Fara í efni

Unaós, næstu skref eftir bruna á fjárhúsi og hlöðu

Málsnúmer 202311208

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 41. fundur - 08.12.2023

Fyrir liggur tölvupóstur frá Framkvæmdasýslunni - Ríkiseignum, dagsettur 6.11. 2023, þar sem óskað er eftir afstöðu Múlaþings til nokkurra möguleika varðandi Unaós í kjölfar bruna á fjárhúsi og hlöðu síðast liðinn vetur.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs leggur áherslu á að allt verði gert til að áfram megi vera sauðfjárbúskapur á Unaósi. Miklu skiptir að búseta sé með þeim hætti tryggð á staðnum. Sauðfjárbúskapur og búseta á Unaósi er einnig mikilvægur liður í auðvelda búskap á öðrum jörðum á Úthéraði, t.d. þegar kemur að smölun á svæði þar sem búseta hefur verið að grisjast. Auk þess er föst búseta á Unaósi mikilvægt öryggisatriði þegar kemur að viðbragði vegna ófærðar á Vatnsskarði.

Starfsmanni falið að senda svar heimastjórnar til Framkvæmdasýslunnar-Ríkiseigna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Byggðaráð Múlaþings - 104. fundur - 23.01.2024

Fyrir liggur erindi frá Framkvæmdasýslunni Ríkiseignum (FSRE) varðandi húsnæðismál jarðarinnar Unaós.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings hefur ekki áform um að kaupa núverandi húsnæði jarðarinnar Unaós en leggur áherslu á að Framkvæmdasýslan Ríkiseignir (FSRE) bregðist við með þeim jákvæðum hætti óskum er fram hafa komið varðandi endurbætur og uppbyggingu húsakosts á umræddri jörð.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 117. fundur - 21.05.2024

Fyrir liggur svar frá Framkvæmdasýslunni - Ríkiseignum við fyrirspurn frá sveitarfélaginu varðandi mögulegar endurbætur og uppbyggingu húsakosts á Unaósi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings ítrekar þá áherslu er fram hefur komið í fyrri afgreiðslum byggðaráðs og heimastjórnar Fljótsdalshéraðs um mikilvægi þess að landeigandi bregðist við með jákvæðum hætti við óskum um endurbætur og uppbyggingu húsakosts á Unaósi. Varðandi svör við fyrirliggjandi spurningum landeiganda þá er umhverfis- og framkvæmdaráði falið að bregðast við þeim fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 120. fundur - 24.06.2024

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá Framkvæmdasýslunni-Ríkiseignir dags. 13. maí 2024 þar sem settar eru fram spurningar varðandi uppbyggingu á Unaósi. Byggðaráð tók erindið fyrir á fundi sínum þann 21. maí 2024 og fól umhverfis- og framkvæmdaráði að bregðast við spurningunum fyrir hönd sveitarfélagsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir svör við spurningum í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað og vísar afgreiðslunni til byggðaráðs.

Samþykkt samhljóða.

Byggðaráð Múlaþings - 122. fundur - 02.07.2024

Fyrir liggur bókun fundar umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 24.06.2024, þar sem afgreiðslu erindis frá Framkvæmdasýslunni-Ríkiseignum er vísað til byggðaráðs. Inn á fundinn undir þessum lið kom Óðinn Gunnar Óðinsson, skrifstofustjóri Múlaþings, og gerði grein fyrir samskiptum við landeiganda og ábúendur.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi svör við spurningum Framkvæmdasýslu-Ríkiseigna og leggur jafnframt áherslu á það sem fram hefur komið í fyrri afgreiðslum byggðaráðs og heimastjórnar Fljótsdalshéraðs um mikilvægi þess að landeigandi bregðist við með jákvæðum hætti við óskum um endurbætur og uppbyggingu á Unaósi, í framhaldi af bruna. Einnig er lögð áhersla á að farið verði í nauðsynlegt viðhald íbúðarhúsnæðis.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Gestir

  • Óðinn Gunnar Óðinsson - mæting: 08:35
Getum við bætt efni þessarar síðu?