Fara í efni

Fundir sveitarstjórnar, fagráða og heimastjórna júní til desember 2024

Málsnúmer 202405201

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 119. fundur - 03.06.2024

Fyrir liggur tillaga að fundadagatali sveitarstjórnar og fastanefnda Múlaþings júní - desember 2024.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi fundardagatal með eftirfarandi breytingum:
Ekki verður fundur 10. júní.
Fyrsti fundur eftir sumarleyfi verður 19. ágúst.
Gert verður ráð fyrir fjórum fundum í september og einn af þeim helgaður vinnu vegna nýs aðalskipulags.

Samþykkt samhljóða.

Byggðaráð Múlaþings - 119. fundur - 04.06.2024

Fyrir liggur tillaga að fundadagatali sveitarstjórnar, ráða og heimastjórna fyrir seinni hluta þessa árs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fundadagar byggðaráðs verði samkvæmt fyrirliggjandi tillögu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Fjölskylduráð Múlaþings - 106. fundur - 04.06.2024

Fyrir liggur tillaga að fundardagatali allra nefnda Múlaþings frá júní til desember 2024.

Fjölskylduráð leggur til að fundur sem á að vera 6. ágúst verði færður til 13. ágúst einnig leggur ráðið til að fundur skráður 26. ágúst verði 27. ágúst.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 48. fundur - 06.06.2024

Fyrir liggur fundadagatal sveitarstjórnar og fastanefnda Múlaþings júní til desember 2024.
Heimastjórn gerir ekki athugasemdir við fundartímana.
Lagt fram til kynningar.

Heimastjórn Djúpavogs - 50. fundur - 06.06.2024

Heimastjórn samþykkir fundardagatal fram til áramóta.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 47. fundur - 06.06.2024

Fyrir fundinum liggur tillaga að fundardagatali fyrir sveitarstjórn,fastanefndir, ráð og heimastjórnir frá ágúst til desember 2024.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn Seyðisfjarðar samþykkir fyrirliggjandi fundardagatal með eftirfarandi breytingum:
Fundur heimastjórnar í október verði haldinn þann 8. í stað 10. október.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 47. fundur - 06.06.2024

Fyrir liggur tillaga að fundadagatali sveitarstjórnar og fastanefnda Múlaþings fyirr tímabilið júní til desember 2024.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs gerir ekki athugasemdir við tillöguna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 49. fundur - 12.06.2024

Fyrir liggur fundadagatal fyrir sveitarstjórn, ráð og heimastjórnir fyrir ágúst til desember 2024 sem hefur verið staðfest af heimastjórnum og viðkomandi fagráðum.

Til máls tók: Eyþór Stefánsson

Eftirfarandir tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi fundardagatal sveitarstjórnar og fastanefnda ágúst til desember 2024 og felur skrifstofustjóra að sjá til þess að það verði birt á heimasíðu sveitarfélagsins.

Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir jafnframt að sumarleyfi sveitarstjórnar verði frá fundi þess 12. júní 2024 og til og með 6. ágúst 2024. Byggðaráð mun fara með fullnaðarafgreiðsluheimild mála þann tíma, sbr. 32. gr. samþykkta um stjórn Múlaþings. Fyrsti fundur sveitarstjórnar að afloknu sumarleyfi verði haldinn 14. ágúst.

Samþykkt með 10 atkvæðum, einn á móti (ES)
Getum við bætt efni þessarar síðu?