Fara í efni

Heimastjórn Seyðisfjarðar

40. fundur 09. nóvember 2023 kl. 14:00 - 16:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jón Halldór Guðmundsson aðalmaður
  • Margrét Guðjónsdóttir aðalmaður
  • Jónína Brynjólfsdóttir varaformaður
Starfsmenn
  • Dagný Erla Ómarsdóttir fulltrúi sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Dagný Erla Ómarsdóttir fulltrúi sveitarstjóra

1.Fjárhagsáætlun Múlaþings 2024 - 2027

Málsnúmer 202306001Vakta málsnúmer

Á fundinn undir þessum lið mætti Guðlaugur Sæbjörnsson, fjármálastjóri, sem fór yfir fjárhagsáætlun Múlaþings 2024 til 2027.

Heimastjórn þakkar Guðlaugi fyrir greinargóða kynningu og veitir jákvæða umsögn út frá þeim forsendum sem fyrir eru.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Guðlaugur Sæbjörnsson - mæting: 14:00

2.Deiliskipulagsbreyting, Seyðisfjörður, Keilur undir Bjólfi

Málsnúmer 202304037Vakta málsnúmer

Heimastjórn Seyðisfjarðar samþykkir fyrirliggjandi skipulagstillögu fyrir breytingu á deiliskipulagi snjóflóðavarnargarða undir Bjólfshlíðum vegna varnarkeila norðan Öldugarðs í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Bókun heimastjórnar af 39. fundi vegna liðar um fyrirhugaða lokun bolfiskvinnslu

Málsnúmer 202311038Vakta málsnúmer

Tillaga lögð fram af Jóni Halldóri Guðmundssyni:
Heimastjórn Seyðisfjarðar leggur til við Sveitarstjórn Múlaþings að það fari fram á við viðeigandi aðila að strandsvæðisskipulag Austurlands verði fellt úr gildi og gert að nýju.
Á núgildandi strandsvæðisskipulagi, sem staðfest var, er gert ráð fyrir umsvifamiklu fiskeldi í Seyðisfirði, þrátt fyrir margar athugasemdir, sem sumar hverjar benda á svo alvarlega ágalla á skipulaginu hvað fiskeldi í Seyðisfirði varðar, að skipulagið hefði aldrei átt að vera staðfest óbreytt.
Fyrir liggur að mikill meirihluti íbúa Seyðisfjarðar er mótfallinn fiskeldi í firðinum, samkvæmt skoðanakönnun sem Múlaþing lét gera. Einnig liggur fyrir að eftirlit með fiskeldi á landsvísu tryggir ekki að farið sé að reglum og skilmálum fiskeldis, varðandi svokallaðar slysasleppingar og velferð dýra.
Að öllu þessu athuguðu vill Múlaþing að fiskeldi í Seyðisfirði í Strandsvæðiskipulagi Austurlands verði fellt úr skipulaginu við endurskoðun þess.

Tillaga felld með tveimur atkvæðum (JB, MG), einn samþykkti (JHG).

Jón Halldór Guðmundsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Á 39. fundi heimastjórnar Seyðisfjarðar var samþykkt beiðni til sveitarstjórnar um að fela sveitarstjóra að afgreiðsla rekstrarleyfisumsóknar vegna fyrirhugaðs laxeldis í Seyðisfirði verði sett í forgang. Í ályktuninni var bent á að með þessu væri heimastjórn ekki að taka afstöðu til fiskeldis.
Undirritaður lýsir yfir því að hann telur að þessi bókun heimastjórnar hafi verið óheppileg og óviðeigandi.
Fyrir liggur að umsókn um laxeldi í Seyðisfirði er í lögbundnu ferli og því afar varhugavert að beita sér fyrir auknum málshraða eða öðru sem leitt gæti til þess að málið verð afgreitt án þess að gætt sé vel að umhverfismálum og reglum um laxeldi í sjó.


4.Íbúafundur heimastjórnar Seyðisfjarðar

Málsnúmer 202209057Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá samantekt um áhersluatriði sem fram komu á íbúafundi sem haldinn var í Herðubreið 6. nóvember sl.
Starfsmaður mun vinna að þeim málum sem fram komu á fundinum og koma þeim í réttan farveg. Áhersluatriðin verða síðar til umræðu heimastjórn undir liðnum Skýrsla fulltrúa sveitarstjóra.

Heimastjórn þakkar öllum þeim sem mættu á fundinn.

5.Skýrsla fulltrúa sveitarstjóra á Seyðisfirði

Málsnúmer 202301014Vakta málsnúmer

Íbúafundur 6. nóvember: Vel var mætt á íbúafund heimastjórnar og farið yfir helstu málefni sem brenna á íbúum. Bergvin Sveinsson fór yfir vinnu starfshóps grunnskólans, hvað búið er að gera og hvað er framundan. Heimastjórn ásamt starfsmanni munu fara yfir punktana sem teknir voru á fundinum og koma þeim í réttan farveg.

Barnvænt sveitarfélag í Hörpu 2. nóvember. Verkefnastjóri Barnvænna sveitarfélaga sótti vinnustofu UNICEF í Björtuloftum í Hörpu sem var mjög gagnleg, það var gott að hitta annað umsjónarfólk, bera saman bækur og fá hvatningu við áframhald verkefnisins. Vinnustofan innihélt erindi og hópavinnu.
-Sama dag fjölmenntu bæjar- og sveitarstjórar sem vinna að innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, með þátttöku í Barnvæn sveitarfélög á ráðstefnu UNICEF og mennta- og barnamálaráðuneytisins um verkefnið. Viðburðurinn var vel heppnaður en markmið hans var m.a. að fagna þeim ávinningi sem náðst hefur um allt land, þétta raðir stjórnenda sveitarfélaganna sem taka þátt og ræða mikilvægt hlutverk Barnvænna sveitarfélaga í innleiðingu nýrra laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna. Meira hægt að lesa um fundinn hér: Stjórnendur 18 sveitarfélaga komu saman til að fagna árangri Barnvænna sveitarfélaga (unicef.is)
- Um kvöldið var komið að ungmennum en þrír fulltrúar frá ungmennaráði Múlaþings sóttu ráðstefnu UNICEF um umhverfis- og loftslagsmál. Þar fengu þau fyrirlestur og síðan tók við hópavinna.

Lýsingar í íþróttahúsinu. Búið að laga ljósastaura fyrir utan húsið. Lýsingin inni í íþróttasal í vinnslu.

Herðubreið. Innanhússframkvæmdir vegna brunavarna eru hafnar og verður þeim haldið áfram í minni verkhlutum þar sem verkið var of stórt fyrir verktakann.
Klæðning utanhúss hefur verið boðið út í tvígang, ekkert tilboð barst í fyrra skiptið en tvö tilboð bárust í vor sem ekki var hægt að semja um. Beðið er eftir tillögum að klæðningu. Stefnan er að koma þessu í útboð fljótlega eftir áramót og vonandi framkvæmdir næsta sumar.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?