Fara í efni

Starfshópur um undirbúning nýs Seyðisfjarðarskóla

Málsnúmer 202211079

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 68. fundur - 14.11.2022

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri kynnir tillögu að fyrirkomulagi vegna undirbúnings við nýjan Seyðisfjarðarskóla.

Máli frestað til næsta fundar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 69. fundur - 21.11.2022

Til umræðu er fyrirkomulag vegna undirbúnings við nýjan Seyðisfjarðarskóla.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela framkvæmda- og umhverfismálastjóra að taka saman drög að vinnulýsingu fyrir starfshóp sem ætlað er að koma að undirbúningi við nýjan Seyðisfjarðarskóla. Í hópnum munu sitja fræðslustjóri, framkvæmda- og umhverfismálastjóri, skólastjóri Seyðisfjarðarskóla og verkefnastjóri framkvæmdamála auk eins fulltrúa frá heimastjórn Seyðisfjarðar, fjölskylduráði og umhverfis- og framkvæmdaráði. Framkvæmda- og umhverfismálastjóra er falið að óska eftir tilnefningum í hópinn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fjölskylduráð Múlaþings - 58. fundur - 06.12.2022

Umhverfis- og framkvæmdaráð hefur ákveðið að mynda starfshóp vegna undirbúnings við nýjan Seyðisfjarðarskóla og er óskað eftir fulltrúa frá Fjölskylduráði í starfshópinn. Jafnframt munu fræðslustjóri og skólastjóri Seyðisfjarðarskóla sitja í starfshópnum ásamt starfsfólki og fulltrúa Umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Fjölskylduráð tilnefnir Guðnýju Láru Guðrúnardóttur og til vara Jóhann Hjalta Þorsteinsson.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 29. fundur - 08.12.2022

Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir tilnefningum frá heimasstjórn Seyðisfjarðar í starfshóp um nýjan Seyðisfjarðarskóla.

Heimastjórn Seyðisfjarðar tilnefnir Margréti Guðjónsdóttur í starfshóp um nýjan Seyðisfjarðarskóla og Björgu Eyþórsdóttur til vara.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 73. fundur - 16.01.2023

Þórunn Óladóttir vakti máls á mögulegu vanhæfi sínu undir þessum lið sem skólastjóri Seyðisfjarðarskóla. Formaður bar upp tillögu þess efnis sem var samþykkt samhljóða og vék Þórunn af fundi við umræðu og afgreiðslu.

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja drög að erindisbréfi starfshóps vegna undirbúnings við nýjan Seyðisfjarðarskóla auk tilnefninga í hópinn frá heimastjórn Seyðisfjarðar og fjölskylduráði Múlaþings.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að erindisbréfi fyrir starfshópinn. Jafnframt samþykkir ráðið eftirfarandi fulltrúa í hópinn:
Jónínu Brynjólfsdóttur fyrir hönd umhverfis- og framkvæmdaráðs sem verður jafnframt formaður starfshópsins og Þórhall Borgarsson til vara. Fjölskylduráð tilnefnir Guðnýju Láru Guðrúnardóttur og til vara Jóhann Hjalta Þorsteinsson. Heimastjórn Seyðisfjarðar tilnefnir Margréti Guðjónsdóttur og Björgu Eyþórsdóttur til vara. Jafnframt verða í starfshópnum fjórir starfsmenn Múlaþings; framkvæmda og umhverfismálastjóri, fræðslustjóri, verkefnastjóri framkvæmda auk skólastjóra Seyðisfjarðarskóla.

Samþykkt samhljóða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 87. fundur - 19.06.2023

Fundargerð frá 1. fundi starfshóps um undirbúning nýs Seyðisfjarðarskóla lögð fram til kynningar.

Fjölskylduráð Múlaþings - 75. fundur - 20.06.2023

Fyrir liggur fyrirspurn frá Jónínu Brynjólfsdóttur, sem barst í tölvupósti 13. júní 2023, f.h. byggingarnefndar Seyðisfjarðarskóla þar sem spurt er um afstöðu fjölskylduráðs til þess hvaða starfsemi á að vera hýst innan veggja nýrrar skólabyggingar.

Fjölskylduráð leggur það til að sú starfsemi sem heyrir undir Seyðisfjarðarskóla sé í forgangi þegar gerð verður þarfagreining fyrir nýtt skólahúsnæði. Ef ekki er hægt að verða við því verði hægt að stækka bygginguna auðveldlega sem því nemur seinna meir.

Þá leggur ráðið til að í skólanum verði framleiðslueldhús.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fjölskylduráð Múlaþings - 108. fundur - 25.06.2024

Fyrir liggja fundargerðir starfshóps um undirbúning byggingu nýs Seyðisfjarðarskóla. Á fundinn mætti Rúnar Matthíasson, verkefnastjóri framkvæmdamála, og kynnti hann þær hugmyndir sem starfshópurinn er að vinna.

Lagt fram til kynningar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 126. fundur - 16.09.2024

Fræðslustjóri og verkefnastjóri framkvæmdamála sitja fundinn undir þessum lið og kynna frumathugun vegna stækkunar Seyðisfjarðarskóla.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela verkefnastjóra framkvæmdamála að ganga til samninga við ASK arkitekta í samræmi við niðurstöðu starfshóps um byggingu nýs Seyðisfjarðarskóla.
Umhverfis- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi frumathugun.

Samþykkt samhljóða.

Fulltrúi M-lista (BWV) leggur fram eftirfarandi bókun:
Undirritaður er mjög sáttur við fyrirliggjandi hugmyndir að útfærslu á nýjum Seyðisfjarðaskóla. Eftirfarandi ábendingum er komið á framfæri:
Hvatt er til að nýta teikningar hússins í Múlaþingi, er kemur að frekari byggingaframkvæmdum í skólabyggingum í sveitarfélaginu.
Lagt er til að skoðað verði með „rampa“ milli gamla skólans og Herðubreiðar.
Gott er að bókasafni verði fundinn staður utan skólabygginganna.

Gestir

  • Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir - mæting: 10:20
  • Rúnar Matthíasson - mæting: 10:20

Byggðaráð Múlaþings - 129. fundur - 24.09.2024

Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir, fræðslustjóri, og Rúnar Matthíasson, verkefnastjóri framkvæmdamála, sátu fundinn undir þessum lið og kynntu frumathugun vegna stækkunar Seyðisfjarðarskóla.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir fræðslustjóri og Rúnar Matthíasson - mæting: 10:00

Fjölskylduráð Múlaþings - 112. fundur - 08.10.2024

Fræðslustjóri og verkefnastjóri framkvæmdamála kynntu frumathugun vegna stækkunar Seyðisfjarðarskóla.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Rúnar Matthíasson

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 49. fundur - 08.10.2024

Undir þessum lið mættu Hugrún Hjálmarsdóttir og Rúnar Matthíasson hjá umhverfis- og framkvæmdasviði og Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir, fræðslustjóri. Þau kynntu frumathugun vegna stækkunar Seyðisfjarðarskóla. Heimastjórn þakkar fyrir góða kynningu og líst vel á frumathugunina. Til stendur að kynna hana fyrir íbúum á næsta íbúafundi heimastjórnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir
  • Rúnar Matthíasson
  • Hugrún Hjálmarsdóttir

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 132. fundur - 04.11.2024

Fyrir liggur niðurstaða útboðs í hönnun Seyðisfjarðarskóla. Fjögur tilboð bárust í verkið og var lægsta tilboðið frá Teknik. Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að taka afstöðu til tilboðanna.
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir tilboð lægstbjóðenda í verkið og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að ganga frá verksamningi.

Samþykkt samhljóða
Getum við bætt efni þessarar síðu?