Fara í efni

Umsókn um stofnun lóðar, Djúpivogur, Vogaland 16

Málsnúmer 202407003

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 124. fundur - 26.08.2024

RARIK ohf. hefur óskað eftir 115 m2 lóð undir spennistöð við Vogaland 16 á Djúpavogi. Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að taka afstöðu til grenndarkynningar lóðarinnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að láta grenndarkynna nýja lóð fyrir fasteignaeigendum við Vogaland 3 og 18.

Samþykkt samhljóða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 127. fundur - 23.09.2024

Fyrir liggja athugasemdir sem bárust við grenndarkynningu vegna umsóknar RARIK um lóð fyrir spennistöð við Vogaland 16 á Djúpavogi, en frestur rann út þann 20. september sl.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 131. fundur - 28.10.2024

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Tekin er fyrir að nýju umsókn RARIK um stofnun lóðar undir spennistöð við Vogaland á Djúpavogi. Athugasemdir bárust við grenndarkynningu áformanna og hefur staðsetningu fyrirhugaðrar lóðar verið breytt til þess að koma til móts við þær.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð staðfestir að grenndarkynningu sé lokið og felur skipulagsfulltrúa að stofna lóðina og úthluta til málsaðila.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Sigríður Kristjánsdóttir
Getum við bætt efni þessarar síðu?