Fara í efni

Umsókn um stofnframlag

Málsnúmer 202407006

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 123. fundur - 09.07.2024

Fyrir liggur fundargerð matsnefndar, dags. 04.07.2024, varðandi umsókn Múlaþings um stofnframlag vegna Selbrúnar 5 í Fellabæ.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir tillögu matsnefndar um að sótt verði um stofnframlag vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar í Selbrún 5 í Fellabæ í samræmi við fyrirliggjandi drög að umsókn. Á móti komi söluhagnaður á þegar seldum íbúðum. Verði umsóknin samþykkt af HMS þá verði unninn viðauki við gildandi fjárhagsáætlun vegna ársins 2024.Fjármálastjóra falin framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Byggðaráð Múlaþings - 130. fundur - 08.10.2024

Til umfjöllunar var fyrirhuguð framkvæmd í Bláargerði á Egilsstöðum sem vænta má stofnframlagsumsóknar vegna.

Í vinnslu.

Byggðaráð Múlaþings - 131. fundur - 22.10.2024

Til umfjöllunar var fyrirhuguð framkvæmd í Bláargerði á Egilsstöðum sem vænta má stofnframlagsumsóknar vegna.

Í vinnslu.

Byggðaráð Múlaþings - 132. fundur - 29.10.2024

Fyrir liggur fundargerð matsnefndar, dags. 28.10.2024, varðandi umsókn Múlaþings um stofnframlag vegna Bláargerðis 4 á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir tillögu matsnefndar um að sótt verði um stofnframlag vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar í Bláargerði 4 á Egilsstöðum í samræmi við fyrirliggjandi drög að umsókn.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?