Fara í efni

Umhverfisviðurkenningar

Málsnúmer 202409036

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 131. fundur - 28.10.2024

Verkefnastjóri umhverfismála situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur minnisblað ásamt drögum að reglum um veitingu umhverfisviðurkenninga.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela verkefnastjóra umhverfismála að kynna fyrirhugaðar reglur, með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum, fyrir heimastjórnum og verður málið tekið fyrir að nýju þegar umsagnir þeirra liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Stefán Aspar Stefánsson

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 50. fundur - 07.11.2024

Verkefnastjóri umhverfismála Stefán Aspar Stefánsson situr fundinn undir þessum lið. Fyrir liggur minnisblað ásamt drögum að reglum um veitingu umhverfisviðurkenninga.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn þakkar Stefáni A. Stefánsyni kærlega fyrir góða yfirferð á drögum að reglum og veitingu umhverfisviðurkenninga í Múlaþingi. Heimastjórn leggur til að viðurkenningar verði veittar á íbúafundum á haustin eða á Haustroða. Heimastjórn lýsir yfir ánægju með verkefnið.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 52. fundur - 07.11.2024

Fyrir liggur minnisblað ásamt drögum að reglum um veitingu umhverfisviðurkenninga Múlaþings.
Stefán Aspar Stefánsson, verkefnastjóri umhverfismála situr fundinn undir þessum lið.
Heimastjórn Fljótsdalshéraðs leggur til að 3. grein tillagnanna um reglur um veitingu umhverfisviðurkenninga í Múlaþingi
verði breytt þannig að flokkar viðurkenningar verði þrír en ekki tveir. Til viðbótar verði bætt flokknum Snyrtilegt og fallegt lögbýli.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 52. fundur - 08.11.2024

Verkefnastjóri umhverfismála situr fundinn undir þessum lið. Fyrir liggur minnisblað ásamt drögum að reglum um veitingu umhverfisviðurkenninga.
Heimastjórn Borgarfjarðar tekur undir með heimastjórn Fljótsdalshéraðs og leggur til að 3. grein tillagnanna um reglur um veitingu umhverfisviðurkenninga í Múlaþingi
verði breytt þannig að flokkar viðurkenninga verði þrír en ekki tveir. Til viðbótar verði bætt flokknum Snyrtilegt og fallegt lögbýli. Enn fremur að hugað verði að landfræðilegri dreifingu viðurkenninganna.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Stefán Aspar Stefánsson - mæting: 14:15
Getum við bætt efni þessarar síðu?