Fara í efni

Innsent erindi, Uppsetning löggæslumyndavéla í Fellabæ

Málsnúmer 202410035

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 129. fundur - 07.10.2024

Fyrir liggur erindi frá embætti Lögreglustjórans á Austurlandi þar sem farið er á leit við sveitarfélagið að það fjármagni kaup og uppsetningu á löggæslumyndavélum með númeraálestri í Fellabæ.

Máli frestað til næsta fundar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 130. fundur - 21.10.2024

Yfirlögregluþjónn Lögreglustjórans á Austurlandi sat fundinn undir þessum lið.
Tekið er fyrir að nýju erindi frá embætti Lögreglustjórans á Austurlandi þar sem þess að farið á leit við sveitarfélagið að það fjármagni kaup og uppsetningu á löggæslumyndavélum með númeraálestri í Fellabæ.

Málið er áfram í vinnslu og verður tekið fyrir að nýju.

Gestir

  • Kristján Ólafur Guðnason

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 131. fundur - 28.10.2024

Tekið er fyrir að nýju erindi frá embætti Lögreglustjórans á Austurlandi þar sem þess að farið á leit við sveitarfélagið að það fjármagni kaup og uppsetningu á löggæslumyndavélum með númeraálestri í Fellabæ.

Frestað til næsta fundar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 132. fundur - 04.11.2024

Tekið er fyrir að nýju erindi frá embætti Lögreglustjórans á Austurlandi þar sem þess að farið á leit við sveitarfélagið að það fjármagni kaup og uppsetningu á löggæslumyndavélum með númeraálestri í Fellabæ.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar uppsetningu löggæslumyndavéla í Fellabæ og samþykkir að gert verði ráð fyrir helming af kostnaði vegna verkefnisins, samkvæmt fyrirliggjandi tilboði í meðfylgjandi erindi, í fjárhagsáætlun næsta árs.
Sveitarfélagið mun að svo stöddu ekki taka þátt í kostnaði við uppsetningu fleiri véla, né hafa með höndum rekstur eða eignarhald á vélunum. Með þessu er komið á samstarfi milli sveitarfélagsins og lögreglunnar á Austurlandi til að auka öryggi borgaranna og leggja lögreglu lið við störf sín.

Samþykkt með 4 atkvæðum, 3 eru á móti (ÁHB, ÁMS, ÞHÓ).

ÁHB leggur fram eftirfarandi bókun:
Mér finnst skjóta skökku vð að sveitarfélag sem fær viðvaranir vegna fjárhagsafkomu síðasta árs taki þátt í kostnaði við rekstur sem þennan og er ríkisins að fjármagna en ekki sveitarfélaga. Ég tel þeirri upphæð sem ætlað er í þetta verkefni betur varið í t.d. málaflokk fjölskylduráðs sem yrði varla í vandræðum með að finna þessum peningum farveg í þágu barna í Múlaþingi.

BVW leggur fram eftirfarandi bókun:
Undirritaður telur það í verkahring löggjafans að gæta að öryggi íbúa landsins og það á ekki að vera sveitarfélagsins að fjármagna slík verkefni.


Getum við bætt efni þessarar síðu?