Fara í efni

Vinnuskóli 2024

Málsnúmer 202405065

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 117. fundur - 13.05.2024

Garðyrkjustjóri, Jón Kristófer Arnarson, kynnir fyrirkomulag vegna vinnuskólans 2024.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umsóknarfrestur í vinnuskólann er liðinn og liggur fjöldi umsækjanda fyrir. Gert er ráð fyrir að allir sem sóttu um fái vinnu.
Frestur á Djúpavogi hefur verið framlengdur til 20. maí vegna fárra umsókna.

Jafnframt samþykkir ráðið eftirfarandi tímakaup fyrir hvern árgang:
Nemendur fæddir 2011: 798 kr./klst. 3 klst/dag u.þ.b. 6 vikur
Nemendur fæddir 2010: 1.197 kr./klst. 3 klst/dag u.þ.b. 7 vikur
Nemendur fæddir 2009: 1.463 kr./klst. 6 klst/dag u.þ.b. 10 vikur
Nemendur fæddir 2008: 1.729 kr./klst. 6 klst/dag u.þ.b. 10 vikur

Samþykkt samhljóða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 119. fundur - 03.06.2024

Verkefnastjóri umhverfismála, Stefán Aspar Stefánsson, og garðyrkjustjóri, Jón Kristófer Arnarson, sitja fundinn undir þessum lið.
Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til atvinnuumsókna sem bárust um störf í vinnuskóla Múlaþings, eftir að umsóknarfrestur rann út.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur garðyrkjustjóra að samþykkja þær umsóknir sem bárust eftir að frestur rann út þann 12. maí sl. og 20. maí á Djúpavogi. Ráðið samþykkir jafnframt að ekki skuli taka á móti umsóknum í vinnuskólann frá og með miðnætti 3. júní 2024.
Garðyrkjustjóra og verkefnastjóra umhverfismála er falið að endurskoða verklag við vinnuskólann 2025 í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?