Fara í efni

Vegna Alþingiskosninga 2024

Málsnúmer 202410088

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 132. fundur - 29.10.2024

Fyrir liggur að staðfesta þarf kjörstaði í Múlaþingi vegna Alþingiskosninga 30. nóvember 2024 auk aðstöðu fyrir kosningar utan kjörfundar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings staðfestir að kjörstaðir í Múlaþingi verði á eftirfarandi stöðum: Í Hreppsstofu á Borgarfirði eystra, í Tryggvabúð á Djúpavogi, í Menntaskólanum á Egilsstöðum og í Íþróttahúsinu á Seyðisfirði. Hægt verður að kjósa utan kjörfundar á skrifstofum sveitarfélagsins á Borgarfirði og á Djúpavogi, á opnunartímum skrifstofanna frá og með 18. nóvember til og með 29. nóvember.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?