Fara í efni

Djúpavogsskóli heimilsfræðistofa

Málsnúmer 202404203

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 103. fundur - 07.05.2024

Fyrir liggur erindi frá Þorbjörgu Sandholt, skólastjóra Djúpavogsskóla varðandi aðstöðu til heimilisfræðikennslu.

Fjölskylduráð tekur undir með skólastjóra að aðstaða til heimilisfræðikennslu sé ekki góð. Fjölskylduráð óskar eftir að umhverfis- og framkvæmdaráð skoði hvort ný heimilisfræðistofa fyrir Djúpavogsskóla rúmist innan fjárhagsramma sviðsins og hægt sé að fara í framkvæmdir strax í sumar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 117. fundur - 13.05.2024

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur bókun frá 103. fundi fjölskylduráðs þar sem því er vísað til ráðsins að skoða hvort ný heimilisfræðistofa fyrir Djúpavogsskóla rúmist innan fjárhagsramma ársins og hægt væri að hefja framkvæmdir í sumar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að skoða hvort framkvæmdin rúmist innan framkvæmdaráætlun ársins. Málið verður tekið fyrir að nýju.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 119. fundur - 03.06.2024

Lögð er fram til kynningar tillaga að framkvæmdum við heimilisfræðistofu í Djúpavogsskóla.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til afgreiðslu ráðsins við mál nr. 202308041, liður 6 á dagskrá fundar, er framkvæmda- og umhverfismálastjóra falið setja af stað framkvæmd við heimilisfræðistofu í Djúpavogsskóla.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?