Fara í efni

Heimastjórn Seyðisfjarðar

37. fundur 09. ágúst 2023 kl. 13:00 - 14:07 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Margrét Guðjónsdóttir aðalmaður
  • Jónína Brynjólfsdóttir varaformaður
  • Lasse Hoegenhof Christensen varamaður
Starfsmenn
  • Dagný Erla Ómarsdóttir fulltrúi sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Dagný Erla Ómarsdóttir fulltrúi sveitarstjóra
Í upphafi fundar bar varaformaður upp tillögu að bæta við lið 5, Salernismál í kringum Kjörbúðina á Seyðisfirði, og var það samþykkt samhljóða.

1.Ágangur búfjár á heimalöndum

Málsnúmer 202307027Vakta málsnúmer

Fyrir liggja tillögur að verklagsreglum varðandi ágang búfjár á heimalöndum auk erindis frá Bændasamtökum Íslands varðandi lausagöngu/ágang búfjár sem vísað var til heimastjórnar til umsagnar og upplýsingar af byggðaráði 11. júlí sl.

Heimastjórn Seyðisfjarðar gerir ekki athugasemdir við framlagðar tillögur að verklagsreglum varðandi ágang búfjár á heimalöndum. Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Gangnaboð og gangnaseðlar 2023

Málsnúmer 202307108Vakta málsnúmer

Fyrir liggur gangnaseðill fyrir Seyðisfjörð.

Heimastjórn Seyðisfjarðar samþykkir fyrirliggjandi gangnaseðil.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Ársfundur náttúruverndarnefnda 2023

Málsnúmer 202307020Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 5.7. 2023, frá Umhverfisstofnun, þar sem tilkynnt er um ársfund náttúruverndarnefnda sveitarfélaga, Umhverfisstofnunar og forstöðumanna náttúrustofa, sem haldinn verður á Ísafirði 12. október 2023.

Lagt fram til kynningar.

4.Skýrsla fulltrúa sveitarstjóra á Seyðisfirði

Málsnúmer 202301014Vakta málsnúmer

Ofanflóðasjóður hefur staðfest viðbótarfjármagn til verksins þannig að það er orðið tryggt að verkið getur haldið áfram.

Skemmtiferðaskip
-Frá 3. apríl til 8. ágúst hafa komið 69.299 farþegar ásamt 32.117 áhafnarmeðlimum
-Vegagerðin brást við athugasemdum okkar og settu upp hraðamerkingar og gönguskilti upp að Gufufossi (og niður að honum).
-Heimastjórn veltir fyrir sér hvort sveitarfélagið þurfi að setja sér stefnu um móttöku skemmtiferðaskipa. Skoða þyrfti m.a. hver þolmörk eru í móttöku skemmtiferðaskipafarþega.

Lunga
-Nýir stjórnendur í ár, hátíðin gekk vel og var minni en vanalega og m.a. áhersla lögð á öryggi gesta á tónleikunum.
-Stefnt á stöðufund eftir sumarfrí

Regnbogagatan verður máluð fyrir Hýra halarófu sem haldin verður laugardaginn 12. ágúst nk. Vakin hefur verið athygli á því að gatan er illa farin í kring og mun framkvæmda- og umhverfismálastjóri mun skoða málið.

Útihreystitækin eru í pöntun og koma í lok ágúst. Unnið er að því að finna hentuga staðsetningu.

5.Salernismál í kringum Kjörbúðina á Seyðisfirði

Málsnúmer 202308026Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tölvupóstur dagsettur 2.8.2023 frá Sigrúnu Ólafsdóttur varðandi salernismál í kringum Kjörbúðina á Seyðisfirði.

Heimastjórn þakkar erindið og bendir á að rekin eru almenningssalerni í Hafnarhúsinu sem og samningur er um salernisaðstöðu í Herðubreið. Heimastjórn felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að kanna hvort merkingar að næsta salerni séu með fullnægjandi hætti. Heimastjórn hvetur Samkaup til að skoða hvort ekki þurfi að setja upp salernisaðstöðu fyrir viðskiptavini.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 14:07.

Getum við bætt efni þessarar síðu?