Fara í efni

Garnaveikibólusetningar í Múlaþingi

Málsnúmer 202111208

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 41. fundur - 15.12.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga að stuðningi við fjáreigendur vegna kröfu sem gerð er á alla fjáreigendur í sveitarfélaginu, að bólusetja ásetningslömb og -kið fyrir garnaveiki.

Máli frestað til næsta fundar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 44. fundur - 26.01.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga að stuðningi við fjáreigendur vegna kröfu sem gerð er á alla fjáreigendur í Múlaþingi, að bólusetja ásetningslömb og -kið fyrir garnaveiki.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að sömu reglur og áður giltu hjá Djúpavogshreppi um stuðning við fjáreigendur vegna bólusetningar við garnaveiki gildi áfram í Múlaþingi. Kostnaðurinn, sem er áætlaður um 2 milljónir, verður gjaldfærður undir önnur landbúnaðarmál 13290.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 131. fundur - 28.10.2024

Verkefnastjóri umhverfismála situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur minnisblað um stuðning við fjáreigendur vegna garnaveikibólusetninga.

Máli frestað til næsta fundar.

Gestir

  • Stefán Aspar Stefánsson

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 132. fundur - 04.11.2024

Verkefnastjóri umhverfismála situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur minnisblað um stuðning við fjáreigendur vegna garnaveikibólusetninga.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að veita styrk vegna garnaveikisbólusetningar á árinu 2025 í samræmi við umræður á fundinum.
Upphæð skal rúmast innan fjárhagsáætlunar ársins.

Samþykkt samhljóða

Gestir

  • Stefán Aspar Stefánsson
Getum við bætt efni þessarar síðu?