- Þjónusta
- Mannlíf
- Stjórnsýsla
- Sveitarstjórn, ráð og stjórnir
- Sveitarstjóri
- Sveitarstjórn
- Byggðarráð
- Fjölskylduráð
- Umhverfis- og framkvæmdaráð
- Heimastjórn Borgarfjarðar
- Heimastjórn Djúpavogs
- Heimastjórn Fljótsdalshéraðs
- Heimastjórn Seyðisfjarðar
- Ungmennaráð
- Öldungaráð
- Samráðshópur, málefni fatlaðs fólks
- Yfirkjörstjórn
- Stjórn HEF veitna
- Sameiginlegar nefndir og stjórnir
- Fundadagatal allra nefnda og ráða
- Fundargerðir ráða og nefnda
- Skipurit stjórnsýslunnar
- Reglur, samþykktir og stefnur
- Starfsemin
- Persónuvernd
- Fjármál
- Útgefið efni og auglýsingar
- Byggðarkjarnar
- Sveitarstjórn, ráð og stjórnir
- Mínar síður
Helstu niðurstöðutölur eru sem hér segir:
Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu 2023 nema 8.713 millj. kr. samkvæmt samstæðu fyrir A og B hluta, en þar af nema rekstrartekjur A hluta 7.521 millj. kr.
Rekstrargjöld fyrir fjármagnsliði og afskriftir verða alls 7.342 millj. kr. í samstæðu fyrir A og B hluta, þar af eru rekstrargjöld A hluta áætluð 6.868 millj. kr. Afskriftir ársins í A og B hluta nema 468 millj., þar af 276 millj. í A hluta. Fjármagnsliðir verða neikvæðir um 661 millj. í samanteknum A og B hluta, þar af 515 millj. í A hluta.
Eftir fjármagnsliði, afskriftir, skatta og óreglulega liði er rekstrarafkoma ársins jákvæð um 230 millj. kr. í samanteknum A og B hluta. Afkoma A-hluta er neikvæð og nema rekstrargjöld umfram rekstrartekjur um 137 millj. kr.
Veltufé frá rekstri er jákvætt um 1.259 millj. kr. hjá samstæðu A og B hluta, þar af er veltufé frá rekstri í A hluta jákvætt um 595 millj. kr.
Fjárfestingar ársins 2023 nema nettó 1.749 millj. kr. hjá samstæðu A og B hluta, þar af 500 millj. í A hluta.
Afborganir af lánum og leiguskuldbindingum hjá samstæðu A og B hluta verða 1.057 millj. kr. á árinu 2023, þar af 790 millj. í A hluta.
Heildarskuldir og skuldbindingar eru áætlaðar 12.934 millj. kr. í árslok 2023 fyrir A og B hluta. Þar af nema heildarskuldir og skuldbindingar A hluta 8.960 millj. kr.
Skuldaviðmið samstæðu A og B hluta verður 118% í árslok 2023.
Fjárhagsáætlun 2023-2026 í heild sinni verður að öðru leyti aðgengileg á heimasíðu Múlaþings.
Til máls tók: Berglind Harpa Svavarsdóttir
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn samþykkir framlagða fjárhagsáætlun Múlaþings fyrir árið 2023 við seinni umræðu, ásamt þriggja ára áætlun 2024 - 2026. Fyrri umræða um fjárhagsáætlunina fór fram 9. nóvember sl.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Fulltrúar Austurlistans og VG lögðu fram eftirfarandi bókun:
Þrátt fyrir að samþykkja fjárhagsáætlun harma fulltrúar Austurlistans og VG í Múlaþingi þá niðurstöðu að lækka eigi álagningarhlutföll fasteignagjalda og verða af framlögum frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga fyrir vikið. Þar sem svigrúm þykir til lækkunar tekna sveitarfélagsins í A-hluta væri skynsamara að ráðstafa þeim með þeim hætti að framlög jöfnunarsjóðs skertust ekki. Með því móti mætti með árangursríkari hætti lækka álögur fyrir íbúa Múlaþings með áherslu á þá fasteignagjaldagreiðendur þ.e. ungar fjölskyldur, sem mest þurfa á því að halda.