Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

87. fundur 19. júní 2023 kl. 08:30 - 12:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
  • Guðný Margrét Hjaltadóttir varamaður
  • Björgvin Stefán Pétursson aðalmaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Eiður Gísli Guðmundsson aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Pétur Heimisson aðalmaður
  • Hannes Karl Hilmarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • Sóley Valdimarsdóttir ritari
  • Sigurður Jónsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála

1.Aðalskipulag Múlaþings 2025-2045

Málsnúmer 202208083Vakta málsnúmer

Fundargerð frá 1. fundi stýrihóps um gerð nýs Aðalskipulags Múlaþings 2025-2045 lögð fram til kynningar.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

2.Rammahluti aðalskipulags, Stuðlagil

Málsnúmer 202111199Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að taka til umfjöllunar að nýju þær athugasemdir sem borist hafa við rammahluta aðalskipulags vegna ferðamannastaðar við Stuðlagil.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Málið er í vinnslu og verður tekið fyrir að nýju á næsta fundi ráðsins og þá skal bjóða til fundarins landeigendum sem og skipulagshönnuðum, fulltrúa Austurbrúar og öðrum er tengst hafa stjórn verkefnisins.

3.Aðalskipulagsbreyting, Efnistaka í Skaganámu

Málsnúmer 202208053Vakta málsnúmer

Auglýsingu tillögu vegna breytinga á Aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010-2030 fyrir Skaganámu lauk 2. júní síðast liðinn. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands og Skógræktarfélagi Seyðisfjarðar en engar athugasemdir gerðar.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi skipulagstillögu og vísar henni til staðfestingar hjá byggðaráði sem fer með fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

4.Deiliskipulag, Úlfsstaðaholt, frístundabyggð

Málsnúmer 202203036Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að taka afstöðu til deiliskipulags á Úlfsstaðaholti á Völlum. Fyrir liggur ítrekun á erindi um að ráðið samþykki deiliskipulagið og óskað verði eftir undanþágu frá fjarlægð byggingarreita að vegi til Innviðaráðuneytisins.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Frestað til næsta fundar.

5.Lóðamörk, Kaupvangur 4

Málsnúmer 202306092Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga að útfærslu lóðamarka við Kaupvang 4 á Egilsstöðum.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Frestað til næsta fundar.

6.Rammasamningur, íbúðarhúsnæði í Múlaþingi

Málsnúmer 202103138Vakta málsnúmer

Ómar Guðmundsson kynnir þau verkefni sem Hrafnshóll vinnur að í sveitarfélaginu og stöðu þeirra.

Gestir

  • Ómar Guðmundsson - mæting: 11:00

7.Ábending, öryggismál, göngustígur upp að Gufufossi

Málsnúmer 202305240Vakta málsnúmer

Á 35. fundi heimastjórnar Seyðisfjarðar var því beint til umhverfis- og framkvæmdaráðs að taka til umfjöllunar innsent erindi frá Margréti Veru Knútsdóttur, dags. 22.5.2023, þar sem áhyggjum er lýst af öryggi ferðamanna sem ganga eftir þjóðveginum upp að Gufufossi.

Frestað til næsta fundar.

8.Sjálfsafgreiðslustöð N1 á Djúpavogi.

Málsnúmer 202205010Vakta málsnúmer

Á 38. fundi heimastjórnar Djúpavogs var því beint til umhverfis- og framkvæmdaráðs að hefja nú þegar undirbúning að breytingu á gildandi aðalskipulagi með það fyrir augum að eldsneytisafgreiðslunni verði fundinn staður fjær íbúðabyggð. Forsenda breytingarinnar er sú aðstæður hafa breyst með stóraukinni umferð í tengslum við ferðaþjónustu og þungaflutninga. Hvort tveggja hefur neikvæð áhrif á lífsgæði íbúa og ásýnd svæðisins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar því til gerðar nýs aðalskipulags að finna hentuga staðsetningu fyrir bensínafgreiðslu á Djúpavogi.

Samþykkt samhljóða.

9.Innsent erindi, athugasemd við starfsleyfi eldsneytisafgreiðslu N1 á Djúpavogi

Málsnúmer 202305305Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá íbúum við Búland 2, 4, 6 og 8 auk Steina 3 á Djúpavogi þar sem farið er fram á að starfsleyfi eldsneytisafgreiðslu N1 við Búland 1 verði fellt úr gildi á þeirri forsendu að það samræmist ekki skipulagsákvæðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar erindið en bendir á að sveitarfélagið er ekki leyfisveitandi þegar kemur að útgáfu starfsleyfa heldur Heilbrigðiseftirlit Austurlands. Eins og ráðið hefur áður bókað undir máli nr. 202205010 er rekstur eldsneytisafgreiðslu á Búlandi 1 í samræmi við gildandi skipulag. Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar erindinu til Heilbrigðiseftirlits Austurlands.

Samþykkt samhljóða.

10.Deiliskipulag miðbæjar á Djúpavogi

Málsnúmer 202208140Vakta málsnúmer

Á 38. fundi heimastjórnar Djúpavogs var samþykkt að beina því til umhverfis- og framkvæmdaráðs við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2024 verði tryggt fjármagn til gerðar deiliskipulags fyrir miðbæ Djúpavogs.

Máli frestað.

11.Starfshópur um undirbúning nýs Seyðisfjarðarskóla

Málsnúmer 202211079Vakta málsnúmer

Fundargerð frá 1. fundi starfshóps um undirbúning nýs Seyðisfjarðarskóla lögð fram til kynningar.

12.Virkjanaáform, Geitdalsárvirkjun

Málsnúmer 202202133Vakta málsnúmer

Lagt er fram til kynningar afrit af samþykki Orkustofnunar á beiðni Arctic Hydro um framlengingu rannsóknarleyfis vegna áforma um Geitdalsárvirkjun, leyfi OS-2023-L013-03.

Fulltrúar V-lista (PH og ÁMS) lögðu fram eftirfarandi bókun:
Það ríkir mikil upplýsingaóreiða um það hvort og þá hver er orkuþörf í landinu. Hvergi er meiri raforkuframleiðsla miðað við íbúafjölda en á Austurlandi. Mjög skortir á umræðu og ákvarðanir varðandi það í hvernig framleiðslu skuli forgagnsraða orku. Að kalla Geitdalsárvirkjun smávirkjun segir ekkert eða a.m.k. mjög takmarkað um það rask sem af tilurð hennar mun hljótast og svo lengi sem ekki liggur fyrir í hvað orka úr henni á að fara þá er þetta svæði mikilvægara villt en virkjað. Það er m.a. með vísan í að íslenskur efnahagur er ekki síst drifinn af ferðaþjónustu sem aftur byggir á náttúru landsins.

Fundi slitið - kl. 12:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?