Fara í efni

Fjölskylduráð Múlaþings

58. fundur 06. desember 2022 kl. 12:30 - 16:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Sigurður Gunnarsson formaður
  • Björg Eyþórsdóttir varaformaður
  • Guðmundur Björnsson Hafþórsson aðalmaður
  • Sunna Dögg Markvad Guðjónsd. varamaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir varamaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Jóhann Hjalti Þorsteinsson aðalmaður
  • Þórlaug Alda Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir fræðslustjóri
  • Þórunn Bylgja Borgþórsdóttir íþrótta- og æskulýðsstjóri
  • Stefanía Malen Stefánsdóttir starfsmaður fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði: Bylgja Borgþórsdóttir íþrótta- og æskulýðsstjóri
Áheyrnarfulltrúar grunnskóla Þorbjörg Sandholt sat 3.-6. lið, Arna Magnúsdóttir og Valdís Dögg Rögnvaldsdóttir sátu 3. - 8. lið.
Áheyrnarfulltrúar leikskóla Bryndís Björt Hilmarsdóttir og Ragnhildur Kristjánsdóttir sátu 7. - 9. lið.

Kristín Magnúsdóttir, skólastjóri Egilsstaðaskóla sat 3. lið. Þórunn Hrund Óladóttir, skólastjóri Seyðisfjarðarskóla sat 5. og 6. lið.
Eftirfarandi leikskólastjórnendur sátu 9. lið, Guðrún S. Sigurðardóttir leikskólastjóri Bjarkatúni, Jóna Björg Sveinsdóttir leikskólakennari Borgarfirði eystri, Sigríður Herdís Pálsdóttir leikskólastjóri Tjarnarskógi og Sigrún Yrja Klörudóttir, deildarstjóri Brúarásskóla.

1.Allir með! - þróunarverkefni Íþróttafélagsins Hattar

Málsnúmer 202106104Vakta málsnúmer

Undir þessum lið mætti Óttar Steinn Magnússon fyrir hönd aðalstjórnar Hattar og kynnti framgang verkefnisins Allir með!

Fjölskylduráð þakkar Óttari fyrir.

Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

2.Tómstundaframlag Múlaþings 2023

Málsnúmer 202209100Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi reglur um tómstundaframlag Múlaþings fyrir árið 2023.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Beiðni um viðbótarframlag

Málsnúmer 202211270Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Kristínu Magnúsdóttur, skólastjóra Egilsstaðaskóla, dagsett 28. nóvember 2022.
Erindið varðar aukna stuðningsþörf við nemendur skólans og er óskað eftir viðbótarfjármagni til að mæta henni.

Fjölskylduráð samþykkir að veita viðbótarframlagi til Egilsstaðaskóla fyrir einu stöðugildi út skólaárið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Skólaakstur

Málsnúmer 202205073Vakta málsnúmer

Fyrir liggur skýrsla um skólaakstur í Múlaþingi skólaárið 2022-2023. Stefanía Malen Stefánsdóttir fylgdi skýrslunni eftir.

Skýrslan lögð fram til kynningar.

5.Fundargerðir skólaráðs Seyðisfjarðarskóla

Málsnúmer 202010631Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð skólaráðs Seyðisfjarðarskóla frá 3. nóvember 2022.
Þórunn Hrund Óladóttir, skólastjóri Seyðisfjarðarskóla, fylgdi fundargerðinni eftir og dró fram ákveðna þætti.

Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

6.Starfshópur um undirbúning nýs Seyðisfjarðarskóla

Málsnúmer 202211079Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð hefur ákveðið að mynda starfshóp vegna undirbúnings við nýjan Seyðisfjarðarskóla og er óskað eftir fulltrúa frá Fjölskylduráði í starfshópinn. Jafnframt munu fræðslustjóri og skólastjóri Seyðisfjarðarskóla sitja í starfshópnum ásamt starfsfólki og fulltrúa Umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Fjölskylduráð tilnefnir Guðnýju Láru Guðrúnardóttur og til vara Jóhann Hjalta Þorsteinsson.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Heimsóknir skólastofnana í Múlaþingi til trúfélaga

Málsnúmer 202211271Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Jóhanni Hjalta Þorsteinssyni, dagsett 10. nóvember 2022. Í erindinu óskar Jóhann Hjalti eftir að heimsóknir á vegum skólastofnana Múlaþings í trúfélög verði teknar til umfjöllunar og endurskoðunar á vettvangi fjölskylduráðs. Einnig óskar hann eftir að tekið verði fyrir heimsóknir skólabarna til trúfélaga.

Sigurður Gunnarsson leggur fram eftirfarandi tillögu:
Fjölskylduráð telur að heimsóknir til trúfélaga séu eðlilegur hluti af fræðslu nemenda um tiltekin trúarbrögð enda eru heimsóknir í kirkjur í tengslum við stórhátíðir hluti af fræðslu um trúarhátíðir og menningarlega arfleifð þjóðarinnar. Gamlar reglur Fljótsdalshéraðs samræmast aðalnámsskrá þar sem segir að trúarbragðafræði sé ætlað að auka skilning á ríkjandi trúarbrögðum og ólíkum trúarhefðum með umburðarlyndi og víðsýni að leiðarljósi. Allir trúarhópar og lífskoðunarfélög sitja við sama borð og geta boðið nemendum í heimsókn en það er réttur foreldra að neita slíku boði. Ekki verður séð að núverandi fyrirkomulag hafi skapað vandamál og þátttaka í kirkjuheimsóknum hefur verið almenn. Fjölskylduráð felur fræðslustjóra að uppfæra reglur Fljótsdalshéraðs um samskipti skólastofnanna og trúfélaga fyrir Múlaþing.

Þrír samþykkja (SG, BE, SDMG), einn situr hjá (GBH) og þrír eru móti (ES, ÁMS, JHÞ).

Jóhann Hjalti Þorsteinsson leggur fram eftirfarandi tillögu:
Fjölskylduráð áréttar að það er réttur hvers foreldris að sinna trúarlegu uppeldi og trúarlegri innrætingu barna sinna á eigin forsendum og beinir því til stjórnenda fræðslustofnana að láta af heimsóknum til trúfélaga, hvort sem er á aðventu eða í aðdraganda annarra trúarhátíða.
Fjölskylduráð felur fræðslustjóra að vinna að reglum um þetta efni og leggja fyrir ráðið.

Þrír samþykkja (ES, ÁMS, JHÞ), einn situr hjá (GBH) og þrír eru móti (SG, BE, SDMG).

Fjölskylduráð felur fræðslustjóra að vinna reglur um samskipti skólastofnana Múlaþings og trúfélaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Fjárhagsáætlun umhverfis- og framkvæmdasviðs 2023

Málsnúmer 202208143Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð leggur áherslu á að byrjað verði sem fyrst á nýbyggingu fyrir Seyðisfjarðarskóla. Varðandi forgangsröðun á öðrum nýbyggingum þarf ráðið að afla frekari gagna og er sviðsstjórum fjölskyldusviðs falið að afla þeirra.

Málið verður aftur tekið upp á vormánuðum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Starfsáætlanir leikskóla 2022 - 2023

Málsnúmer 202211269Vakta málsnúmer

Fyrir liggja starfsáætlanir eftirtalinna leikskóla fyrir skólaárið 2022-2023: Bjarkatúns, Brúarásskóla, Glaumbæjar og Tjarnarskógar.

Fulltrúar leikskólanna fylgdu starfsáætlunum eftir.

Lagt fram til kynningar.

10.Styrkbeiðni vegna barnabókaefnis á táknmáli

Málsnúmer 202211098Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Félagi heyrnarlausra, dagsett 13. nóvember 2022. Félagið hefur ákveðið að þýða og útfæra barnabækur á íslenskt táknmál og óskar eftir stuðningi við kostun efnisins.

Fjölskylduráð fagnar framtaki félagsins og samþykkir að styrkja samtökin um 50.000 krónur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.ADHD samtökin - Ósk um samstarf

Málsnúmer 202110020Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá ADHD samtökunum, dagsett 15. nóvember 2022 þar er óskað eftir samstarfi við Múlaþing um aukna fræðslu og þjónustu í sveitarfélaginu um ADHD. Jafnframt er óskað eftir styrk, allt að kr. 500.000 sem nýttur yrði samkvæmt nánara samkomulagi.

Fjölskylduráð samþykkir að veita 100.000 kr í fræðslu um málefni ADHD til skólastofnana og felur fræðslustjóra að vinna útfærslu samstarfs í samvinnu við samtökin.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Skýrsla fræðslustjóra

Málsnúmer 202012045Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?