Fara í efni

Heimastjórn Seyðisfjarðar

55. fundur 03. apríl 2025 kl. 08:30 - 11:20 á skrifstofu sveitarfélagsins, Seyðisfirði
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
  • Jón Halldór Guðmundsson aðalmaður
  • Margrét Guðjónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi sveitarstjóra

1.Landsbankinn lokar á Seyðisfirði

Málsnúmer 202503194Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur ábending frá íbúa er varðar lokun á útibúi Landsbankans á Seyðisfirði 4.apríl nk.
Eftirfarandi bókun lögð fram:
Heimastjórn Seyðisfjarðar mótmælir harðlega fyrirhugaðri lokun útibús Landsbanka Íslands á Seyðisfirði.
Það er ólíðandi að banki í eigu hins opinbera skuli ekki leita allra leiða til að halda úti þjónustu á landinu öllu.
Fjölmörg störf í bankaþjónustu þurfa ekki að vera bundin við staðsetningu og því er vel hægt að færa verkefni bankans sem vinna má í fjarvinnu, út á land,til að styrkja þau útibú sem eru til staðar og jafnvel fjölga stöðugildum á landsbyggðinni frekar en að fækka þeim.

Fjölmörg íslensk fyrirtæki hafa starfsfólk í vinnu við hin ýmiss verkefni, jafnvel í öðrum löndum í gegnum fjarvinnu og ætti Landsbankinn að horfa til þess að styrkja stoður sínar út um land allt í stað þess að setja alla starfsemi á einn stað á landinu. Heimastjórn vísar málinu til byggaðaráðs til umfjöllunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Ósk um umsögn, umhverfismat, Ofanflóðavarnir á Seyðisfirði, Neðri-Botnar

Málsnúmer 202312086Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umhverfismatsskýrsla ofanflóðavarna á Seyðisfirði, Neðri botnar. Skipulagsstofnun hefur óskað eftir umsögn sveitarfélagsins á grundvelli 23. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Frestur er til 24. apríl 2025.
Heimastjórn gerir ekki athugasemdir við niðurstöður umhverfismats en ítrekar mikilvægi þess að lega vegar, er ætlaður er til efnisflutninga yfir Fjarðará, verði unnin í samráði við sveitarfélagið. Vegurinn er tilgreindur í aðalskipulagi sveitarfélagsins og ætlað að vera ný tenging inn á fyrirhugað íbúðarsvæði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Íbúðakjarni á Seyðisfirði

Málsnúmer 202010458Vakta málsnúmer

Einar Georgsson framkvæmdastjóri Brákar kom inn undir þessum lið og upplýsti um stöðuna á verkefninu.
Heimastjórn þakkar Einari Georgssyni fyrir upplýsingarnar, fyrirhugað er að fyrstu íbúar geti flutt inn í byrjun maí. Heimastjórn gleðst yfir því að þetta verkefni sé að raungerast.
Stefnt er að því að hafa opið hús sem yrði þá auglýst á næstum dögum. Heimastjórn hvetur áhugasama að sækja um þrátt fyrir að uppfylla mögulega ekki öll skilyrði.

Gestir

  • Einar Georgsson

4.Samfélagsverkefni heimastjórna 2025

Málsnúmer 202412125Vakta málsnúmer

Fyrir liggur áframhaldandi vinna með samfélagsverkefnin og ákvörðunartaka.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn þakkar fyrir þær hugmyndir sem bárust og snéru meðal annars að uppsetningu á klifurvegg, töfrateppi í Stafdal, stækkun og bættu aðgengi að sjóðbaðsstofunni SAMAN, útilíkamsrækt, sólargeisli í Hólmann auk þess sem fjöldi hugmynda barst frá grunnskólanemendum.
Niðurstaða heimastjórnar er að fara að tillögum grunnskólanemenda og setja upp rampa fyrir hjól, hjólabretti og línuskauta. Einnig er von á, í tengslum við frágang á ofanflóðavörnum við Fjarðargarð, að gerð verði hjólabraut þar.
Heimastjórn ætlar einnig að styrkja foreldrafélag leikskóladeildar Seyðisfjarðarskóla í kaupum og uppsetningu á leiktæki fyrir yngstu börnin með aðkomu Seyðisfjarðarskóla.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

5.Hafnargarðurinn Seyðisfirði

Málsnúmer 202411081Vakta málsnúmer

Inn á fundinn undir þessum lið tengdist Eggert Már Sigtryggsson þjónustufulltrúi á umhverfis-og framkvæmdasviði og kynnti mál er tengjast stöðuleyfum á Hafnargarði/skúlptúrgarði og fyrirkomulagi því tengdu.
Heimastjórn þakkar Eggerti Má fyrir góðar upplýsingar og yfirferð.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Eggert Már Sigtryggsson - mæting: 10:00

6.Skýrsla fulltrúa sveitarstjóra á Seyðisfirði

Málsnúmer 202301014Vakta málsnúmer

Íbúafundur - Aðalskipulagið: 9.apríl nk. verður haldinn íbúafundur vegna kynningar á vinnslutillögu nýs aðalskipulags Múlaþings 2025-2045. Fundurinn fer fram í Herðubreið kl.17:00 - 19:00. Fundarstjóri verður Sigríður Kristjánsdóttir skipulagsfulltrúi Múlaþings.

Stefnt er að íbúafundi heimastjórnar í byrjun júní.

Hafnarmál: Ýmislegt hefur verið að gerast hjá þeim á höfninni. Má þar helst nefna, að búið er að brytja niður bátinn Ramónu sem legið hefur innan við smábátahöfnina og einnig búið að rífa niður bryggjuna við Flísahúsið á Strandarvegi. Upplýsingaskilti verður sett fljótlega upp við ferjuhúsið og verið er að klára skilti fyrir umferðarstýringu á Bjólfsgötunni sem gildir yfir sumartímann.

Tjaldsvæðið: Framlengdur hefur verið samningur til eins árs við Landamerki ehf. um rekstur tjaldsvæðisins hér á Seyðisfirði. Landamerki hafa séð um reksturinn síðustu fjögur árin með ágætum.

SnoCross: Fyrirhugað er Íslandsmeistaramót í SnoCrossi á Fjarðarheiðinni 11. og 12. apríl nk. Keppt er í barnaflokki, kvennaflokki og svo flokkum fyrir lengra komna. Hvetjum alla áhugasama til að mæta.

Umhverfismatsskýrslan: Haldinn var kynningarfundur um umhverfismat fyrir ofanflóðavarnir undir Botnum í gær. Kynningin fór fram í Herðubreið kl. 20:00 og var mjög góð mæting. Erla Björg Aðalsteinsdóttir frá VSÓ kynnti niðurstöður umhverfismatsins og Kristín Martha Hákonardóttir fór yfir stöðu verkefnisins fyrir hönd Ofanflóðasjóðs. Umsagnir þurfa að berast fyrir 24.apríl inn á skipulagsgatt.is


Fundi slitið - kl. 11:20.

Getum við bætt efni þessarar síðu?
Valmynd