Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

64. fundur 26. september 2022 kl. 08:30 - 10:40 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
  • Ólafur Áki Ragnarsson varaformaður
  • Eiður Gísli Guðmundsson aðalmaður
  • Björgvin Stefán Pétursson varamaður
  • Þórunn Hrund Óladóttir varamaður
  • Hulda Sigurdís Þráinsdóttir varamaður
  • Hannes Karl Hilmarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • Sóley Valdimarsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir ritari á umhverfis- og framkvæmdarsviði

1.Fjárhagsáætlun umhverfis- og framkvæmdasviðs 2023

Málsnúmer 202208143Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri fór yfir stöðu vinnu fjárhagsáætlunar Múlaþings 2023 og framkvæmda- og umhverfismálastjóri kynnti drög að fjárfestingaráætlun 2023.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Guðlaugur Sæbjörnsson - mæting: 08:30

2.Skýrsla framkvæmda- og umhverfismálastjóra

Málsnúmer 202203147Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri kynnti stöðu verkefna á sviðinu.

Lagt fram til kynningar.

3.Verndarsvæði í byggð í Múlaþingi

Málsnúmer 202205053Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Múlaþings fól umhverfis- og framkvæmdaráði á fundi sínum 29. júní síðast liðinn að taka til endurskoðunar skilmála gildandi verndarsvæðis á Djúpavogi og framhald verkefna varðandi verndarsvæði á Egilsstöðum og á Seyðisfirði.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að skipuleggja íbúafundi á Djúpavogi, Seyðisfirði og Egilsstöðum í samráði við heimastjórnir á hverjum stað þar sem farið verður yfir stöðu verkefnanna. Byrjað verður á Djúpavogi en þar hefur verndarsvæði verið í gildi frá árinu 2017.
Drög að tillögu verndarsvæðis í byggð á Seyðisfirði liggur fyrir og verður hún kynnt þegar endurskoðun verndarskilmála á Djúpavogi er lokið.
Tillaga vegna verndarsvæðis í byggð á Egilsstöðum var auglýst í upphafi árs 2022 og mun umhverfis- og framkvæmdaráð leggja fram tillögu til sveitarstjórnar um framhald verkefnisins í kjölfar íbúafundarins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Sigurður Jónsson - mæting: 10:15

4.Miðás 15 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202011171Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að nýju umsókn um byggingaráform fyrir dúkskemmu á lóð númer 15 við Miðás á Egilsstöðum. Ráðið samþykkti á fundi sínum 22. ágúst að áformin yrðu grenndarkynnt í samræmi við 4. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt var fyrir fasteignaeigendum að Miðási 11, 13, 17-21 og 23 með athugasemda fresti til 22. september. Engin athugasemd barst við áformin.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð staðfestir að grenndarkynningu byggingaráforma við Miðás 15 á Egilsstöðum sé lokið án athugasemda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Fylgiskjöl:

Gestir

  • Sigurður Jónsson - mæting: 10:25

5.Starfshópur umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins um nýtingu vindorku

Málsnúmer 202208105Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu sem sent er fyrir hönd nýskipaðs starfshóps um nýtingu vindorku. Starfshópurinn starfar í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar þar sem meðal annars kemur fram að setja skuli sérstök lög um nýtingu vindorku með það að markmiði að einfalda uppbyggingu vindorkuvera til framleiðslu á grænni orku. Starfshópurinn hefur tekið til starfa og stendur sveitarfélögum til boða að senda inn sjónarmið sín um efni verkefnisins og einstök atriði sem fram koma í fyrirliggjandi erindi, á fyrstu stigum vinnunnar. Ábendingum skal skilað fyrir 30. september 2022.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Formanni ráðsins falið að koma athugasemdum á framfæri í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Austurlands 2022

Málsnúmer 202202043Vakta málsnúmer

Fundargerð 169. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands lögð fram til kynningar.

Lagt fram til kynningar.

7.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Múlaþings - 20

Málsnúmer 2209016FVakta málsnúmer

Fundargerð frá 20. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:40.

Getum við bætt efni þessarar síðu?