Fara í efni

Heimastjórn Djúpavogs

31. fundur 03. nóvember 2022 kl. 10:00 - 13:30 á skrifstofu sveitarfélagsins, Djúpavogi
Nefndarmenn
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir formaður
  • Ingi Ragnarsson aðalmaður
  • Oddný Anna Björnsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gauti Jóhannesson fulltrúi sveitarstjóra
  • Þórunn Bylgja Borgþórsdóttir íþrótta- og æskulýðsstjóri
  • Sigurður Jónsson skipulagsfulltrúi
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Gauti Jóhannesson fulltrúi sveitarstjóra

1.Kynning á starfsemi íþrótta- og æskulýðsdeildar

Málsnúmer 202208061Vakta málsnúmer

Bylgja Borgþórsdóttir, íþrótta- og æskulýðsstjóri, fór yfir starfsemi íþrótta- og æskulýðsdeildar og svaraði spurningum heimastjórnarfulltrúa.

Gestir

  • Bylgja Borgþórsdóttir - mæting: 10:00

2.Fjárhagsáætlun umhverfis- og framkvæmdasviðs 2023

Málsnúmer 202208143Vakta málsnúmer

Heimastjórn þakkar fjármálastjóra fyrir greinargóða yfirferð en leggur áherslu á að framkvæmdir við björgunarmiðstöð hefjist fyrr en áætlanir gera ráð fyrir og treystir því að það verði leiðrétt fyrir lokaafgreiðslu fjárhagsáætlunar.

Gestir

  • Guðlaugur Sæbjörnsson - mæting: 10:30

3.Umsókn um svæði til notkunar fyrir hestaíþróttir

Málsnúmer 202110214Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi fór yfir endurskoðað minnisblað og svaraði spurningum. Formaður Glampa fór sömuleiðis yfir áherslur og framtíðarsýn hestamannafélagsins.

Að lokinni yfirferð yfir gögn málsins og með hliðsjón af framkomnum athugasemdum og ábendingum skipulagsfulltrúa og formanns Hestamannafélagsins Glampa er heimastjórn þeirrar skoðunar að leggja beri áherslu á að svæði fyrir hestaíþróttir verði staðsett í Bóndavörðulág og vísar málinu til umhverfis- og framkvæmdaráðs til frekari umfjöllunar og úrvinnslu.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Sigurður Jónsson - mæting: 11:00
  • Þórhildur Katrín Stefánsdóttir - mæting: 11:00

4.Leiguíbúðir í eigu Múlaþings

Málsnúmer 202208103Vakta málsnúmer

Heimastjórn á Djúpavogi gerir ekki athugasemdir við framkomnar tillögur.

Samþykkt samhljóða.

5.Opinber störf á landsbyggðinni

Málsnúmer 202201144Vakta málsnúmer

Heimastjórn á Djúpavogi fagnar því að lögreglan á Austurlandi verði aftur með starfsstöð á Djúpavogi. Heimastjórn telur brýnt að efla löggæslu á svæðinu ekki síst með tilliti til síaukins fjölda ferðafólks á svæðinu.

Samþykkt samhljóða.

6.Snjóhreinsun á Öxi

Málsnúmer 202101012Vakta málsnúmer

Heimastjórn á Djúpavogi tekur heilshugar undir ályktun sem samþykkt var á íbúafundi á Djúpavogi 19. október og krefst þess að staðið verði við fyrirheit varðandi vetrarþjónustu og uppbyggingu á heilsársvegi yfir Öxi sem lofað var í aðdraganda þess að Múlaþing varð til. Nú þegar íbúar og sveitarfélagið hafa staðið við sitt er löngu tímabært að ríkið geri hið sama. Heimastjórn beinir því til sveitarstjórnar að hefja viðræður við samgönguyfirvöld um fjármögnun á vetrarþjónustu og tryggja fasta ruðningsdaga á Axarvegi án tafar.

Samþykkt samhljóða.

7.Aðbúnaður gangandi vegfarenda á Djúpavogi

Málsnúmer 202108121Vakta málsnúmer

Heimastjórn á Djúpavogi leggur áherslu á að í fjárhagsáætlun fyrir árið 2023 verði tryggðir fjármunir til úrbóta í öryggismálum gangandi vegfarenda á Djúpavogi. Jafnframt skorar heimastjórn á Vegagerðina að hrinda án tafar í framkvæmd þeim úrbótum sem eru á ábyrgð stofnunarinnar. Marg ítrekað hefur verið að nauðyn sé að bæta úr öryggi gangandi vegfarenda. Víða eru engar gangstéttir og ástand þeirra misjafnt; þar sem þær eru, gangbrautir vantar og merkingum er ábótavant.

Samþykkt samhljóða.

8.Cittaslow

Málsnúmer 202203219Vakta málsnúmer

Heimastjórn lýsir yfir ánægju sinni með að tengiliður og umsjón með Cittaslow sé nú á Djúpavogi. Heimastjórn leggur jafnframt áherslu á að komið verði á auknu samstarfi við íbúa og að sérstöku Cittaslow ráði verði komið á fót. Starfsmanni falið að fylgja verkefninu eftir með það fyrir augum að nýtt Cittaslow ráð verði kynnt heimastjórn á fundi hennar í desember.

Samþykkt samhljóða.

9.Ársfundur náttúruverndarnefnda 2022

Málsnúmer 202207001Vakta málsnúmer

Heimastjórn á Djúpavogi tilnefnir Guðnýju Láru Guðrúnardóttur sem fulltrúa heimastjórnar á ársfund náttúruverndarnefnda 2022 sem fram fer í Grindavík 10. nóvember 2022.

Samþykkt samhljóða.

10.Hammondhátíð

Málsnúmer 202210118Vakta málsnúmer

Heimastjórn á Djúpavogi gerir ekki athugasemdir við drög að samningi um styrk vegna Hammondhátíðar á Djúpavogi sem í gegnum árin hefur fest sig í sessi sem mikilvægur þáttur í menningu staðarins.

Samþykkt samhljóða.

11.Aðalskipulagsbreyting, Hammersminni, íbúðabyggð

Málsnúmer 202204121Vakta málsnúmer

Heimastjórn á Djúpavogi vísar erindinu áfram til umfjöllunar og afgreiðslu hjá umhverfis- og framkvæmdaráði samhliða vinnu vegna skipulags miðbæjar á Djúpavogi sbr. bókun heimastjórnar frá 12. september 2022.

Samþykkt samhljóða.

12.Málefni Ríkarðshúss á Djúpavogi.

Málsnúmer 202105265Vakta málsnúmer

Vegna liðar 2, afturköllun gjafaloforðs tekur heimastjórn undir bókun stjórnar Ríkarðshúss og leggur til að ekki verði gerðar frekari athugasemdir við afturköllun gjafaloforðsins. Heimastjórn leggur jafnframt áherslu á mikilvægi þess að stofnskrá verði endurskoðuð í ljósi breyttra forsendna.

Samþykkt samhljóða.

13.Bakki 3 - Ráðstöfun húsnæðis

Málsnúmer 202210186Vakta málsnúmer

Heimastjórn á Djúpavogi er sammála um að framtíðaráform um nýtingu Bakka 3 þurfi að liggja fyrir sem fyrst. Þangað til annað verður ákveðið leggur heimastjórn áherslu á að starfsemi verði í húsinu og leggur til að rýmið sem um ræðir verði auglýst til leigu undir þjónustustarfsemi eða ráðstafað á annan hátt í samráði við heimastjórn.
Starfsmanni falið að fylgja málinu eftir.

Samþykkt samhljóða.

14.Rekstur í Löngubúð

Málsnúmer 202210185Vakta málsnúmer

Heimastjórn gerir það að tillögu sinni að samningur við núverandi rekstaraðila verði uppfærður og framlengdur um eitt ár en reksturinn boðinn út að þeim tíma liðnum. Starfsmanni falið að fylgja málinu eftir og kynna drög að samningi á næsta fundi heimastjórnar með það fyrir augum að undirritun geti farið fram fyrir áramót.

Samþykkt samhljóða.

15.Teigarhorn - veglína

Málsnúmer 202210210Vakta málsnúmer

Heimastjórn á Djúpavogi styður eindregið færslu á umræddri veglínu ekki síst með tilliti til umferðaröryggis og beinir þeim tilmælum til sveitarstjórnar að hún þrýsti á um umrædda framkvæmd.

Samþykkt samhljóða.

16.Skýrsla fulltrúa sveitarstjóra á Djúpavogi

Málsnúmer 202209244Vakta málsnúmer

Rafvæðing hafnarinnar- Undanfarið hafa hafnaryfirvöld fundað með Rarik og fleirum varðandi möguleika á tengingum fyrir stærri skip í Djúpavogshöfn.

Íbúafundir: Undanfarið hefur heimastjórn haldið þrjá íbúafundi. Einn í þorpinu og sitthvorn fundinn í sveitunum í Álftafirði/Hamarsfirði og Berufirði. Allir tókust fundirnir vel. Meðal þeirra mála sem voru rædd er eftirfarandi:

Gamla kirkjan og Faktorshúsið - Gert er ráð fyrir að sótt verði um styrki fyrir hvort um sig til Minjastofnunar fyrir 1. desember þegar umsóknarfrestur rennur út. Enn hefur ekki verið ákveðið hvað starfsemi verður í hvoru húsi um sig en mikilvægt að það verði ákveðið fljótlega.

Umgengni í þorpinu og móttökusvæðið á Háaurum - Mikilvægt er að sveitarfélagið setji gott fordæmi hvað varðar umgengi og frágang útivið. Nú stendur yfir tiltekt á Háaurum og stefnt er að því að taka svæðið allt í gegn. Áfram verður unnið að því að hafa þorpið sem snyrtilegast í góðri samvinnu við íbúa og fyrirtæki.

Raðhús í Markarlandi - Samkvæmt upplýsingum frá byggingaraðila er stefnt að því að húsið rísi fyrir sumarið.

Eggin í Gleðivík - Nokkur umræða hefur skapast um staðsetningu Eggjanna í Gleðivík. Sigurður Guðmundsson mun funda með heimastjórn í desember til að ræða þau mál.

Vegglistaverkið á Kallabakka - Margir hafa lýst yfir ánægju sinni með verkið þó kynna hefði mátt betur framkvæmdina og hefur ábendingum um það verð komið á framfæri innan stjórnsýslunnar.

Hitaveita - Áfram er unnið að leit að heitu vatni. Ekki hefur verið tekin nein ákvörðun um nýtingu vatnsins til annars en húshitunar.

Lýsing í þorpinu - Unnið er að því að bæta lýsinguna í þorpinu og við hafnarsvæðið. Ljósastaurinn við endann á Mörk verður færður/fjarlægður.

Skólalóðin - Þrýst hefur verið á sveitarfélagið um að klára skólalóðina. Gert er ráð fyrir 7 millj. kr. til verksins í drögum að framkvæmdaáætlun fyrir næsta ár.

Verktaka og útboð - Innkaupareglur sveitarfélagsins sem unnið er eftir segja til um hvenær útboð skuli fara fram hvort heldur er vegna vinnu eða þjónustu.

Hafnarsvæðið - Þessa dagana stendur yfir vinna við heildarskipulag á hafnarsvæðinu þar sem m.a. verður gert ráð fyrir rampi fyrir upptöku smábáta. Jafnframt er unnið að því með hvaða hætti megi auka öryggi á svæðinu. Engar ákvarðanir hafa verið teknar um að færa þvottakústana.

Fjallskil - Stefnt er að því að hefja undirbúning vegna gangnaboðs 2023 fyrir áramót í samráði við þá sem málið varðar. Með því móti er vonast til að nægur tími gefist til verksins og að niðurstaðan henti sem flestum.

Tryggvabúð - Stefnt er að því að endurbótum þar m.a. á hljóðvist verði lokið fljótlega. Hönnun bílastæðis og malbikun mun taka mið af skipulagi í nágrenninu.

Aðgengi og snjóhreinsun á gangbrautum - Stefnt er að því að bæta aðgengi við stofnanir í þorpinu og að snjóhreinsun af gangbrautum verði með ásættanlegum hætti.

Göngustígar - Sótt hefur verið um styrk til göngustígagerðar og hönnunar til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða og mikilvægt að koma því máli í farveg og byggja áfram á því sem þegar hefur verið gert.

Snjóruðningur og fyrirkomulag vetarþjónustu - Fulltrúi sveitarstjóra hefur kallað eftir að settar verði reglur um fyrirkomulag vetrarþjónustu til samræmis við það sem tíðkast annars staðar og er sú vinna hafin. Jafnframt er verið að skoða hvort og þá hvar koma megi fyrir salt/sandkistum svo vegfarendur geti sjálfir salt/sandborið þegar svo ber undir.

Land í eigu sveitarfélagsins - Engar hugmyndir eru um að selja land eða jarðir í eigu sveitarfélagsins.

Fráveita- Unnið er að fráveitu við Djúpavog á vegum HEF en óvíst hvenær framkvæmdir hefjast.

Eyjaland og vegurinn út á land - Stefnt er að því að jarðvegsskipta og keyra efni í veginn fljótlega.

Þriggja fasa rafmagn og ljósleiðari - Áfram verður þrýst á að ljósleiðari og þriggja fasa rafmagn verði lagt í sveitirnar.

Hreindýrakvóti - Heimastjórn hyggst kynna sér málið.

Fjárlaust Búlandsnes - Á vegum sveitarfélagsins er verið að skoða þann möguleika að Búlandsnesið verði lýst fjárlaust.

Sorphirða og flokkun - Nauðsynlegt er að endurskoða reglulega með hvaða hætti staðið er að flokkun og sorphirðu á svæðinu og tryggja að flokkun skili tilætluðum árangri.






Fundi slitið - kl. 13:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?