Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

65. fundur 03. október 2022 kl. 08:30 - 11:05 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
  • Ólafur Áki Ragnarsson varaformaður
  • Hildur Þórisdóttir varamaður
  • Eiður Gísli Guðmundsson aðalmaður
  • Þórhallur Borgarson aðalmaður
  • Þórunn Hrund Óladóttir varamaður
  • Hulda Sigurdís Þráinsdóttir varamaður
  • Hannes Karl Hilmarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • Sóley Valdimarsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir ritari á umhverfis- og framkvæmdarsviði

1.Málefni hafna í Múlaþingi 2022

Málsnúmer 202111134Vakta málsnúmer

Hafnastjóri og staðgengill hafnastjóra fóru yfir stöðu framkvæmda hjá höfnum Múlaþings.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Björn Ingimarsson - mæting: 08:30
  • Gauti Jóhannesson - mæting: 08:30

2.Nýr smábátarampur á Djúpavogi

Málsnúmer 202208029Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur bókun frá 28. fundi heimastjórnar Djúpavogs þar sem því er beint til umhverfis- og framkvæmdaráðs að gera ráð fyrir framkvæmdum við smábátaramp á Djúpavogi í fjárhagsáætlun næsta árs. Brýn þörf er talin á því að bæta aðstöðu við Djúpavoginn með auknu rými fyrir akandi og gangandi umferð og jafnframt bæta aðstöðu til landtöku smábáta.
Hafnastjóri og staðgengill hafnastjóra sátu fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að vísa erindinu til hafnastjóra Múlaþings til frekari vinnslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Gauti Jóhannesson
  • Björn Ingimarsson

3.Fjárhagsáætlun umhverfis- og framkvæmdasviðs 2023

Málsnúmer 202208143Vakta málsnúmer

Hafnastjóri kynnti fjárhagsáætlun hafna 2023. Staðgengill hafnastjóra sitjur jafnframt undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsáætlun hafna Múlaþings og vísar henni til byggðaráðs við gerð fjárhagsáætlunar 2023.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Björn Ingimarsson
  • Gauti Jóhannesson

4.Gjaldskrár 2023

Málsnúmer 202209205Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri fjármála á umhverfis- og framkvæmdasviði kynnti drög að breytingum á gjaldskrá skipulags- og byggingarmála annars vegar og gjaldskrá þjónustumiðstöðva Múlaþings hins vegar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að gjaldskrá skipulags- og byggingarmála fyrir árið 2023 og vísar þeim til samþykktar hjá sveitarstjórn. Verkefnastjóra fjármála falið að gera breytingar á drögum að gjaldskrá þjónustumiðstöðva í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir ráðið að nýju.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Vordís Jónsdóttir - mæting: 09:30

5.Römpum upp Múlaþing

Málsnúmer 202209237Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri framkvæmdamála og aðgengisfulltrúi Múlaþings kynntu verkefnið Römpum upp Ísland og fylgdu eftir erindi frá forsvarsfólki þess. Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að taka ákvörðun um þátttöku sveitarfélagsins í verkefninu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að sveitarfélagið taki þátt í verkefninu og að gert verði ráð fyrir því í fjárhagsáætlun.
Ráðið felur verkefnastjóra framkvæmdamála og aðgengisfulltrúa að vinna málið áfram með samráðshópi um málefni fatlaðs fólks og felur hópnum að auglýsa eftir áhugasömum aðilum til að taka þátt í verkefninu og tilnefna staði sem uppfylla skilyrði til þátttöku.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Kjartan Róbertsson - mæting: 10:00
  • Fanney Sigurðardóttir - mæting: 10:00

6.Málefni Slökkviliðs Múlaþings

Málsnúmer 202209242Vakta málsnúmer

Slökkviliðsstjóri Múlaþings fór yfir eldsvoðann í Vaski 28. september síðast liðinn.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Haraldur Geir Eðvaldsson - mæting: 10:30

7.Byggingaráform, grenndarkynning, Mánatröð 8

Málsnúmer 202208128Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að nýju erindi vegna fyrirhugaðra byggingaráforma við Mánatröð 8 á Egilsstöðum. Grenndarkynningu áformanna lauk þann 28. september án athugasemda.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð staðfestir að grenndarkynningu byggingaráforma við Mánatröð 8 á Egilsstöðum sé lokið án athugasemda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands 2022

Málsnúmer 202202072Vakta málsnúmer

Fundargerð 445. fundar Hafnasambands Íslands lögð fram til kynningar.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:05.

Getum við bætt efni þessarar síðu?