Fara í efni

Samstarf milli skíðasvæðanna Stafdals og Oddskarðs

Málsnúmer 202401019

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 91. fundur - 09.01.2024

Fyrir liggur erindi frá Snædísi Snorradóttur og Ashley Milne, dagsett 29. 12 2023, þar sem óskað er eftir samstarfi milli skíðasvæðanna Starfdals og Oddskarðs. Samstarfið snýr að aðgangi árskortshafa skíðasvæðanna að báðum skíðasvæðunum.

Fjölskylduráð fagnar samstarfi skíðasvæðanna og samþykkir fyrir sitt leyti útfærslu á sameiginlegum aðgangi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 48. fundur - 08.05.2024

Fyrir liggur erindi frá M-lista í framhaldi af opnum fundi Austurbrúar mánudaginn 29. apríl með yfirskriftina "Hoppsa Bomm! Stefnumót um framtíð skíðasvæðanna á Austurlandi". Þar kom fram kröftugt ákall um aukna fjölbreytni skíðasvæða með æfingasvæði á láglendi. Einnig fylgir með greinargerð varðandi mögulegt æfingasvæði með snjóframleiðslu í Selskógi. Lagt er til að fýsileika athugun verði unnin um þessa hugmynd sem innlegg í ofangreinda stefnumótun.
Talið er mikilvægt að slík athugun sé gerð sem fyrst þar sem tilkoma slíks skíðasvæðis myndi hafa mjög afgerandi og ráðandi áhrif á alla stefnumótun til framtíðar skíðasvæðanna á Austurlandi.

Til máls tóku: Þröstur Jónsson, Berlind Harpa Svavarsdóttir, Hildur Þórisdóttir, Sigurður Gunnarsson, Eyþór Stefánsson, Hildur Þórisdóttir, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Þröstur Jónsson, Jónína Brynjólfsdóttir, Eyþór Stefánsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að vísa fyrirliggjandi erindi varðandi málefni skíðasvæða í Múlaþingi til fjölskylduráðs til umfjöllunar. Þar verði einnig teknar til umfjöllunar niðurstöður samráðsfundar er Austurbrú stóð fyrir varðandi framtíð skíðasvæða á Austurlandi, er þær liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Byggðaráð Múlaþings - 117. fundur - 21.05.2024

Fyrir liggur skýrsla sem unnin var af Austurbrú eftir málþingið Hoppsa bomm sem var haldið um skíðasvæðin á Austurlandi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til afgreiðslu sveitarstjórnar Múlaþings, dags. 08.05.2024, þar sem fjölskylduráði er falin umfjöllun málefna skíðasvæða í Múlaþingi er fyrirliggjandi skýrsla um framtíð skíðasvæðanna á Austurlandi lögð fram til kynningar í byggðaráði.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Fjölskylduráð Múlaþings - 105. fundur - 28.05.2024

Fyrir liggur beiðni frá sveitarstjórn Múlaþings, dags. 08.05 2024 og byggðaráðs, dags 21.05 2024, um að fjölskylduráð taki til umfjöllunar málefni skíðasvæða í Múlaþingi ásamt því að taka til umfjöllunar niðurstöður samráðsfundar er Austurbrú stóð fyrir varðandi framtíð skíðasvæða á Austurlandi, þær liggja fyrir.

Fjölskylduráð felur fræðslustjóra að ræða við Austurbrú um að mynda og halda utan um þróunarhóp um framtíð skíðasvæðana á Austurlandi. Í hópunum ættu fulltrúar frá Múlaþingi og Fjarðabyggð sæti ásamt hagsmunaaðilum. Verkefni hópsins væri að móta framtíðarsýn fyrir svæðin til skemmri tíma og á þeim grunni leggja til aðgerðir sem sveitarfélögin geta tekið afstöðu til.

Jafnframt óskar fjölskylduráð eftir að umhverfis- og framkvæmdasvið vinni kostnaðar- og rekstrargreiningu á æfingasvæði með snjóframleiðslu í Selskógi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 119. fundur - 03.06.2024

Á 105. fundi fjölskylduráðs var því beint til umhverfis- og framkvæmdasviðs að láta vinna kostnaðar- og rekstrargreiningu á æfingasvæði með snjóframleiðslu í Selskógi.



Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Framkvæmda- og umhverfismálastjóra falið að vinna að samantekt í samræmi við beiðni fjölskylduráðs.

Samþykkt samhljóða.

Fjölskylduráð Múlaþings - 112. fundur - 24.09.2024

Fyrir liggur tillaga að auknu samstarfi milli skíðasvæðanna í Oddskarði og Stafdal.

Fjölskylduráð tekur jákvætt í að unnið verði áfram að auknu samstarfi og sameiginlegri gjaldskrá milli skíðasvæðanna í Oddskarði og Stafdal. Verkefnastjóra íþrótta- og æskulýðsmála er falið að vinna áfram að málinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Getum við bætt efni þessarar síðu?