Fara í efni

Förgun dýrahræja

Málsnúmer 202405041

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 47. fundur - 06.06.2024

Fyrir liggur minnisblað um förgun dýrahræja, frá opnum fundum heimastjórnar, sem haldnir voru í Brúarási og að Eiðum (gamla barnaskólanum) 16. og 17. apríl 2024.

Á fundinn undir þessum lið mætti Stefán Aspar Stefánsson, verkefnastjóri umhverfismála og kynnti hugmyndir um miðlæga úrvinnslu á dýraleifum.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs beinir því til umhverfis- og framkvæmdaráðs að vinna að framgangi málsins og hvetja ríkisvaldið til að hraða vinnslu við varanlega úrlausn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 131. fundur - 28.10.2024

Verkefnastjóri umhverfismála situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur bókun frá heimastjórn Fljótsdalshéraðs þar sem því er vísað til ráðsins að taka upp mál um förgun dýrahræja og hvetja stjórnvöld til að hraða vinnu við varanlega úrlausn í málaflokknum. Jafnframt liggur fyrir minnisblað frá verkefnastjóra umhverfismála um ráðstöfun dýraleifa.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Þar sem að sveitarfélagið ber ekki beina ábyrgð á söfnun og meðhöndlun aukaafurða úr dýrum beinir umhverfis- og framkvæmdaráð því til umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins að koma upp viðeigandi innviðum vegna söfnunar á dýraleifum ásamt samræmdu söfnunarkerfi á landsvísu.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Stefán Aspar Stefánsson
Getum við bætt efni þessarar síðu?