Fara í efni

Fjárfestingaráætlun 2024

Málsnúmer 202308041

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 96. fundur - 02.10.2023

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja drög að 10 ára fjárfestingaráætlun.
Fjármálastjóri situr fundinn undir þessum lið.

Málið er áfram í vinnslu.

Gestir

  • Guðlaugur Sæbjörnsson - mæting: 10:05

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 98. fundur - 30.10.2023

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur 10 ára fjárfestingaráætlun framkvæmda- og umhverfissviðs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir 10 ára fjárfestingaráætlun fyrir Múlaþing og vísar henni til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 103. fundur - 18.12.2023

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri fór yfir forgangsröðun í gatnagerðarverkefnum og breytingar á fjárfestingaráætlun vegna framlags Ofanflóðasjóðs til framkvæmda á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi forgangsröðun gatnagerðarverkefna og breytingar á fjárfestingaráætlun 2024.

Samþykkt samhljóða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 109. fundur - 26.02.2024

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri fór yfir stöðu verkefna á fjárfestingaráætlun 2024.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að breytingu á fjárfestingaráætlun 2024. Ráðið bendir á að endurskoða þarf 10 ára fjárfestingaráætlun í heild sinni í haust.

Samþykkt samhljóða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 119. fundur - 03.06.2024

Fyrir ráðinu liggur fyrir tillaga að breytingum á fjárfestingaráætlun ársins 2024 vegna framkvæmda við grunnskólann á Djúpavogi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir framlagðar tillögur að breytingum á fjárfestingaráætlun ársins sem fela í sér að færa 10 milljónir af liðnum "Björgunarmiðstöð" og settar í heimilisfræðistofu. 4 milljónir verða teknar af liðnum "Annað óskilgreint" og settar í leiksvæði við grunnskólann. 10 milljónir verða settar í klæðningu grunnskólans og verða fjármunir teknir af liðnum "Djúpivogur þjónustumiðstöð og sorpsvæði" og færist sú framkvæmd til næsta árs.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?