifuð af Tinnu Guðmundsdóttur, fyrrverandi Skaftfellsstjóra. Verkefninu er ætlað að vera netrit sem er öllum aðgengilegt og í 200 eintaka takmörkuðu upplagi. Úthlutun: 150.000 kr.

Tækniminjasafn - Austurlands Söguhjólið. Söguhjólið snýst hring eftir hring! Inni í Vélsmiðju Jóhanns Hanssonar stendur forvitnilegur skápur með mörgum hólfum, risastórri hringlaga skífu sem snýst hring eftir hring með áföstum ártölum. Fræðandi leikur fyrir börn og fullorðna sem fjallar um Búðareyrina á Seyðisfirði og sögu umbreytinga. Skemmtun, fræðsla og áhersla lögð á mismunandi útfærslur af skynjun. Úthlutun: 250.000 kr.

Fundi slitið - kl. 16:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?