Fara í efni

Fjárhagsáætlun umhverfis- og framkvæmdasviðs 2023

Málsnúmer 202208143

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 26. fundur - 01.09.2022

Fyrir liggur tölvupóstur dagsettur 29.8. 2022, frá Hugrúnu Hjálmarsdóttur framkvæmda- og umhverfismálastjóra, þar sem kallað er eftir áherslum heimastjórna varðandi nýframkvæmdir og viðhald á þeirra svæði, sem verði síðan hafðar til hliðsjónar við fjárhagsáætlunarvinnuna framundan.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs óskar eftir að fá frá umhverfis- og framkvæmdasviði yfirlit yfir framkvæmdaáætlun fjárhagsáætlunar 2022-2025 og stöðu framvindu verkefna á Fljótsdalshéraði.

Málið áfram í vinnslu.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 27. fundur - 12.09.2022

Bryndís Snjólfsdóttir starfsmaður áhaldahúss kom á fund heimastjórnar og kynnti áherslur áhaldahúss vegna mögulegra viðhalds - framkvæmdaverkefna við undirbúning fjárhagsáætlunargerðar. Heimastjórn þakkar henni fyrir komuna.

Heimastjórn ræddi einnig eigin tillögur að áherslum hennar til fjárhagsáætlunargerðar 2023 og verkefni frá fyrri áætlunum sem ekki er lokið. Starfsmanni og formanni heimastjórnar falið að útbúa minnisblað í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Gestir

  • Bryndís Snjólfsdóttir starfsmaður Áhaldahús - mæting: 09:45

Heimastjórn Djúpavogs - 29. fundur - 12.09.2022

Guðlaugur Sæbjörnsson fór yfir fjárhagsramma Múlaþings fyrir árið 2023 í gegnum fjarfundabúnað.
Heimastjórn mun fara yfir áherslur er varða viðhald og framkvæmdir á næsta ári og koma þeim áherslum áfram.

Gestir

  • Guðlaugur Sæbjörnsson

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 64. fundur - 26.09.2022

Fjármálastjóri fór yfir stöðu vinnu fjárhagsáætlunar Múlaþings 2023 og framkvæmda- og umhverfismálastjóri kynnti drög að fjárfestingaráætlun 2023.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Guðlaugur Sæbjörnsson - mæting: 08:30

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 65. fundur - 03.10.2022

Hafnastjóri kynnti fjárhagsáætlun hafna 2023. Staðgengill hafnastjóra sitjur jafnframt undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsáætlun hafna Múlaþings og vísar henni til byggðaráðs við gerð fjárhagsáætlunar 2023.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Björn Ingimarsson
  • Gauti Jóhannesson

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 27. fundur - 06.10.2022

Fyrir liggur tölvupóstur dagsettur 29.8. 2022, frá Hugrúnu Hjálmarsdóttur framkvæmda- og umhverfismálastjóra, þar sem kallað er eftir áherslum heimastjórna varðandi nýframkvæmdir og viðhald á þeirra svæði, sem verði síðan hafðar til hliðsjónar við fjárhagsáætlunarvinnuna framundan.
Málið var áður á dagskrá heimastjórnar 1.9. 2022.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs felur starfsmanni að ljúka frágangi tillagna vegna fjárhagsáætlanagerðar fyrir árin 2023 til 2026 og koma þeim til framkvæmda- og umhverfismálastjóra.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 66. fundur - 17.10.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja drög að 10 ára fjárfestingaráætlun Múlaþings. Áætlunin tekur eingöngu á framkvæmdum sem kosta meira en 100 milljónir í heild.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að vísa fyrirliggjandi 10 ára fjárfestingaráætlun umhverfis- og framkvæmdasviðs til umfjöllunar í byggðaráði, fjölskylduráði sem og heimastjórnum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 67. fundur - 24.10.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja tillögur að fjárhagsáætlunum ársins 2023, annars vegar fyrir umhverfis- og framkvæmdarsvið og hins vegar fyrir slökkvilið Múlaþings. Jafnframt er lögð fram tillaga að fjárfestingaráætlun 2023-2032.
Fjármálastjóri Múlaþings situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi fjárhagsáætlanir fyrir umhverfis- og framkvæmdasvið og slökkvilið Múlaþings og vísar þeim til byggðaráðs til staðfestingar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir tíu ára fjárfestingaráætlun Múlaþings, með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum. Ráðið beinir því jafnframt til byggðaráðs að leita leiða, meðal annars með samtali við ríkisvaldið, til þess að færa framkvæmdir við Safnahúsið á Egilsstöðum aftar í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins svo flýta megi framkvæmdum við grunnskólann á Seyðisfirði og björgunarmiðstöð á Djúpavogi.

Umhverfis- og framkvæmdaráð beinir því til Slökkviliðsstjóra Múlaþings að taka upp samninga við samstarfssveitarfélög sín vegna kostnaðarþátttöku í brunavörnum Múlaþings.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Guðlaugur Sæbjörnsson - mæting: 08:30

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 27. fundur - 27.10.2022

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri Múlaþings mætir inná fundinn og fer yfir fjárfestinga- og fjárhagsáætlun fyrir 2023 -2032.

Heimastjórn áréttar að þörf fyrir nýtt skólahúsnæði á Seyðisfirði er afar aðkallandi því núverandi skólabygging er frá árinu 1907 og samræmist engan veginn nútíma kröfum um skólahúsnæði. Samkvæmt fyrirliggjandi fjárfestingaáætlun er ekki gert ráð fyrir að framkvæmdir við nýtt skólahúsnæði á Seyðisfirði hefjist fyrr en 2025 og er það álit heimastjórnar að það sé með öllu óviðunandi.

Heimastjórn leggur til við byggðaráð að endurskoða fjárfestingaáætlunina með tilliti til þess að farið verði í framkvæmdir strax í kjölfar fullnaðarhönnunar þannig að framkvæmdir geti hafist árið 2024.

Heimastjórn vill einnig minna á að uppsöfnuð viðhaldsþörf mannvirkja og gatnamála á Seyðisfirði lá ljós fyrir við sameiningu og ítrekar að framkvæmdir á skipulags- og eignasviði megi ekki líða fyrir þau umfangsmiklu verkefni sem hafa orðið til vegna ofanflóðamála.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Guðlaugur Sæbjörnsson, fjármálastjóri - mæting: 15:30

Fjölskylduráð Múlaþings - 55. fundur - 01.11.2022

Fyrir liggur erindi frá Umhverfis- og framkvæmdaráði en ráðið samþykkti að vísa fyrirliggjandi 10 ára fjárfestingaráætlun umhverfis- og framkvæmdasviðs til umfjöllunar í byggðaráði, fjölskylduráði sem og heimastjórnum.

Fjölskylduráð frestar málinu en ráðið vill afla betri upplýsinga um stöðu á stofnunum m.a. með því að heimasækja þær allar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Djúpavogs - 31. fundur - 03.11.2022

Heimastjórn þakkar fjármálastjóra fyrir greinargóða yfirferð en leggur áherslu á að framkvæmdir við björgunarmiðstöð hefjist fyrr en áætlanir gera ráð fyrir og treystir því að það verði leiðrétt fyrir lokaafgreiðslu fjárhagsáætlunar.

Gestir

  • Guðlaugur Sæbjörnsson - mæting: 10:30

Heimastjórn Borgarfjarðar - 29. fundur - 03.11.2022

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri Múlaþings fór yfir drög á fjárhagsáætlun Múlaþings.

Heimastjórn þakkar fjármálastjóra fyrir greinargóða yfirferð. Heimastjórn gerir að svo stöddu ekki athugasemdir við framkomnar tillögur.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu

Gestir

  • Guðlaugur Sæbjörnsson - mæting: 13:30

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 28. fundur - 08.11.2022

Fyrir liggja gögn er varða gerð fjárhagsáætlunar 2023.
Á fundinn undir þessum lið mætti Guðlaugur Sæbjörnsson, fjármálastjóri, sem fór yfir fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir næsta ár.

Lagt fram til kynningar.

Ungmennaráð Múlaþings - 18. fundur - 21.11.2022

Ungmennaráð bendir á að Seyðisfjarðarskóli þarfnast, og hefur lengi þarfnast, nýs húsnæðis þar sem núverandi skólabygging er frá árinu 1907 og samræmist á engan hátt þeim kröfum sem bæði starfsfólk og nemendur gera varðandi skólahúsnæði.

Ungmennaráð óskar eftir því að fjárfestingaáætlun, þar sem ekki er gert ráð fyrir upphafi framkvæmda fyrr en 2025, verði endurskoðuð með tilliti til þess að framkvæmdir við Seyðisfjarðarskóla geti hafist í síðasta lagi árið 2024.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 71. fundur - 05.12.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að nýju tillaga að tíu ára fjárfestingaráætlun Múlaþings ásamt umsögnum heimastjórna, ungmennaráðs og fjölskylduráðs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir 10 ára fjárfestingaráætlun fyrir Múlaþing og vísar henni til sveitarstjórnar. Mikilvægt er að áætlunin sé uppfærð árlega í aðdraganda fjárhagsáætlunargerðar. Bent er á að fjölskylduráð er að vinna drög að forgagnsröðun verkefna sem koma í framhaldi af byggingu nýs Seyðisfjarðarskóla. Þeirri forgangsröðun er því vísað til endurskoðunar á áætluninni á næsta ári.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fjölskylduráð Múlaþings - 58. fundur - 06.12.2022

Fjölskylduráð leggur áherslu á að byrjað verði sem fyrst á nýbyggingu fyrir Seyðisfjarðarskóla. Varðandi forgangsröðun á öðrum nýbyggingum þarf ráðið að afla frekari gagna og er sviðsstjórum fjölskyldusviðs falið að afla þeirra.

Málið verður aftur tekið upp á vormánuðum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 30. fundur - 14.12.2022

Fyrir liggur 10 ára fjárfestingaáætlun fyrir Múlaþing sem samþykkt var í Umhverfis- og framkvæmdaráði 5. desember 2022 og vísað til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Til máls tóku: Jónína Brynjólfsdóttir, Hildur Þórisdóttir, Þröstur Jónsson, Ívar Karl Hafliðason, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Jónína Brynjólfsdóttir, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Þröstur Jónsson sem bar upp fyrirspurn og Jónína Brynjólfsdóttir sem svaraði fyrirspurn Þrastar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi 10 ára fjárfestingaráætlun og tekur undir með umhverfis- og framkvæmdaráði að mikilvægt sé að áætlunin sé uppfærð árlega í tengslum við fjárhagsáætlunargerð.

Samþykkt með 10 atkvæðum, einn sat hjá (ÞJ) og gerði grein fyrir atkvæði sínu.

Fjölskylduráð Múlaþings - 70. fundur - 02.05.2023

Fyrir liggur samantekt á nýbyggingarþörf í fræðslumálum. Eftirfarandi skólastjórar fylgdu málum eftir fyrir sína stofnun.
Anna Birna Einarsdóttir, skólastjóri Fellaskóla.
Sóley Þrastardóttir, tónlistaskólastjóri Tónlistaskólans á Egilsstöðum.
Þorbjörg Sandholt, skólastjóri Djúpavogsskóla.
Þá liggur fyrir að skv. húsnæðisáætlun 2023 sé þörf á nýjum leikskóla á Egilsstöðum.

Málið áfram í vinnslu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 86. fundur - 05.06.2023

Fjármálastjóri fór yfir rammaáætlun fjárhagsáætlunar umhverfis- og framkvæmdasviðs.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Guðlaugur Sæbjörnsson - mæting: 08:30

Fjölskylduráð Múlaþings - 76. fundur - 26.06.2023

Undir þessum lið mætti Hugrún Hjálmarsdóttir, framkvæmda- og umhverfismálastjóri. Er Hugrúnu þakkað fyrir greinargóð svör.

Fjölskylduráð er að mestu sammála þeirri forgangsröðun sem er í 10 ára fjárfestingaáætlun sveitarfélagsins og leggur til eftirfarandi forgangsröðun:

1. Fellavöllur endurnýjun á gervigrasi með úðunarkerfi
2. Seyðisfjarðarskóli, framtíðarhúsnæði
3. Borgarfjörður, líkamsræktaraðstaða
4. Nýr leikskóli á Egilsstöðum
5. Íþróttamiðstöð á Egilsstöðum - nýir sundklefar
6. Djúpavogsskóli, stækkun
7. Fellaskóli, stækkun
8. Húsnæði Tónlistarskólans á Egilsstöðum
9. Uppbygging knatthúss Egilsstöðum


Fjölskylduráð vill að skoðuð verði framtíðarlausn vegna félagsmiðstöðva á Djúpavogi og Seyðisfirði og skoðað hvort hún gæti tengst nýbyggingum grunnskólanna eða leitað verði að öðru hentugra húsnæði.

Varðandi uppbyggingu á Vilhjálmsvelli þarf að skoða betur þörfina fyrir stækkun á vallarhúsnæði með tilliti til fyrirhugaðs nýs íþróttasvæðis. Nauðsynlegt er hins vegar að bæta úr salernisaðstöðu á Vilhjálmsvelli sem fyrst.

Eins telur fjölskylduráð mikilvægt að mótuð verði stefna varðandi framtíðarlausn sundaðstöðu á Seyðisfirði.

Samantekt á forgangsröðun fjölskylduráðs verður send til umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 97. fundur - 16.10.2023

Fjölskylduráð Múlaþings hefur samþykkt að brugðist verði við þörf fyrir auknum fjölda leikskólaplássa með því að flytja færanlega kennslustofu sem staðsett er við Hádegishöfða í Fellabæ á lóð leikskólans við Skógarland.
Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að gera ráð fyrir framkvæmdinni í fjárhagsáætlun ársins 2023.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að skoða áætlaðan kostnað og færa hann inn í fjárfestingaráætlun ársins í ár með því að færa á milli liða.
Málið verður tekið fyrir að nýju á næsta fundi ráðsins.

Umhverfis- og framkvæmdaráð felur einnig skipulagsfulltrúa að láta vinna breytingu á gildandi deiliskipulagi leikskólalóðar við Skógarland í samræmi við fyrirhuguð áform fjölskylduráðs.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?