Fara í efni

Fjölskylduráð Múlaþings

75. fundur 20. júní 2023 kl. 12:30 - 16:35 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Sigurður Gunnarsson formaður
  • Björg Eyþórsdóttir varaformaður
  • Guðmundur Björnsson Hafþórsson aðalmaður
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Jóhann Hjalti Þorsteinsson aðalmaður
  • Þórlaug Alda Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir fræðslustjóri
  • Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri
  • Þórunn Bylgja Borgþórsdóttir íþrótta- og æskulýðsstjóri
  • Aðalheiður Árnadóttir starfsmaður fjölskyldusviðs
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Stefanía Malen Stefánsdóttir starfsmaður fjölskyldusviðs
  • Marta Wium Hermannsdóttir starfsmaður fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði: Bylgja Borgþórsdóttir íþrótta- og æskulýðsstjóri
Áheyrnarfulltrúar grunnskóla Arna Magnúsdóttir og Þorbjörg Sandholt sátu 2. og 3. lið. Áheyrnarfulltrúar leikskóla Guðmunda Vala Jónasdóttir, Bryndís Björt Hilmarsdóttir og Ragnhildur Kristjánsdóttir sátu 3. og 4. lið. Áheyrnarfulltrúi tónlistarskóla Sóley Þrastardóttir sat 3. lið.

Þórunn Hrund Óladóttir skólastjóri Seyðisfjarðarskóla sat 2. lið. Anna Birna Einarsdóttir skólastjóri Fellaskóla, Þorbjörg Sandholt skólastjóri Djúpavogsskóla, Sóley Þrastardóttir skólastjóri Tónlistarskóla Egilsstaða sátu 3. lið.

Stefanía Malen Stefánsdóttir grunnskólafulltrúi sat 1. - 4. lið.

1.Erindi til fjölskylduráðs vegna lengdrar viðveru fatlaðra barna

Málsnúmer 202306118Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi, sem barst í tölvupósti 15. júní 2023, frá Elsu Guðnýju Björgvinsdóttur og Kjartani Róbertssyni vegna lengdrar viðveru fatlaðra barna.

Undir þessum lið mættu Elsa Guðný Björgvinsdóttir og Kjartan Róbertsson.

Fjölskylduráð þakkar Elsu Guðnýju og Kjartani fyrir komuna og felur starsfólki ráðsins að gera tillögu út frá áður fyrirlögðum gögnum um þjónustu við fötluð börn og kostnaðarmeta og leggja fyrir næsta fund.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Starfshópur um undirbúning nýs Seyðisfjarðarskóla

Málsnúmer 202211079Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fyrirspurn frá Jónínu Brynjólfsdóttur, sem barst í tölvupósti 13. júní 2023, f.h. byggingarnefndar Seyðisfjarðarskóla þar sem spurt er um afstöðu fjölskylduráðs til þess hvaða starfsemi á að vera hýst innan veggja nýrrar skólabyggingar.

Fjölskylduráð leggur það til að sú starfsemi sem heyrir undir Seyðisfjarðarskóla sé í forgangi þegar gerð verður þarfagreining fyrir nýtt skólahúsnæði. Ef ekki er hægt að verða við því verði hægt að stækka bygginguna auðveldlega sem því nemur seinna meir.

Þá leggur ráðið til að í skólanum verði framleiðslueldhús.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Fjárhagsáætlun umhverfis- og framkvæmdasviðs 2023-2032

Málsnúmer 202208143Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

4.Endurskoðun á reglum leikskóla í Múlaþingi

Málsnúmer 202306010Vakta málsnúmer

Fyrir liggur endurskoðun á áður samþykktum reglum leikskóla í Múlaþingi.

Fjölskylduráð felur fræðslustjóra að taka saman kostnaðartölur og leggja málið fyrir á næsta fundi ráðsins.

Samþykkt með 6 atkvæðum með handauppréttingu, 1 sat hjá (JHÞ).

5.Landsmót Æskulýðssambands þjóðkirkjunnar 2023

Málsnúmer 202306119Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bréf, dagsett 25.5. 2023, frá Æskulýðssambandi þjóðkirkjunnar þar sem óskað er eftir að fá að halda landsmót ÆSKÞ á Egilsstöðum 13.-15. október 2023. Jafnframt er óskað eftir styrk í formi aðstöðu og gistingar.

Fjölskylduráð hafnar styrkbeiðninni, enda ekki inni í fjárhagsáætlun að styrkja svo stórt verkefni, en starfsfólki ráðsins er falið að koma á sambandi á milli skólastjórnenda og forstöðumanns íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum svo hægt sé að kanna hvaða möguleikar eru á samstarfi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Beiðni um viðbótarstöðugildi vegna mannauðsmála á fjölskyldusviði

Málsnúmer 202305223Vakta málsnúmer

Frestað til næsta fundar.

7.Skíðasvæðið í Stafdal

Málsnúmer 202301163Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings samþykkir að skipa starfshóp með það að markmiði að móta tillögu að framtíðarfyrirkomulagi reksturs skíðasvæðisins í Stafdal auk kostnaðargreiningar á því viðhaldi og þeim framkvæmdum sem þörf er á. Starfshópurinn skal skipaður þannig að þar sitji íþrótta- og æskulýðsstjóri, fulltrúi Skíðafélagsins í Stafdal, fulltrúi tilnefndur af framkvæmdasviði, auk tveggja kjörinna fulltrúa, einum frá meirihluta og einum frá minnihluta. Horft er til þess að starfshópurinn skili niðurstöðum til fjölskylduráðs í síðasta lagi 30. september 2023. Ekki verða greidd laun fyrir setu í starfshópnum.

Íþrótta- og æskulýðsstjóri kallar hópinn saman til fyrsta fundar.

Samþykkt með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 16:35.

Getum við bætt efni þessarar síðu?