Fara í efni

Ungmennaráð Múlaþings

18. fundur 21. nóvember 2022 kl. 15:30 - 17:15 í fundarsal sveitarstjórnar, Lyngási 12 Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Björg Gunnlaugsdóttir aðalmaður
  • Helgi Magnús Gunnlaugsson aðalmaður
  • Hilmir Bjólfur Sigurjónsson aðalmaður
  • Páll Jónsson aðalmaður
  • Rebecca Lísbet Sharam aðalmaður
  • Sonja Bríet Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Sóley Dagbjartsdóttir aðalmaður
  • Sævar Atli Sigurðarson aðalmaður
  • Grímur Ólafsson varamaður
  • Valgeir Már Gunnarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Dagný Erla Ómarsdóttir verkefnastjóri íþrótta- og æskulýðsmála
  • Þórunn Bylgja Borgþórsdóttir íþrótta- og æskulýðsstjóri
Fundargerð ritaði: Dagný Erla Ómarsdóttir verkefnastjóri íþrótta- og æskulýðsmála

1.Ungmennaþing 2022

Málsnúmer 202203174Vakta málsnúmer

Undir þessum lið mætti Margrét Sveinsdóttir, verkefnastjóri umhverfismála, og gerði grein fyrir stöðu á flokkunartunnum í sveitarfélaginu.

Ungmennaráð hvetur sveitarfélagið til að vinna áfram að flokkunarmálum í sveitarfélaginu og lýsir yfir áhuga á að taka þátt í slíkri vinnu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Margrét Sveinsdóttir - mæting: 15:30

2.Fjárhagsáætlun umhverfis- og framkvæmdasviðs 2023

Málsnúmer 202208143Vakta málsnúmer

Ungmennaráð bendir á að Seyðisfjarðarskóli þarfnast, og hefur lengi þarfnast, nýs húsnæðis þar sem núverandi skólabygging er frá árinu 1907 og samræmist á engan hátt þeim kröfum sem bæði starfsfólk og nemendur gera varðandi skólahúsnæði.

Ungmennaráð óskar eftir því að fjárfestingaáætlun, þar sem ekki er gert ráð fyrir upphafi framkvæmda fyrr en 2025, verði endurskoðuð með tilliti til þess að framkvæmdir við Seyðisfjarðarskóla geti hafist í síðasta lagi árið 2024.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Tómstundaframlag Múlaþings 2023

Málsnúmer 202209100Vakta málsnúmer

Ungmennaráð hvetur fjölskylduráð til að skoða af alvöru að hækka tómstundastyrk sveitarfélagsins. Skv. úttekt ASÍ á frístundastyrkjum hjá 20 stærstu sveitarfélögum landsins fyrr í haust er styrkur Múlaþings með þeim lægstu og er upphæð sú sama og fyrir sameiningu. Það er dýrt að greiða gjöld fyrir þátttöku barna í tómstundum og með því að hækka styrkinn telur ungmennaráð að tækifæri barna og ungmenna aukist til að stunda þær íþróttir og tómstundir sem í boði eru, óháð félagslegum aðstæðum, t.d. fjárhag foreldra og búsetu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Starfshópur um gerð loftslagsstefnu fyrir Múlaþing

Málsnúmer 202110188Vakta málsnúmer

Fyrir liggur að skipa nýjan fulltrúa ungmennaráðs í starfshóp um gerð loftslagsstefnu fyrir Múlaþing í stað Sonju Bríetar Steingrímsdóttur. Ungmennaráð samþykkir að fulltrúi ráðsins í starfshópinn verði Unnar Aðalsteinsson.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Skólaakstur

Málsnúmer 202205073Vakta málsnúmer

Frestað til næsta fundar.

6.Starfsáætlun Ungmennaráðs 2022-2024

Málsnúmer 202209156Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

Fundi slitið - kl. 17:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?