Fara í efni

Endurreisn kræklingaræktar, aðild, minnisblað til fjarlaganefndar Alþingis

Málsnúmer 202410150

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 132. fundur - 29.10.2024

Fyrir liggur erindi frá Kjartani Þór Ragnarssyni, f.h. samráðshóps um skeldýrarækt, þar sem sveitarfélaginu Múlaþingi er boðið að eiga aðild að minnisblaði sem til stendur að leggja fyrir fjárlaganefnd Alþingis varðandi möguleg fjárframlög úr ríkissjóði til að byggja upp kræklingarækt á Íslandi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að sveitarfélagið verði aðili að minnisblaði sem til stendur að leggja fyrir fjárlaganefnd Alþingis varðandi möguleg fjárframlög úr ríkissjóði til að byggja upp kræklingarækt á Íslandi. Starfsmanni falið að koma því á framfæri.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?