Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

119. fundur 03. júní 2024 kl. 08:30 - 11:45 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
  • Þórhallur Borgarson varaformaður
  • Guðný Margrét Hjaltadóttir varamaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Eiður Gísli Guðmundsson aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Pétur Heimisson aðalmaður
  • Hannes Karl Hilmarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála

1.Útboð á hirðu úrgangs við heimili í Múlaþingi

Málsnúmer 202301159Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri umhverfismála, Stefán Aspar Stefánsson, situr fundinn undir þessum lið. Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja drög að útboðslýsingu fyrir úrgangsþjónustu í Múlaþingi og Fljótsdalshreppi fyrir árin 2024 - 2028, ásamt minnisblaði og tilboðsskrá um útboðið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög fyrir sitt leyti og felur starfsmanni að vinna málið áfram og auglýsa útboð.

Samþykkt samhljóða.

2.Almenningssamgöngur 2024

Málsnúmer 202405230Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri umhverfismála, Stefán Aspar Stefánsson, situr fundinn undir þessum lið.
Framlagt er minnisblað um almenningssamgöngur á Egilsstöðum og í Fellabæ ásamt drögum að sumaráætlun strætó fyrir sumarið 2024.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar hugmyndum um fjölda stoppistöðva og staðsetningar þeirra til umsagnar hjá ungmennaráði og öldungaráði Múlaþings.

Samþykkt samhljóða.

3.Vinnuskóli 2024

Málsnúmer 202405065Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri umhverfismála, Stefán Aspar Stefánsson, og garðyrkjustjóri, Jón Kristófer Arnarson, sitja fundinn undir þessum lið.
Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til atvinnuumsókna sem bárust um störf í vinnuskóla Múlaþings, eftir að umsóknarfrestur rann út.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur garðyrkjustjóra að samþykkja þær umsóknir sem bárust eftir að frestur rann út þann 12. maí sl. og 20. maí á Djúpavogi. Ráðið samþykkir jafnframt að ekki skuli taka á móti umsóknum í vinnuskólann frá og með miðnætti 3. júní 2024.
Garðyrkjustjóra og verkefnastjóra umhverfismála er falið að endurskoða verklag við vinnuskólann 2025 í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða.

4.Rammasamningur, íbúðarhúsnæði í Múlaþingi

Málsnúmer 202103138Vakta málsnúmer

Lagt er fram til kynningar erindi, dagsett 24. maí 2024, vegna samninga Brákar leigufélags hses. og Hrafnhóls ehf.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð hvetur Brák hses. til að leita allra leiða og tryggja að framkvæmdir innan sveitarfélagsins verði kláraðar eins fljótt og auðið er. Ráðið harmar það hversu langan tíma framkvæmdir hafa tekið og hversu illa hefur verið gengið um byggingarsvæðin. Mikill skortur er á leiguhúsnæði innan alls sveitarfélagsins og því er um að ræða mikilvæga viðbót á húsnæðismarkaði.

Samþykkt samhljóða.

5.Fundir sveitarstjórnar, fagráða og heimastjórna júní til desember 2024

Málsnúmer 202405201Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að fundadagatali sveitarstjórnar og fastanefnda Múlaþings júní - desember 2024.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi fundardagatal með eftirfarandi breytingum:
Ekki verður fundur 10. júní.
Fyrsti fundur eftir sumarleyfi verður 19. ágúst.
Gert verður ráð fyrir fjórum fundum í september og einn af þeim helgaður vinnu vegna nýs aðalskipulags.

Samþykkt samhljóða.

6.Fjárfestingaráætlun 2024

Málsnúmer 202308041Vakta málsnúmer

Fyrir ráðinu liggur fyrir tillaga að breytingum á fjárfestingaráætlun ársins 2024 vegna framkvæmda við grunnskólann á Djúpavogi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir framlagðar tillögur að breytingum á fjárfestingaráætlun ársins sem fela í sér að færa 10 milljónir af liðnum "Björgunarmiðstöð" og settar í heimilisfræðistofu. 4 milljónir verða teknar af liðnum "Annað óskilgreint" og settar í leiksvæði við grunnskólann. 10 milljónir verða settar í klæðningu grunnskólans og verða fjármunir teknir af liðnum "Djúpivogur þjónustumiðstöð og sorpsvæði" og færist sú framkvæmd til næsta árs.

Samþykkt samhljóða.

7.Djúpavogsskóli heimilsfræðistofa

Málsnúmer 202404203Vakta málsnúmer

Lögð er fram til kynningar tillaga að framkvæmdum við heimilisfræðistofu í Djúpavogsskóla.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til afgreiðslu ráðsins við mál nr. 202308041, liður 6 á dagskrá fundar, er framkvæmda- og umhverfismálastjóra falið setja af stað framkvæmd við heimilisfræðistofu í Djúpavogsskóla.

Samþykkt samhljóða.

8.Fjárhagsáætlun Múlaþings 2025 - 2028

Málsnúmer 202404017Vakta málsnúmer

Lagðar eru fram til kynningar áherslur heimastjórna við gerð fjárhagsáætlunar 2025.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar fyrirliggjandi áherslum heimastjórna til framkvæmda- og umhverfismálastjóra vegna endurskoðunar á 10 ára fjárfestingaráætlun.

Samþykkt samhljóða.

9.Umsókn um framkvæmdaleyfi, stígar og göngubrýr, Stuðlagil Grund

Málsnúmer 202405152Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um framkvæmdaleyfi frá Jökuldal slf. fyrir uppsetningu göngubrúa og göngustíga í landi Grundar við Stuðlagil.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Fyrirhuguð áform eru í samræmi við stefnu rammahluta Aðalskipulags Fljótsdalshéraðs vegna Stuðlagils, sem og deiliskipulags fyrir ferðaþjónustu að Grund. Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi á grundvelli fyrirliggjandi gagna.

Samþykkt samhljóða.

10.Umsókn um framkvæmdaleyfi, efnistaka, Kiðueyri í Grímsá

Málsnúmer 202210114Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um framkvæmdaleyfi frá Jónsmönnum ehf. fyrir efnistöku úr Kiðueyri við Grímsá í landi Ketilsstaða 2. Gert er ráð fyrir að unnir verði 8.000 m3 á ári, næstu 3 árin, samtals um 24.000 m3.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Fyrirhuguð áform eru í samræmi við Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs 2008-2028 m.s.b þar sem svæðið er tilgreint sem E172. Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi á grundvelli fyrirliggjandi gagna.

Samþykkt samhljóða.

11.Umsókn um framkvæmdaleyfi, efnistaka, Selá í Álftafirði

Málsnúmer 202404237Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um framkvæmdaleyfi frá Vegagerðinni fyrir efnistöku úr Kiðueyri úr Selá í Álftafirði. Gert er ráð fyrir að teknir verði um 4.500 m3 af efni í tengslum við vegaframkvæmdir sumarsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Fyrirhuguð áform eru í samræmi við Aðalskipulag Djúpavogshrepps 2008-2020 þar sem svæðið er tilgreint sem N23. Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi á grundvelli fyrirliggjandi gagna.

Samþykkt samhljóða.

12.Starfsemi Náttúrustofu Austurlands

Málsnúmer 202405010Vakta málsnúmer

Kristín Ágústsdóttir, forstöðumaður Náttúrustofu Austurlands, situr fundinn undir þessum lið og kynnir starfsemi stofnunarinnar.

Lagt fram til kynningar.

13.Ný brú yfir Jökulsá á Fjöllum

Málsnúmer 202405170Vakta málsnúmer

Að beiðni áheyrnarfulltrúa (HKH) í ráðinu er tekin til umræðu staða mála við byggingu nýrrar brúar yfir Jökulsá á Fjöllum.

Áheyrnarfulltrúi M-listans (HKH) leggur fram eftirfarandi tillögu:
Umhverfis- og framkvæmdaráð hvetur samtök sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) og Norðurlandi eystra (SSNE) til að þrýsta á að undirbúningur og framkvæmdir við nýja brú á Jökulsá á Fjöllum verði fram haldið nú þegar. Ný brú komi í stað einbreiðrar hengibrúar frá 1947 eins og áformað hefur verið í langan tíma. Ný brú var komin að útboði þegar stórt jakaflóð setti verkefnið í uppnám.
Þó svo að brúin yfir Jökulsá á Fjöllum sé ekki í Múlaþingi, þá er hún í N-Austurkjördæmi og mikilvægur hlekkur í samgöngukerfi Austurlands. Brúin er háð þungatakmörkunum og farin að hafa áhrif á þungaflutninga verktaka og innflutning til Austurlands með tekjutapi fyrir Austurland og hefur jafnframt neikvæð áhrif á kolefnisspor Íslands.
Dæmi eru um að þungaflutningar þurfi að sneiða hjá Lagarfljótsbrú og Jökulsá á Fjöllum og velja lengri leið svo tugum kílómetrum skipti, við að koma þungum farmi frá Austurlandi norður í land.

Samþykkt samhljóða.

14.Samstarf milli skíðasvæðanna Stafdals og Oddskarðs

Málsnúmer 202401019Vakta málsnúmer

Á 105. fundi fjölskylduráðs var því beint til umhverfis- og framkvæmdasviðs að láta vinna kostnaðar- og rekstrargreiningu á æfingasvæði með snjóframleiðslu í Selskógi.



Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Framkvæmda- og umhverfismálastjóra falið að vinna að samantekt í samræmi við beiðni fjölskylduráðs.

Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 11:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?