Fara í efni

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs

27. fundur 06. október 2022 kl. 13:00 - 17:05 á skrifstofu sveitarfélagsins, Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Vilhjálmur Jónsson formaður
  • Dagmar Ýr Stefánsdóttir aðalmaður
  • Jóhann Gísli Jóhannsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri
Í upphafi fundar lagði formaður til að nýtt mál yrði tekið á dagskrá og var það samþykkt samhljóða. Málið er númer ????

1.Fjárhagsáætlun umhverfis- og framkvæmdasviðs 2023

Málsnúmer 202208143Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tölvupóstur dagsettur 29.8. 2022, frá Hugrúnu Hjálmarsdóttur framkvæmda- og umhverfismálastjóra, þar sem kallað er eftir áherslum heimastjórna varðandi nýframkvæmdir og viðhald á þeirra svæði, sem verði síðan hafðar til hliðsjónar við fjárhagsáætlunarvinnuna framundan.
Málið var áður á dagskrá heimastjórnar 1.9. 2022.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs felur starfsmanni að ljúka frágangi tillagna vegna fjárhagsáætlanagerðar fyrir árin 2023 til 2026 og koma þeim til framkvæmda- og umhverfismálastjóra.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Fjallskilasamþykkt fyrir sveitarfélög á starfssvæði Sambands sveitarfélaga á Austurlandi

Málsnúmer 202208159Vakta málsnúmer

Fyrir drög að Fjallskilasamþykkt fyrir sveitarfélög á starfssvæði Sambands
sveitarfélaga á Austurlandi og bréf dagsett 31. ágúst og 3. október 2022 frá Jónu Árnýju Þórðardóttur, framkvæmdastjóra SSA, þar sem óskað er eftir að sveitarstjórnir á starfssvæði SSA taki fjallskilasamþykktina aftur fyrir og staðfesti.
Málinu var vísað til umfjöllunar í heimastjórnum Múlaþings á fundi sveitarstjórnar 14.9. 2022.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi drög að fjallaskilasamþykkt. Heimastjórn hvetur til áframhaldandi vinnu við endurskipulag fjallskilamála í Múlaþingi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Viðhald á húseignum við Brúarásskóla

Málsnúmer 202205035Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tölvupóstur og bréf dagsett 12. 9. 20202, frá Foreldrafélagi Brúarásskóla. Þar er vitnað til haustfundar foreldrafélagsins frá í september þar sem líst er ánægju með hvernig til tókst með framkvæmdir við annað gamla íbúðarhúsið við skólann. Einnig kemur fram sú ósk að haldið verði áfram með verkið og hitt húsið lagað einnig.
Á fundinn undir þessum lið mætti Steingrímur Jónsson verkefnastjóri framkvæmdamála hjá Múlaþingi.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs hvetur til þess að lokið verið við endurbætur á húsi 1 í Brúarási á næsta ári.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.




4.Ósk um umsögn, Vindmyllur við Lagarfoss

Málsnúmer 202209114Vakta málsnúmer

Fyrir liggur frá Skipulagsstofnun umsagnarbeiðni, dagsett 13.9. 2022, vegna matsskyldufyrirspurnar vegna uppsetningar tveggja vindmylla við Lagarfossvirkjun sem framleiða allt að 9,9 MW.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs felur skipulagsfulltrúa að ganga frá umsögn heimastjórnar fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Raforkumál í dreifbýli

Málsnúmer 202101013Vakta málsnúmer

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs gerir kröfu um að uppbyggingu raforkuinnviða og þrífasavæðingu í dreifbýli á Fljótsdalshéraði verði flýtt enda sýndi sig í nýafstöðnu óveðri að núverandi eldri línukerfi þolir ekki slíkt álag. Heimastjórn samþykkir að beina því til sveitarstjórnar að taka málið upp við innviðarráðuneytið.

Samþykkt samhljóða með handa uppréttingu.

6.Heimreiðar og viðhald þeirra

Málsnúmer 202210021Vakta málsnúmer

Málinu frestað til næsta fundar.

7.Vegur milli Brennistaða og Gilsárteigs

Málsnúmer 202210026Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bréf dagsett 4. október 2022, frá Þórarni Ragnarssyni á Brennistöðum þar sem óskað er eftir að heimastjórnin beiti sér fyrir því að vegur milli Brennistaða og Gilsárteigs verði tekinn á vegaskrá þannig að viðhald og þjónusta vegarins verði tryggð.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs leggur til við umhverfis- og framkvæmdaráð að taka málið upp við Vegagerðina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Fylgiskjöl:

Fundi slitið - kl. 17:05.

Getum við bætt efni þessarar síðu?