Fara í efni

Unaós, næstu skref eftir bruna á fjárhúsi og hlöðu

Málsnúmer 202311208

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 41. fundur - 08.12.2023

Fyrir liggur tölvupóstur frá Framkvæmdasýslunni - Ríkiseignum, dagsettur 6.11. 2023, þar sem óskað er eftir afstöðu Múlaþings til nokkurra möguleika varðandi Unaós í kjölfar bruna á fjárhúsi og hlöðu síðast liðinn vetur.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs leggur áherslu á að allt verði gert til að áfram megi vera sauðfjárbúskapur á Unaósi. Miklu skiptir að búseta sé með þeim hætti tryggð á staðnum. Sauðfjárbúskapur og búseta á Unaósi er einnig mikilvægur liður í auðvelda búskap á öðrum jörðum á Úthéraði, t.d. þegar kemur að smölun á svæði þar sem búseta hefur verið að grisjast. Auk þess er föst búseta á Unaósi mikilvægt öryggisatriði þegar kemur að viðbragði vegna ófærðar á Vatnsskarði.

Starfsmanni falið að senda svar heimastjórnar til Framkvæmdasýslunnar-Ríkiseigna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Byggðaráð Múlaþings - 104. fundur - 23.01.2024

Fyrir liggur erindi frá Framkvæmdasýslunni Ríkiseignum (FSRE) varðandi húsnæðismál jarðarinnar Unaós.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings hefur ekki áform um að kaupa núverandi húsnæði jarðarinnar Unaós en leggur áherslu á að Framkvæmdasýslan Ríkiseignir (FSRE) bregðist við með þeim jákvæðum hætti óskum er fram hafa komið varðandi endurbætur og uppbyggingu húsakosts á umræddri jörð.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 117. fundur - 21.05.2024

Fyrir liggur svar frá Framkvæmdasýslunni - Ríkiseignum við fyrirspurn frá sveitarfélaginu varðandi mögulegar endurbætur og uppbyggingu húsakosts á Unaósi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings ítrekar þá áherslu er fram hefur komið í fyrri afgreiðslum byggðaráðs og heimastjórnar Fljótsdalshéraðs um mikilvægi þess að landeigandi bregðist við með jákvæðum hætti við óskum um endurbætur og uppbyggingu húsakosts á Unaósi. Varðandi svör við fyrirliggjandi spurningum landeiganda þá er umhverfis- og framkvæmdaráði falið að bregðast við þeim fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 120. fundur - 24.06.2024

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá Framkvæmdasýslunni-Ríkiseignir dags. 13. maí 2024 þar sem settar eru fram spurningar varðandi uppbyggingu á Unaósi. Byggðaráð tók erindið fyrir á fundi sínum þann 21. maí 2024 og fól umhverfis- og framkvæmdaráði að bregðast við spurningunum fyrir hönd sveitarfélagsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir svör við spurningum í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað og vísar afgreiðslunni til byggðaráðs.

Samþykkt samhljóða.

Byggðaráð Múlaþings - 122. fundur - 02.07.2024

Fyrir liggur bókun fundar umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 24.06.2024, þar sem afgreiðslu erindis frá Framkvæmdasýslunni-Ríkiseignum er vísað til byggðaráðs. Inn á fundinn undir þessum lið kom Óðinn Gunnar Óðinsson, skrifstofustjóri Múlaþings, og gerði grein fyrir samskiptum við landeiganda og ábúendur.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi svör við spurningum Framkvæmdasýslu-Ríkiseigna og leggur jafnframt áherslu á það sem fram hefur komið í fyrri afgreiðslum byggðaráðs og heimastjórnar Fljótsdalshéraðs um mikilvægi þess að landeigandi bregðist við með jákvæðum hætti við óskum um endurbætur og uppbyggingu á Unaósi, í framhaldi af bruna. Einnig er lögð áhersla á að farið verði í nauðsynlegt viðhald íbúðarhúsnæðis.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Gestir

  • Óðinn Gunnar Óðinsson - mæting: 08:35

Byggðaráð Múlaþings - 131. fundur - 22.10.2024

Fyrir liggur erindi frá Framkvæmdasýslu - Ríkiseignum þar sem óskað er eftir samþykki sveitarfélagsins Múlaþings um að brunabótum verði ráðstafað í hreinsun brunarústa, endurbætur og lagfæringar á íbúðarhúsinu auk þess að ábúendur muni eiga möguleika á endurbyggingu útihúsa síðar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur sveitarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræðu á fundinum.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 132. fundur - 29.10.2024

Fyrir liggur erindi frá Framkvæmdasýslu - Ríkiseignum þar sem óskað er eftir samþykki sveitarfélagsins Múlaþings um að brunabótum verði ráðstafað í hreinsun brunarústa, endurbætur og lagfæringar á íbúðarhúsinu auk þess að möguleg verði endurbygging útihúsa síðar. Inn á fundinn undir þessum lið tengdust Erlendur Ágúst Einarsson og Bylgja Rún Ólafsdóttir og fóru yfir viðhorf ábúenda til málsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að verða við ósk landeiganda og ábúenda um heimild til hreinsunar brunarústa, endurbóta og lagfæringu á íbúðarhúsinu á jörðinni Unaósi en að útveggir útihúsa fái að standa áfram þó þau verði ekki endurbyggð strax. Byggðaráð beinir því til stjórnvalda að áherslur varðandi útleigu ríkisjarða verði teknar til gagngerrar endurskoðunar með það að markmiði að tryggja réttindi ábúenda, viðhalda verðmæti ríkisjarða og tryggja búsetu á þeim til framtíðar. Byggðaráð leggur jafnframt áherslu á að úthús við Unaós verði endurbyggð þó síðar verði.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Gestir

  • Erlendur Águst Einarsson og Bylgja Rún Ólafsdóttir - mæting: 10:20
Getum við bætt efni þessarar síðu?