Fara í efni

Heimastjórn Seyðisfjarðar

50. fundur 07. nóvember 2024 kl. 08:30 - 10:40 á skrifstofu sveitarfélagsins, Seyðisfirði
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
  • Jón Halldór Guðmundsson aðalmaður
  • Margrét Guðjónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi sveitarstjóra

1.Fjárhagsáætlun Múlaþings 2025 - 2028

Málsnúmer 202404017Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að fjárhagsáætlun Múlaþings 2025 til 2028, en samkvæmt 48. grein samþykkta um stjórn Múlaþings skal fjárhagsáætlun koma til umsagnar heimastjórnar áður en hún er tekin til umræðu í sveitarstjórn. Undir þessum lið situr Guðalaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn þakkar Guðlaugi fyrir greinagóða kynningu og gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi fjárhagsáætlun.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Guðlaugur Sæbjörnsson - mæting: 08:30

2.Deiliskipulag, Seyðisfjörður, Hafnarsvæði

Málsnúmer 202106146Vakta málsnúmer

Í upphafi máls vakti formaður (JB) máls á mögulegu vanhæfi sínu undir málsliðnum. JB gerði grein fyrir vanhæfi sínu, opnuð var mælendaskrá og var tillagan tekin til afgreiðslu. Vanhæfistillagan var samþykkt samhljóða. Vék JB af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

Fyrir fundinum liggur bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs dags. 28.10.2024 er varðar tillögu til auglýsingar vegna breytinga á deiliskipulagi Hafnarsvæðis, Fjarðarhafnar, Pálshúsreits og Öldunnar á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn Seyðisfjarðar samþykkir fyrirliggjandi skipulagstillögu og felur skipulagsfulltrúa að láta auglýsa hana í samræmi við 41. gr. skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða.

3.Umhverfisviðurkenningar

Málsnúmer 202409036Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri umhverfismála Stefán Aspar Stefánsson situr fundinn undir þessum lið. Fyrir liggur minnisblað ásamt drögum að reglum um veitingu umhverfisviðurkenninga.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn þakkar Stefáni A. Stefánsyni kærlega fyrir góða yfirferð á drögum að reglum og veitingu umhverfisviðurkenninga í Múlaþingi. Heimastjórn leggur til að viðurkenningar verði veittar á íbúafundum á haustin eða á Haustroða. Heimastjórn lýsir yfir ánægju með verkefnið.

Samþykkt samhljóða.

4.Bókasafnið á Seyðisfirði, tillögur starfshóps að nýrri staðsetningu

Málsnúmer 202410032Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun Byggðaráðs Múlaþings dags 08.10.2024 þar sem tillögum að nýrri staðsetningu bókasafns á Seyðisfirði er vísað til umsagnar í heimastjórn Seyðisfjarðar. Frumhönnun á nýjum grunnskóla á Seyðisfirði gerir ekki ráð fyrir almenningsbókasafni, aðeins skólabókasafni samkvæmt tillögum fjölskylduráðs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Af þeim kostum er lagðir eru fram í minnisblaðinu leggur Heimastjórn Seyðisfjarðar til að könnuð verði nánar sviðsmynd 3 þar sem bókasafn yrði flutt aftur á efri hæð Herðubreiðar. Kanna þarf hvort hægt verði að tryggja fullnægjandi aðgengi auk þess sem fyrir þarf að liggja að núverandi leigutaki geti séð af rýminu. Gera þarf einnig nákvæmara kostnaðarmat fyrir slíkri framkvæmd.

Samþykkt samhljóða.

5.Skýrsla fulltrúa sveitarstjóra á Seyðisfirði

Málsnúmer 202301014Vakta málsnúmer

Fulltrúi sveitarstjóra fór yfir ýmis verkefni og stöðu mála.

Höfnin: Ráðist hefur verið í hin ýmsu verkefni á vegum hafnarinnar í sumar og margt spennandi framundan. Má þar nefna m.a. að búið er að malbika um 1000m2 á vegum hafnarinnar- Verið er að klára að steypa stéttina við ferjuhúsið - Tollrými í ferjuhúsinu tekið vel í gegn í vor - Grjótvörnum við Bræðsluna og Vestalseyri lokið - Búið er að taka Angróskemmuna í gegn og er verið að klára hellulögn þar fyrir utan. Það sem er á dagskrá á næstunni er m.a. að tengja saman Angró-bryggjuna og Bæjarbryggjuna og vonað er að það styttist í að byrjað verði á hönnun vegna lengingar Strandarbakka. Enn er verið að vinna í landtengingu fyrir Norrænu.

Sala á húsum: Hafnargata 42B og Hafnargata 44B voru auglýstar til sölu og flutnings í lok ágúst. Tvö tilboð bárust í Hafnargötu 42B og var hæsta tilboði tekið, en ekkert tilboð barst í Hafnargötu 44B.

Menningarstyrkir: Nýlega fór fram seinni úthlutun á menningastyrkjum Múlaþings 2024. Til úthlutunar voru tæpar 2.milljónir og námu hæstu styrkirnir 250.000kr. Menningarstyrkir sem tengdust Seyðisfirði og fengu úthlutun voru:
Arndís Ýr Hansdóttir - Flat Earth Film Festival 2024 150.000 kr
Monika Frycova - Listahátíð í Reykjavík á Seyðisfirði/KIOSK 108 200.000kr
Skaftfell - Celebrating Geirahús 200.000kr.
Skaftfell - Prentsmiðja 200.000kr.
Skjaldborg - hátíð íslenskra heimildamynda -Skjaldbakan á Seyðisfirði 200.000kr.

Fundi slitið - kl. 10:40.

Getum við bætt efni þessarar síðu?