Fara í efni

Útboð á hirðu úrgangs við heimili í Múlaþingi

Málsnúmer 202301159

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 107. fundur - 05.02.2024

Verkefnastjóri umhverfismála fylgir eftir minnisblaði um stöðu útboðs á hirðu úrgangs í Múlaþingi.

Málið áfram í vinnslu.

Gestir

  • Stefán Aspar Stefánsson - mæting: 09:00

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 110. fundur - 04.03.2024

Verkefnastjóri umhverfismála fylgir eftir minnisblaði um stöðu útboðs á hirðu úrgangs í Múlaþingi.

Málið er áfram í vinnslu og verður lagt fyrir ráðið að nýju.

Gestir

  • Stefán Aspar Stefánsson - mæting: 09:05

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 112. fundur - 25.03.2024

Verkefnastjóri umhverfismála fylgir eftir minnisblaði um stöðu útboðs á hirðu úrgangs í Múlaþingi.

Málið er áfram í vinnslu.

Gestir

  • Stefán Aspar Stefánsson - mæting: 08:30

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 119. fundur - 03.06.2024

Verkefnastjóri umhverfismála, Stefán Aspar Stefánsson, situr fundinn undir þessum lið. Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja drög að útboðslýsingu fyrir úrgangsþjónustu í Múlaþingi og Fljótsdalshreppi fyrir árin 2024 - 2028, ásamt minnisblaði og tilboðsskrá um útboðið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög fyrir sitt leyti og felur starfsmanni að vinna málið áfram og auglýsa útboð.

Samþykkt samhljóða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 125. fundur - 02.09.2024

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja niðurstöður vegna útboðs á úrgangsþjónustu Múlaþings og Fljótsdalshrepps 2024-2028.
Verkefnastjóri umhverfismála sat fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir, með fyrirvara um ákvörðun kærunefndar útboðsmála, að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda gildra tilboða í samræmi við fyrirliggjandi niðurstöðu útboðs. Málinu vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Stefán Aspar Stefánsson - mæting: 08:30

Sveitarstjórn Múlaþings - 50. fundur - 11.09.2024

Fyrir liggur bókun frá 125. fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 02.09.2024, varðandi útboð á hirðu úrgangs við heimili í Múlaþingi.

Til máls tóku: Þröstur Jónsson, Jónína Brynjólfsdóttir og Hildur Þórisdóttir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings staðfestir samþykkt umhverfis- og framkvæmdaráðs um að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda gildra tilboða í samræmi við niðurstöðu útboðs á úrgangsþjónustu Múlaþings og Fljótsdalshrepps 2024-2028.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?