Fara í efni

Umsókn um aðkomu Múlaþings við ritun sögu Seyðisfjarðar

Málsnúmer 202410160

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 132. fundur - 29.10.2024

Fyrir liggur erindi frá Sögufélagi Seyðisfjarðar þar sem óskað er eftir samtali með byggðaráði varðandi mögulega aðkomu sveitarfélagsins að ritun sögu Seyðisfjarðar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að bjóða fulltrúum í stjórn Sögufélags Seyðisfjarðar að tengjast inn á fund byggðaráðs þar sem umfjöllunarefnið verði möguleg aðkoma sveitarfélagsins að verkefninu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 133. fundur - 05.11.2024

Fyrir liggur erindi frá Sögufélagi Seyðisfjarðar þar sem óskað er eftir samtali með byggðaráði varðandi mögulega aðkomu sveitarfélagsins að ritun sögu Seyðisfjarðar. Inn á fundinn undir þessum lið tengdist Elfa Hlín Sigrúnar Pétursdóttir, formaður stjórnar Sögufélags Seyðisfjarðar, og gerði grein fyrir hugmyndum stjórnar varðandi framtíðarskref.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela sveitarstjóra að láta skoða mögulega aðkomu sveitarfélagsins, með fjárstyrk, að söfnun og björgun frumheimilda varðandi sögu Seyðisfjarðar og leggja fyrir byggðaráð til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?