Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

126. fundur 16. september 2024 kl. 08:30 - 11:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
  • Þórhallur Borgarson varaformaður
  • Björgvin Stefán Pétursson aðalmaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Þórunn Hrund Óladóttir varamaður
  • Benedikt V. Warén áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
Fulltrúi D-lista (BSP) sat fundinn undir liðum 3-12.

1.Umsókn í Orkusjóð, Ferjuleira 1, Seyðisfjörður

Málsnúmer 202404236Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri hafna situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur að umsókn í Orkusjóð vegna kaupa á búnaði til upphitunar á þjónustuhúsi við Ferjuleiru á Seyðisfirði var hafnað.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Eiður Ragnarsson - mæting: 08:30

2.Bætt aðstaða í Djúpavogshöfn

Málsnúmer 202404069Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri hafna situr fundinn undir þessum lið.
Farið yfir stöðu verkefnis við nýjan viðlegukant í Djúpavogshöfn en unnið er að kostnaðargreiningu og valkostagreiningu (flot- eða trébryggja).

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Eiður Ragnarsson

3.Borgarfjarðarhöfn, Löndunarbryggja

Málsnúmer 202308181Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri hafna situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggja drög að erindi til Hafnadeildar Vegagerðarinnar þar sem óskað er eftir afstöðu til hugmynda um breytingu á verkefninu Endurbygging löndunarbryggju á Borgarfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela hafnarstjóra að koma erindinu á framfæri við Hafnadeild Vegagerðarinnar.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Eiður Ragnarsson

4.Hafnasambandsþing 2024

Málsnúmer 202409103Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri hafna situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur fundarboð á hafnasambandsþing Hafnasambands Íslands 2024, sem haldið verður í Hofi á Akureyri, dagana 24. og 25. október n.k.
Ráðið skal tilnefna 7 fulltrúa til setu á þinginu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur hafnastjóra að skrá þá fulltrúa sem taka munu þátt í Hafnasambandþingi 2024 fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Eiður Ragnarsson

5.Fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands 2024

Málsnúmer 202402003Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri hafna situr fundinn undir þessum lið.
Fundargerðir frá 464. og 465. fundum Hafnasambands Íslands lagðar fram til kynningar.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Eiður Ragnarsson

6.Aðalskipulagsbreyting, Djúpivogur, Ný vegtenging, athafna- og hafnarsvæði

Málsnúmer 202110146Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri hafna og skipulagfulltrúi sitja fundinn undir þessum lið.
Skipulags- og matslýsing vegna fyrirhugaðra breytinga á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 20088-2020 var kynnt 20. mars til og með 20. apríl 2024. Fyrir ráðinu liggja umsagnir sem bárust á kynningartíma auk samantektar á þeim.
Jafnframt liggur fyrir ráðinu minnisblað þar sem bornar eru saman tvær staðsetningar fyrir nýtt athafna-, iðnaðar- og hafnarsvæði; annars vegar við Innri-Gleðivík og hins vegar Sandbrekkuvík.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að óska eftir umsögn heimastjórnar Djúpavogs á fyrirliggjandi minnisblaði um samanburð á staðarvali. Málið verður tekið fyrir að nýju þegar hún liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Sigríður Kristjánsdóttir - mæting: 09:15
  • Eiður Ragnarsson - mæting: 09:15

7.Deiliskipulagsbreyting, Ný aðveitustöð á Hryggstekk í Skriðdal

Málsnúmer 202406165Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Vinnslutillaga vegna breytinga á deiliskipulagi Fljótsdalslínu 3 og 4 í Skriðdal var kynnt 10. júlí með athugasemdafresti til og með 12. ágúst 2024. Fyrir ráðinu liggja umsagnir sem bárust á kynningartíma ásamt samantekt á þeim og viðbrögðum.
Jafnframt er lögð fram tillaga til auglýsingar þar sem brugðist hefur verið við athugasemdum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi skipulagstillögu og leggur til við heimastjórn Fljótsdalshéraðs að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Sigríður Kristjánsdóttir

8.Umsókn um stækkun lóðar, Úranía

Málsnúmer 202405126Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Tekin er fyrir að nýju umsókn frá lóðarhafa Úraníu (L213204) á Borgarfirði, um stækkun á lóðinni vegna fyrirhugaðrar byggingar á um 40 fermetra gestahúsi. Jafnframt liggur fyrir umsögn heimastjórnar Borgarfjarðar um málið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur undir heimastjórn Borgarfjarðar og samþykkir að lóðin verði stækkuð til samræmis við svæði B og C á skýringarmynd. Starfsmönnum falið að vinna að málinu í samvinnu við lóðarhafa.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Sigríður Kristjánsdóttir

9.Stækkun Seyðisfjarðarskóla, kynning á frumathugun

Málsnúmer 202211079Vakta málsnúmer

Fræðslustjóri og verkefnastjóri framkvæmdamála sitja fundinn undir þessum lið og kynna frumathugun vegna stækkunar Seyðisfjarðarskóla.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela verkefnastjóra framkvæmdamála að ganga til samninga við ASK arkitekta í samræmi við niðurstöðu starfshóps um byggingu nýs Seyðisfjarðarskóla.
Umhverfis- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi frumathugun.

Samþykkt samhljóða.

Fulltrúi M-lista (BWV) leggur fram eftirfarandi bókun:
Undirritaður er mjög sáttur við fyrirliggjandi hugmyndir að útfærslu á nýjum Seyðisfjarðaskóla. Eftirfarandi ábendingum er komið á framfæri:
Hvatt er til að nýta teikningar hússins í Múlaþingi, er kemur að frekari byggingaframkvæmdum í skólabyggingum í sveitarfélaginu.
Lagt er til að skoðað verði með „rampa“ milli gamla skólans og Herðubreiðar.
Gott er að bókasafni verði fundinn staður utan skólabygginganna.

Gestir

  • Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir - mæting: 10:20
  • Rúnar Matthíasson - mæting: 10:20

10.Leikskólinn Bjarkatún skólaárið 2024 - 2025

Málsnúmer 202401181Vakta málsnúmer

Fræðslustjóri situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur bókun frá 111. fundi fjölskylduráðs þar sem samþykkt var að sótt yrði um styrk í fiskeldissjóð fyrir viðbyggingu við leikskólann Bjarkatún á Djúpavogi. Jafnframt var óskað eftir því að starfsfólk umhverfis- og framkvæmdasviðs hæfist strax handa við þarfagreiningu og hönnun á fyrirhugaðri viðbyggingu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela framkvæmda- og umhverfismálastjóra að vinna málið áfram í samræmi við bókun fjölskylduráðs. Samhliða þeirri vinnu verði unnið að undirbúningi umsóknar í Fiskeldissjóð.
Ráðið vísar málinu til kynningar í heimastjórn Djúpavogs og felur starfsmanni að fylgja því eftir.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir

11.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Múlaþings - 29

Málsnúmer 2409001FVakta málsnúmer

Fundargerð frá 29. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar.

12.Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa Múlaþings - 8

Málsnúmer 2408014FVakta málsnúmer

Fundargerð frá 8. afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?