Fara í efni

Beiðni um hækkun á rekstrarstyrk, Tækniminjasafn Austurlands

Málsnúmer 202410119

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 131. fundur - 22.10.2024

Fyrir liggur erindi frá Tækniminjasafni Austurlands varðandi hækkun á rekstrarstyrk fyrir árið 2025.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur sveitarstjóra, ásamt fjármálastjóra og atvinnu- og menningarmálastjóra, að greina hvernig megi bregðast við fyrirliggjandi erindi um hækkun á rekstrarstyrk til Tækniminjasafns Austurlands. Horft skuli til þess að umbeðin hækkun rúmist innan samþykktrar rammaáætlunar sveitarfélagsins. Erindið verður tekið til afgreiðslu í byggðaráði er umrædd greining liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 132. fundur - 29.10.2024

Fyrir liggur erindi frá Tækniminjasafni Austurlands varðandi hækkun á rekstrarstyrk fyrir árið 2025. Einnig liggur fyrir greining sveitarstjóra, fjármálastjóra og atvinnu- og menningarmálastjóra á því hvernig megi bregðast við erindinu miðað við að það rúmist innan samþykktrar rammaáætlunar sveitarfélagsins.

Í vinnslu.

Byggðaráð Múlaþings - 133. fundur - 05.11.2024

Fyrir liggur erindi frá Tækniminjasafni Austurlands varðandi hækkun á rekstrarstyrk fyrir árið 2025. Einnig liggur fyrir greining sveitarstjóra, fjármálastjóra og atvinnu- og menningarmálastjóra á því hvernig megi bregðast við erindinu miðað við að það rúmist innan samþykktrar rammaáætlunar sveitarfélagsins. Inn á fundinn undir þessum lið tengdust Elfa Hlín Sigrúnar Pétursdóttir og Jónína Brynjólfsdóttir, safnstjórar Tækniminjasafns Austurlands, og fór yfir stöðu mála og það sem framundan er.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Í ljósi þess að framundan er uppbygging Tækniminjasafns Austurlands og ljóst er að slíkt hefur jákvæð áhrif á atvinnu- og menningarlíf á Seyðisfirði samþykkir byggðaráð Múlaþings að rekstrarstyrkur til safnsins fyrir árið 2025 verði 13 milljónir króna sem rúmast innan samþykktrar rammaáætlunar sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?