Fara í efni

Ný brú yfir Jökulsá á Fjöllum

Málsnúmer 202405170

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 118. fundur - 27.05.2024

Að beiðni áheyrnarfulltrúa í ráðinu er tekin til umræðu staða mála við byggingu nýrrar brúar yfir Jökulsá á Fjöllum.

Máli frestað til næsta fundar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 119. fundur - 03.06.2024

Að beiðni áheyrnarfulltrúa (HKH) í ráðinu er tekin til umræðu staða mála við byggingu nýrrar brúar yfir Jökulsá á Fjöllum.

Áheyrnarfulltrúi M-listans (HKH) leggur fram eftirfarandi tillögu:
Umhverfis- og framkvæmdaráð hvetur samtök sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) og Norðurlandi eystra (SSNE) til að þrýsta á að undirbúningur og framkvæmdir við nýja brú á Jökulsá á Fjöllum verði fram haldið nú þegar. Ný brú komi í stað einbreiðrar hengibrúar frá 1947 eins og áformað hefur verið í langan tíma. Ný brú var komin að útboði þegar stórt jakaflóð setti verkefnið í uppnám.
Þó svo að brúin yfir Jökulsá á Fjöllum sé ekki í Múlaþingi, þá er hún í N-Austurkjördæmi og mikilvægur hlekkur í samgöngukerfi Austurlands. Brúin er háð þungatakmörkunum og farin að hafa áhrif á þungaflutninga verktaka og innflutning til Austurlands með tekjutapi fyrir Austurland og hefur jafnframt neikvæð áhrif á kolefnisspor Íslands.
Dæmi eru um að þungaflutningar þurfi að sneiða hjá Lagarfljótsbrú og Jökulsá á Fjöllum og velja lengri leið svo tugum kílómetrum skipti, við að koma þungum farmi frá Austurlandi norður í land.

Samþykkt samhljóða.

Getum við bætt efni þessarar síðu?