Fara í efni

Umsókn um framkvæmdaleyfi, efnistaka, Kiðueyri í Grímsá

Málsnúmer 202210114

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 119. fundur - 03.06.2024

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um framkvæmdaleyfi frá Jónsmönnum ehf. fyrir efnistöku úr Kiðueyri við Grímsá í landi Ketilsstaða 2. Gert er ráð fyrir að unnir verði 8.000 m3 á ári, næstu 3 árin, samtals um 24.000 m3.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Fyrirhuguð áform eru í samræmi við Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs 2008-2028 m.s.b þar sem svæðið er tilgreint sem E172. Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi á grundvelli fyrirliggjandi gagna.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?