Fara í efni

Almenningssamgöngur 2024

Málsnúmer 202405230

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 119. fundur - 03.06.2024

Verkefnastjóri umhverfismála, Stefán Aspar Stefánsson, situr fundinn undir þessum lið.
Framlagt er minnisblað um almenningssamgöngur á Egilsstöðum og í Fellabæ ásamt drögum að sumaráætlun strætó fyrir sumarið 2024.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar hugmyndum um fjölda stoppistöðva og staðsetningar þeirra til umsagnar hjá ungmennaráði og öldungaráði Múlaþings.

Samþykkt samhljóða.

Öldungaráð Múlaþings - 8. fundur - 19.09.2024

Beiðni barst frá Umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings um umsögn varðandi breytingu á stoppistöðvum hjá strætó innanbæjar á Egilsstöðum og í Fellabæ. Öldungaráð mælir eindregið með því að bætt verði við stoppi við Egilstaðaflugvöll.
Getum við bætt efni þessarar síðu?